Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2017 | 17:00

GG: Óttar Helgi Einarsson og Jón Lárus Kjerúlf sigruðu í Sjóaranum síkáta 2017

Sjóarinn Síkáti – Þorbjörn HF, hið vinsæla golfmót Golfklúbbs Grindavíkur fór fram á Húsatóftavelli laugardaginn 10.júní, en mótið var haldið í tengslum við Sjóarann Síkáta sem er bæjarhátíð Grindvíkinga.

Leikfyrirkomulag var almennt; veitt verðlaun fyrir besta skor og 3 fyrstu sætin í punktakeppni auk nándarverðlaun.

Veittir voru að venju veglegir vinningar.

Þátttakendur í Sjóaranum Síkáta 2017 voru 68, þar af 9 kvenkylfingar og af þeim stóð heimakonan Gerða Kristín Hammer, GG, sig best (35 punktar 0g 15 punktar á seinni 9)!

Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

Besta skor: Óttar Helgi Einarsson, GR – hann og heimamaðurinn Sveinn Þór Ísaksson, GG, voru báðir á 71 höggi, en Óttar Helgi með færri högg seinni 9 þ.e. 34.

3 efstu sætin í punktakeppninni voru eftirfarandi:

1 Jón Lárus Kjerúlf GR 13 F 21 19 40 40 40
(2 Óttar Helgi Einarsson GR 3 F 19 20 39 39 39) tók verðlaun fyrir 1. sætið í höggleik og gat ekki tekið bæði verðlaun
3 Sveinn Þór Ísaksson GG 4 F 20 19 39 39 39
4 Júlíus Magnús Sigurðsson GG 18 F 21 18 39 39 39