Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2017 | 19:45

Bandaríska háskólagolfið: Gísli bestur 3 íslenskra keppenda á Gopher Inv.

Þrír íslenskir kylfingar, þeir Gísli Sveinbergsson, GK; Bjarki Pétursson, GB og Rúnar Arnórsson, GK hafa nú lokið leik á fyrsta haustmótinu með háskólaliðum sínum, Bjarki og Gísli með Kent State og Rúnar með Minnesota háskóla.

Mótið fór fram 10.-11. september 2017 í Windsong Farm golfklúbbnum í Indipendance, Minnesota.

Gísli stóð sig best íslensku keppendanna; lék á samtals 4 yfir pari, 217 höggum (75 71 71). Sem stendur er Gísli T-17 þ.e. jafn 3 öðrum kylfingum í 17. sæti.

Sætistalan getur enn breyst því nokkrir keppendur hafa ekki enn lokið leik.

Bjarki og Rúnar léku báðir á 7 yfir pari, 220 höggum; Rúnar (76 73 71) og Bjarki (74 77 69) og eru sem stendur T-32, líkt og 9 aðrir kylfingar.

Þátttakendur voru samtals 87 í mótinu.

Sjá má lokastöðuna á Gopher Inv. með því að SMELLA HÉR: