Hin sænska Caroline Hedwall hefir verið tilnefnd nýliði ársins 2011 á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour) eftir frábært fyrsta ár sitt sem atvinnumaður.Þessi 22 ára stúlka (Hedwall) frá Barsebäck vann sér inn 278,528.87 evrur (tæpar 45 milljónir íslenskra krónur) í 20 mótum sem hún tók þátt á, á keppnistímabilinu og munaði 207,361 evrum á henni og þeirri sem kom í næsta sæti Rachel Jennings frá Englandi, og er með meira en helmingi meira verðlaunafé en nokkur nýliði í 32 ára sögu Evrópumótaraðar kvenna (Ladies European Tour). Hedwall sigraði í Q-school LET með 9 högga mun á næsta keppanda í desember 2010 og í janúar hóf hún árið með sigri í New South Wales Open, strax á 1. móti sínu sem atvinnumanns á Australian Ladies Professional Golf Tour. Hún sigraði í 4 öðrum mótum á 1. keppnistímabili sínu sem atvinnumaður þ.e.: Allianz Ladies Slovak Open, Finnair Masters, UNIQA Ladies Golf Open styrktu af Raiffeisen í Austurríki og Hero Women’s Indian Open í Indlandi og var með 4 aðra topp-10 árangra þ.á.m. landaði hún 2. sætinu á Deloitte Ladies Open í Hollandi. Í maí sigraði hún sigurvegara risamóta og Ryderbikarsstjörnur með því að sigra PowerPlay Golf mót sem haldið var í 1. skipti í Celtic Manor í Wales.„Ef ég á að segja satt, þá get ég varla trúað þessu ári. Ég meina það hefir bara verið svo gott og ef þú segðir mér að ég myndi hafa sigrað 4 sinnum á LET myndi ég líklega ekki hafa trúað þér, þetta hefir bara verið svo ótrúlegt. Ég get líklega ekki gert mér grein fyrir þessu, ég þarf á fríi að halda til þess að líta aftur yfir árið. En þetta hefir verið frábært, svo sannarlega,“ sagði Hedwall. Hún lét lykilhlutverk í sigri liðs Evrópu í Solheim Cup í Killeen Castle á Írlandi í september s.l. og eftir að hafa verið valin af fyrirliðanum Alison Nicholas, vann hún 2 1/2 stig í 4 leikjum sínum.Á fyrsta síðdeginu sigruðu hún og landa hennar Sophie Gustafson, Vicky Hurst og Brittany Lincicome 5 & 4 í fjórbolta. Næsta dag vann þessi sænska liðstvennd líka fjórleik sinn gegn Angela Stanford og Stacy Lewis 6 & 5.
Á æsilegum sunnudegi, var Hedwall 2 holum yfir þegar 2 holur voru eftir en tókst að jafna í tvímenningsleik gegn Ryann O´Toole og átti því þátt í að lið Evrópu sigraði 15-13.
„Hápunkturinn er Solheim Cup. Það var bara besta vikan, ein af bestu vikum lífs míns,“ sagði Hedwall. „Þetta var svo góð vika og svo skemmtilegt að sigra Solheim Cup á nýliðaári mínu líka, það er bara ótrúlegt. Þannig að allt í allt hefir þetta verið frábært keppnistímabil.“
Hedwall rifjaði upp hvatningarræðu sem Suzann Pettersen hélt henni og nýliðanum Azahara Munoz á meðan þær þurftu að koma sér aftur á völlinn í tvímenningi sunnudagsins, eftir að mótið tafðist vegna veðurs.
„Við sátum í golfbíl og vorum á leið að holunum okkar og Suzann sagði: „Stelpur, við þrjár við verðum virkilega allar að ná stigum og ef okkur tekst það sigrum við.“ Og Aza og ég hugsuðum bara yeah. Ég held að ég hafi bara einbeitt mér að því að snúa leik mínum mér í hag og ég held Aza líka, henni líkar virkilega við hvatningarræður og ég held að það hafi verið henni mikilvægt að heyra þessi orð. Þau voru mér það.“
Hún lýsti því hvernig hún horfði á Pettersen setja niður fugla síðustu 3 holurnar í 3. síðasta leiknum. „Vegna þess að ég var í hollinu á eftir henni, gat ég séð hvert pútt sem hún setti niður. Ég sá á 16. og ég sá púttið á 17. á eftir að Michelle hafði sett sitt niður og þær voru allar að fagna því þannnig að það var bara frábært af Suzann að setja sitt pútt niður, eftir öll þessi fagnaðarlæti. Og svo á 18. það var bara það.
„Ég held bara sem kylfingi finnist mér gaman að spila í liði stundum og ég held bara að þessi sigur, ég veit ekki, það er bara svo miklu meira gaman að sigra sem lið heldur en þegar maður er ein. Og það er það sem ég held að sé minnisstæðast.“
Framkvæmdastjóri LET, Alexandra Armas, sagði: „Ár Caroline hefir verið ekkert minna en framúrskarandi og við óskum henni til hamingju með allt sem hún hefir afrekað á þessu keppnistímabili. Með náttúrlegum hæfileikum sínum og sigursvengd þá er hún án nokkurs efa mest spennandi kylfingurinn að fylgast með og ég óska hennar alls góðs í framtíðinni.“
Caroline mun nú verja jólunum og áramótum í Svíþjóð og taka smá hlé frá golfinu til þess að njóta skíðafrís, áður en hún hefst handa við undirbúning 2. tímabils síns sem félagi bæði á LPGA og LET.
Rolex & kvennagolfið
Árið 2011 heldur Rolex upp á 31. árið sem það styrkir kvennagolf. Til viðbótar því að sjá um alla tímamælingar í risamótum og nokkrum völdum LPGA mótum þá leggur Rolex líka til topp verðlaun s.s. verðlaun fyrir Rolex nýliða ársins sem og eins leggur fyrirtækið til Louise Suggs Rolex nýliðaverðlaun ársins. Vörumerkið heiðrar líka LET Rolex nýliða ársins í fyrsta sinn árið 2011. Meðal verðlaunahafa sem hlotið hafa verðlaun Rolex á LPGA eru: Annika Sorenstam (Svíþjóð), Lorena Ochoa (Mexíkó), Vicky Hurst (Bandaríkin), Azahara Muñoz (Spánn), Anna Nordqvist (Svíþjóð) og Alexis Thompson (Bandaríkin). Eftir að hafa skudbundið sig til að styrkja golfíþróttina, allt frá því Arnold Palmer hlaut fyrstu verðlaun í nafni fyrirtækisins 1967, þá hefir Rolex allt frá árinu 2006 verið helsti styrktaraðili Rolex heimslistans, sem er fyrsti heimslisti í kvennagolfinu. Til þess að fá frekari upplýsingar smellið HÉR:
|