Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2018 | 06:00

GK: Ólafía og LPGA kylfingar mættu á KPMG Góðgerðardaginn

Góðgerðarmót KPMG fór fram í gær, 18. júli 2018 á Hvaleyrarvelli.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir mætti þar ásamt nokkrum LPGA kylfingum og voru þær komnar til þess að styrkja gott málefni.

LPGA kylfingarnir í fylgd Ólafíu Þórunnar voru Cheyenne Woods (sjá kynningu Golf 1 á Woods með því að SMELLA HÉR:);  Madeleine Sheils (Sjá kynningu Golf 1 á Sheils með því að SMELLA HÉR: ) Allison Emrey (Sjá kynningu Golf 1 á Emrey með því að SMELLA HÉR:) og Alexandra Jane Newell (Sjá kynningu Golf 1 á Newell með því að SMELLA HÉR: )

Í ár var góðgerðarmótið til styrktar Umhyggju – félagi langveikra barna

Þetta er í annað skiptið sem KPMG og Ólafía Þórunn standa fyrir góðgerðargolfmóti og er það hluti af því samstarfi sem varð til í ársbyrjun 2017 þegar Ólafíu Þórunn varð merkisberi KPMG í félagi við aðra frábæra kylfinga eins og Phil Mickelson, Stacy Lewis og Paul Dunne. Í ágúst 2017 var haldið sambærilegt mót þar sem alls söfnuðust um 4 millj. kr. til styrktar Barnaspítala Hringsins.

Markmiðið með mótinu er fyrst og fremst að styðja við gott málefni en á sama tíma búa til flottan golfviðburð þar sem íslenskir kylfingar og áhorfendur geta notið þess að sjá þessa flottu atvinnukylfinga spila við íslenskar aðstæður.

Ólafía sagði fyrir mótið:

Ég hlakka ótrúlega mikið til að koma heim eftir nokkuð langa og stranga keppnislotu. Það gefur mér mikið að standa að og taka þátt í svona viðburðum og mótið í fyrra heppnaðist frábærlega. Ég hef nánast ekkert spilað golf heima í tvö ár þannig að það verður mjög gaman að koma og spila með góðum félögum og styrkja um leið þetta frábæra málefni. Höfum gaman og #verumgóð.“ 

„Það er frábært að vinna með Ólafíu Þórunni og ekki síst að viðburðum sem þessum þar sem verið er að styðja við frábært málefni. Það er heilmikið verkefni að koma á svona viðburði með öllum þessum erlendu kylfingum á miðju keppnistímabili. Þetta er hins vegar annað árið í röð sem það tekst og í fyrra heppnaðist það virkilega vel þó svo að veðrið hafi verið afar slæmt,“ sagði Jón S. Helgason framkvæmdarstjóri KPMG.

Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði kom að framkvæmd mótsins og var mótið haldið á Hvaleyrarvelli.