Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2017 | 20:00

Rolex-heimslisti kvenkylfinga: Ariya Jutanugarn hin nýja nr. 1

Ariya Jutanugarn frá Thaílandi hefir velt hinni nýsjálensku Lydiu Ko úr 1. sæti Rolex-heimslista kvenna, eftir sigur sinn á Manulife LPGA Classic. Lydia Ko hefir verið 85 vikur samfellt í 1. sætinu. Ariyja sem er 21 árs, 6 mánaða og 20 daga ung er 2. yngsti kylfingurinn í sögu LPGA og 3. yngsti leikmaðurinn, kven- eða karlkyns til þess að verða nr. 1 á heimslista í golfi. Hún er fyrsti kylfingurinn frá Thaílandi, hvort heldur er kven- eða karlkyns til þess að ná efsta sæti Rolex heimslistans. „Þetta hefir mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Jutanugarn, eftir að ljóst var að hún væri nr. 1. „Við getum sýnt heiminum að við Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2017 | 18:00

DJ mætir á Opna bandaríska e. fæðingu 2. barns síns

Nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson (DJ), er kominn til Erin Hills til titilvarnar á Opna bandaríska og sást á æfingasvæðinu í dag. DJ var búinn að gefa það út að hann myndi ekki fara til Erin Hills fyrr en eftir fæðingu 2. barns síns og unnustu sinnar, Paulinu Gretzky. Skv. fréttamiðlum fæddi Gretzy 2. barn sitt, strák og ESPN fréttamaðurinn, Ian O´Connor tvítaði meðfylgjandi mynd af 2. barni DJ og Paulinu í dag með eftirfarandi orðum: „Meet the beautiful baby boy of Paulina Gretzky & Dustin Johnson. Name to come.“ (Lausleg þýðing: Sjáið fallegan strák Paulinu Gretzky & Dustin Johnson. Nafnið kemur síðar.“ DJ mun verða í ráshóp með tveimur fv. sigurvegurum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2017 | 17:00

Guðrún Brá T-57 e. 1. dag Opna breska áhugamannamótsins

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tekur þátt í Opna breska áhugamannamótinu. Hún lék 1. hring í dag á 3 yfir pari, 74 höggum, þar sem hún fékk 3 fugla, 9 pör og 6 skolla. Eftir 1. dag er Guðrún Brá T-57 þ.e. deilir 57. sæti ásamt 14 öðrum keppendum Þátttakendur eru 144 og spilað er á North Berwick. Til þess að sjá stöðuna á Opna breska áhugamannamótinu eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Særós Eva Óskarsdóttir – 13. júní 2017

Það er Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, sem er afmæliskylfingur dagsins. Særós Eva er fædd 13. júní 1995 og á því 22 ára afmæli í dag. Særós Eva er í afrekskylfingahóp GSÍ og spilar á Eimskipsmótaröðinni, var m.a. með í 4. móti 2016-2017 keppnistímabilinu í Borgarnesi. Særós Eva spilar í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Boston University. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Særós Eva Óskarsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ben Arda f. 13. júní 1929–d. 20. desember 2006; Rauðhús Til Leigu Eyjafjarðarsveit, 13. júní 1964 (53 árs) Magnús Örn Guðmarsson 13. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2017 | 11:00

Kevin Na óánægður m/röffið á Opna bandaríska – Myndskeið

Kevin Na er eitthvað óánægður með röffið á Opna bandaríska, sem hefst ekki á morgun heldur hinn í Erin, Wisconsin. Sjá má myndskeið þar sem hann tjáir óánægju sína með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2017 | 22:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2017 (2): Ingimar Elfar Ágústsson á besta skori þeirra sem léku 18 holur

Annað mótið á Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram laugardaginn 10. júní sl. á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. 20 þátttakendur voru í eldri flokkunum 14 ára og yngri annars vegar og 15-18 ára hins vegar, beggja kynja. Strákur úr yngsta aldursflokknum, Ingimar Elfar Ágústsson, 14 ára og yngri, var á besta skorinu yfir alla keppendur, sem léku 18 holur en Ingimar Elfar lék á 9 yfir pari, 81 höggi. Úrslit í öllum aldursflokkum urðu eftirfarandi: 14 ára og yngri strákar: 1 Ingimar Elfar Ágústsson GL 16 F 40 41 81 9 81 81 9 2 Gabriel Þór Þórðarson GL 15 F 39 46 85 13 85 85 13 3 Magnús Máni Kjærnested NK Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2017 | 20:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2017 (2): Fjóla Margrét á besta skori þeirra sem léku 9 holur!

Laugardaginn 10. júní sl. fór fram 2. mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka. Að þessu sinni var mótsstaður Kirkjubólsvöllur í Sandgerði. Yngstu flokkarnir 10 ára og yngri og 12 ára og yngri í báðum kynjum léku 9 holur. Þátttakendur voru 31 – 18 hnokkar og 13 hnátur. Það er eftirtektarvert að á besta skorinu yfir alla keppendur var einn yngsti keppandinn, Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS, sem lék í flokki hnáta 10 ára og yngri og kom í hús á 39 glæsihöggum; sú eina sem braut 40!!! Glæsileg dugnaðarhnáta og framtíðarkylfingur þar á ferð!!! Sigurvegarar í öllum flokkum urðu eftirfarandi: 10 ára og yngri hnátur: 1 Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS 40 F 0 39 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2017 | 19:00

LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni í Meijer mótinu n.k. fimmtudag

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, mun spila í 11. LPGA móti sínu n.k. fimmtudag. Mótið nefnist Meijer LPGA Classic for Simply Give og fer fram dagana 15.-18. júní n.k. Mótsstaður er í Blythefield CC í Grand Rapids, Michigan. Margir sterkustu kylfingar heims taka þátt í mótinu m.a. núverandi nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Ariya Jutanugarn og fv. nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Lydia Ko. Sjá má þátttakendalistann fyrir Meijer LPGA Classic for Simply Give með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2017 | 18:00

GV: Örlygur Helgi Grímsson á besta skorinu í Sjómannamóti Ísfélags Vestmannaeyja

Föstudaginn sl. 9. júní 2017 fór fram í Vestmannaeyjum – Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja. Leikfyrirkomulag var flokkaskipt punktamót með verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin í hverjum flokki, auk verðlauna fyrir 10., 20. og 30. sætið í öllum flokkum og besta skor í kk. flokki fgj 0-12,4 og Sjómannaflokk. Þátttakendur voru 100 þar af 9 kvenkylfingar. Úrslit urðu eftirfarandi: KK. fgj. 0-12,4: Í karlaflokki með forgjöf 0-12,4 hlaut Hallgrímur Júlíusson, GV, verðlaun fyrir besta skor, en hann lék Vestmannaeyjavöll á glæsilegum 1 undir pari, 69 höggum. Hallgrímur var einnig efstur í punktakeppninni, en hann var með 39 punkta og fleiri punkta en Hörður Orri Grettisson, utan félaga, á seinni 9 þ.e. 21, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2017 | 17:00

GG: Óttar Helgi Einarsson og Jón Lárus Kjerúlf sigruðu í Sjóaranum síkáta 2017

Sjóarinn Síkáti – Þorbjörn HF, hið vinsæla golfmót Golfklúbbs Grindavíkur fór fram á Húsatóftavelli laugardaginn 10.júní, en mótið var haldið í tengslum við Sjóarann Síkáta sem er bæjarhátíð Grindvíkinga. Leikfyrirkomulag var almennt; veitt verðlaun fyrir besta skor og 3 fyrstu sætin í punktakeppni auk nándarverðlaun. Veittir voru að venju veglegir vinningar. Þátttakendur í Sjóaranum Síkáta 2017 voru 68, þar af 9 kvenkylfingar og af þeim stóð heimakonan Gerða Kristín Hammer, GG, sig best (35 punktar 0g 15 punktar á seinni 9)! Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Besta skor: Óttar Helgi Einarsson, GR – hann og heimamaðurinn Sveinn Þór Ísaksson, GG, voru báðir á 71 höggi, en Óttar Helgi með færri högg seinni 9 þ.e. 34. Lesa meira