Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2017 | 07:00

Úrtökumót Evrópumótaraðarinnar: Aron Snær og Þórður hefja leik í dag – Fylgist með HÉR!!!

Tveir íslenskir kylfingar hefja leik í dag á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í karlaflokki í dag. Aron Snær Júlíusson úr GKG keppir á Fleesense vellinum í Þýskalandi og fylgjast má með gengi hans með því að                  SMELLA HÉR:  Þórður Rafn Gissurarson úr GR keppir á The Roxburghe vellinum í Skotlandi  og má fylgjast með gengi hans með því að SMELLA HÉR:  Þetta er í fyrsta sinn sem hinn tvítugi Aron Snær leikur á úrtökumótinu en hann hefur leikið vel á undanförnum vikum hér á Íslandi og fagnað sigri á tveimur mótum í röð á Eimskipsmótaröðinni. Þórður Rafn, sem varð þrítugur nýverið, er að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2017 | 22:00

EM kvenna 50+: Íslenska kvennalandsliðið lauk keppni í 15. sæti

EM kvennalandsliða 50+ fór fram í Slóvakíu 5.-9. september 2017. Íslenska kvennalandsliðið tók þátt en það var skipað: Önnu Snædísi Sigmarsdóttur, Ásgerði Sverrisdóttur, Kristínu Sigurbergsdóttur, Maríu Málfríði Guðnadóttur, Steinunni Sæmundsdóttur og Þórdísi Geirsdóttur. Fyrstu tvo dagana var spilaður höggleikur. Íslenska kvennalandsliðið lenti í 15. sæti af 18 þátttökuþjóðum og 107 þátttakendum. Í höggleiknum  (5.-6. september 2017) stóð sig best Þórdís Geirsdóttir en hún lék á 8 yfir pari, 152 höggum (74 78) og varð T-25.  Aðrar léku með eftirfarandi hætti: María Málfríður Guðnadóttir, 16 yfir pari, 160 högg (82 78) og varð T-64. Steinunn Sæmundsdóttir, 23 yfir pari, 167 högg (82 85) og varð T-86. Ásgerður Sverrisdóttir, 25 yfir pari, 169 högg (86 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2017 | 21:00

LPGA: Ólafía fær fleiri mót í lok tímabils LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 67. sæti á peningalistanum á LPGA mótaröðinni. GR-ingurinn endaði í 4. sæti á LPGA móti í Indiana um s.l. helgi sem er hennar besti árangur. Ólafía Þórunn fær enn betri stöðu á LPGA styrkleikalistanum eftir mótið í Indiana. Ólafía Þórunn var nú þegar með keppnisrétt á McKayson mótinu sem fram fer á Nýja-Sjálandi 28. sept – 1. okt. Og þar sem hún færðist ofar á peningalistanum fékk hún keppnisrétt á Swinging Skirts sem fram fer 19.-22. okt í Taívan, Sime Darby mótinu í Malasíu 26.-29. okt., og Blue Bay mótinu sem fram fer 8.-11. nóvember á Hainan í Kína. Eins og staðan er núna þá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2017 | 20:00

Champions Tour: Montgomerie sigraði í Japan

Colin Montgomerie fyrrum fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum sigraði í móti í Japan á Öldungamótaröð PGA, Champions Tour, nú um helgina. Mótið var Japan Airlines Championship og fór fram í Narita golfklúbbnum í Japan. Lokahringinn lék Monty á 5 undir pari, 67 höggum og átti 1 högg á Billy Mayfair og forystumanninn eftir 2. hring Scott McCarron. „Flatirnar voru góðar ég meina þær voru betri en þær sem ég hef nokkru sinni púttað á,“ sagði Monty. „Og við höfum púttað á nokkrum af bestu flötum heims. Á 30 ára ferli mínum eru þær eins góðar og þær sem ég hef púttað á. Frábærar flatir. Og það hvernig völlurinn var snyrtur og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2017 | 19:45

Bandaríska háskólagolfið: Gísli bestur 3 íslenskra keppenda á Gopher Inv.

Þrír íslenskir kylfingar, þeir Gísli Sveinbergsson, GK; Bjarki Pétursson, GB og Rúnar Arnórsson, GK hafa nú lokið leik á fyrsta haustmótinu með háskólaliðum sínum, Bjarki og Gísli með Kent State og Rúnar með Minnesota háskóla. Mótið fór fram 10.-11. september 2017 í Windsong Farm golfklúbbnum í Indipendance, Minnesota. Gísli stóð sig best íslensku keppendanna; lék á samtals 4 yfir pari, 217 höggum (75 71 71). Sem stendur er Gísli T-17 þ.e. jafn 3 öðrum kylfingum í 17. sæti. Sætistalan getur enn breyst því nokkrir keppendur hafa ekki enn lokið leik. Bjarki og Rúnar léku báðir á 7 yfir pari, 220 höggum; Rúnar (76 73 71) og Bjarki (74 77 69) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2017 | 18:00

Ólafía með risastökk á heimslistanum – Sæti á Ólympiuleikunum í augsýn

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tók risastökk á heimslistanum í golfi sem var uppfærður í dag. GR-ingurinn er í sæti nr. 197 á listanum og hefur enginn íslenskur kylfingur komist svo ofarlega á þessum lista. Ólafía Þórunn fer upp um 103 sæti frá því að listinn var uppfærður í síðustu viku. Á einu ári hefur Ólafía farið úr sæti nr. 704 á heimslistanum og upp í sæti nr. 197 eða 507 sæti. Til þess að sjá Rolex heimslista kvenna SMELLIÐ HÉR:  Ólafía Þórunn náði sínum besta árangri á LPGA mótaröðinni um s.l. helgi þegar hún endaði í 4. sæti á LPGA móti í Bandaríkjunum. Hún hefur leik í þessari viku á síðasta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jeff Sluman ——– 11. september 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Jeffrey George (Jeff) Sluman. Sluman fæddist 11. september 1957 í Rochester, New York og á því 60 ára stórafmæli í dag. Hann átti heldur óvenjulegan feril. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1980. Meðan að flestir sigra á þegar þeir eru 20-30 ára þá vann Sluman ekki fyrsta mótið sitt fyrr en hann var 30 ára, en þá líka risamót þ.e. PGA Championship risamótið 1988. Síðan gekk ekkert sérstaklega í 10 ár en í kringum 40 ára aldurinn fór Sluman að ganga vel og hann sigraði í hverju mótinu á fætur öðru. Sluman hefir alls sigrað í 15 mótum sem atvinnumaður, þar af 6 mótum á PGA Tour Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2017 | 14:00

Ólafía Þórunn með besta árangur íslensks kvenkylfings

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur náð lengst íslenskra kvenkylfinga á svo margan hátt. Nú um helgina varð Ólafía Þórunn  í 4. sæti á Indy Women in Tech Championship, móti á LPGA mótaröðinni, sem er besta kvengolfmótaröð heims! Engum íslenskum kvenkylfingi hefir tekist að vera meðal topp-10 á móti LPGA, eins og Ólafíu Þórunni tókst reyndar örfáir íslenskir kvenkylfingar, sem yfirleit hafa spilað á LPGA móti. Fyrir góðan árangur sinn hlaut Ólafía tékka upp á $102.909 sem eru u.þ.b. 11 milljónir íslenskra króna – langhæsta verðlaunafé sem nokkur kylfingur hérlendis, hvort heldur er karl- eða kvenkylfingur hefir hlotið. Samtals verðlaunafé Ólafíu Þórunnar á nýliðaári hennar á LPGA er þar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2017 | 18:00

Evróputúrinn: Fitzpatrick sigraði í Sviss

Það var enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick sem stóð uppi sem sigurvegari á Omega European Masters eftir bráðabana við þann, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið, Ástralann Scott Hend. Fitzpatrick og Hend léku samtals á 14 undir pari, 266 höggum, hvor. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar hafði Fitzpatrick betur á 3. holu bráðabanans, en par-4, 18. hola Crans-sur-Sierre þurfti að spila þrívegis til að knýja fram úrslit. Fitzpatrick sigraði á pari, meðan Hend fékk skolla. Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Viktorsson – 10. september 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Alfreð Viktorsson. Alfreð er fæddur 10. september 1932 og á því 85 ára afmæli í dag!!!! Alfreð er í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og stendur mikil golfætt af honum en hann afi Íslandsmeistarans í höggleik 2012 og klúbbmeistara GL 2013, Valdísar Þóru Jónsdóttur, Friðmey Jónsdóttur og Arnars Jónssonar. Sjálfur er Alfreð frábær kylfingur – hefir verið í fjölda öldungalandsliða, varð m.a. öldungameistari í flokki 70 ára og eldri árið 2002. Eins er Alfreð meistari GL í öldungaflokki árin 1987-1988, 1997-1998 og 2000. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arnold Palmer, 10. september 1929 (87 ára); Alfreð Viktorsson f. 10. september 1932 (85 ára); Bíóhöllin Lesa meira