Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2018 | 14:00

LET: Valdís lauk keppni í 61. sæti

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og LET tók þátt í Lalla Meryem mótinu, sem var mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET) – sterkustu mótaröð Evrópu. Hún lék á samtals 18 yfir pari, 306 höggum (71 79 76 80) og endaði í 61. sæti. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2018 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug og Drake luku keppni í 8. sæti

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar hennar í Drake tóku þátt í MVC Championship, dagana 15.-17. apríl sl. Spilað var á Sand Creek Station golfvellinum, í Newton Kansas. Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum. Sigurlaug lék á samtals 231 höggi (78 74 79) og lauk keppni á næstbesta skori Drake og varð T-23 þ.e. ofarlega fyrir miðju. Drake lauk keppni í 8. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á MVC Championship SMELLIÐ HÉR:  Þetta er lokakeppni Drake á þessu keppnistímabili.


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2018 | 16:15

LET: Valdís í 56. sæti e. 3. hring

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL og á LET lék 3. hringinn á Lalla Meryem mótinu í Marokkó, sem er mót vikunnar á LET, á 76 höggum. LET mótaröðin er sterkasta kvenmótaröð Evrópu. Á hring sínum í dag lék Valdís Þóra á 4 yfir pari, 76 höggum fékk 2 fugla, 4 skolla og 1 tvöfaldan skolla. Hún er í 56. sæti fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun. Til þess að sjá stöðuna á Lalla Meryem að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hafliði Már Brynjarsson – 21. apríl 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Hafliði Már Brynjarsson.  Hafliði Már er fæddur 21. apríl 1993 og á því 25 ára stórafmæli!!! Hafliði Már er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Hann er í sambúð með Örnu Hlín Daníelsdóttur og þau eina eitt barn.  Komast má á Facebooksíðu afmæliskylfingsins Hafliða hér að neðan til þess að óska honum til hamingju: Hafliði Már (25 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Karen Dale Lundqvist Eggeling 21. apríl 1954 (64 ára); Lúðvík Geirsson, 21. apríl 1959 (59 ára); Michael Jonzon, 21. apríl 1972 (45 ára); Gassi Ólafsson, 21. apríl 1977 (41 árs); Róbert Þór Guðmundsson, lögreglumaður (38 ára) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2018 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir og félagar luku keppni í 1. sæti!!!

Arnar Geir Hjartarson, GSS og félagar hans í bandaríska háskólagolfinu, í liði Missouri Valley tóku þátt í Baker University Spring Invite. Mótið fór fram dagana 18.-19. apríl sl. í Eaglebend golfklúbbnum í Lawrence, Kansas. Þátttakendur voru 52 frá 8 háskólum. Arnar Geir lék á samtals 29 yfir pari, 245 höggum (83 82 80) og lauk keppni T-29 í einstaklingskeppninni. Lið Arnars Geirs, Missouri Valley sigraði í liðakeppninni – Frábær árangur það!!! Næsta mót Arnars Geirs og Missouri Valley er 30. apríl n.k.    


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2018 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki og Gísli við keppni í Ohio

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK hefja keppni í dag á Robert Kepler Intercollegiate. Mótið stendur dagana 21.-22. apríl 2018. Það fer fram á Scarlett golfvellinum í Columbus, Ohio og gestgjafar eru The Ohio State University. Þátttakendur eru 84 frá 16 háskólum. Fylgjast má með gengi þeirra Bjarka og Gísla með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2018 | 07:00

Fyrsti ás hins 8 ára Tiger

Tiger Woods sagði frá því atviki, í golfkennslutíma (ens. clinic) nú um daginn, þegar hann fékk fyrsta ás sinn, þá aðeins 8 ára. Frásögn hans var eftirfarandi: „Ég er 42 ára. Ég hef 19 sinnum farið holu í höggi. Síðasta skiptið var 1999. Þannig að það er svolítið síðan. Fyrsti ásinn … hann kom á Heartwell golfvellinum á Long Beach, í Kaliforníu. Ég var 8 ára. Ég sló og var of lítill til að sjá hvert boltinn fór. Boltinn fór yfir sandglompuna og fór beint í holu. Allir í hópnum mínum fögnuðu nema ég. Ég sá ekkert. Þannig að einn af náungunum lyftir mér upp og sýnir mér að það er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2018 | 04:30

LPGA: Ólafía komst ekki g. niðurskurð á LA Open

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR komst því miður ekki í gegnum niðurskurð á Hugel JTCB – LA Open. Ólafía lék samtals á 10 yfir pari, 152 höggum (75 77). Niðurskurður var miðaður við samtals 4 yfir pari eða betra og Ólafía því nokkuð langt frá því að komast gegnum niðurskurð. Þetta er 7. mót Ólafíu á LPGA á þessu keppnistímabili, en hún hefir það sem af er aðeins komist 2 sinnum í gegnum niðurskurð. Það versta er að hún er T-112 á stigalistanum, en hún þarf að halda sér meðal efstu 100 til þess að halda spilarétti sínum á LPGA. Í efsta sæti er Moriya Jutanugarn frá Thaílandi, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2018 | 23:59

PGA: Zach Johnson og Ryan Moore leiða í hálfleik á Valero – Hápunktar 2. dags

Það eru þeir Zach Johnson og Ryan Moore sem eru efstir og jafnir eftir 2. dag Valero Texas Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Báðir eru búnir að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum; Zach (70 65) og Ryan Moore (68 67). Bandarísku kylfingarnir Andrew Landry og Grayson Murray deila 3. sætinu, báðir aðeins 1 höggi á eftir. Landry er e.t.v. ekki þekktasti kylfingur PGA Tour og má sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR LANDRY Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Valero Texas Open SMELLIÐ Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2018 | 23:20

PGA: Kylfukast Garcia – Myndskeið

Spænski kylfingurinn Sergio Garcia er þekktur skapmaður í golfi. Mörgum þykir hann leiðinlegur vælukjói, sem hefur enga stjórn á skapi sínu þegar illa gengur. Aðrir eru heillaðir af litrófi skaps hans – finnst leiðinlegt fólk sem bælir niður tilfinningar sínar og hrífst af eldheitum tilfinningakylfingum, sem Garcia svo sannarlega er. Og þessi mánuður er líka búinn að vera Garcia greyinu erfiður. Hér má sjá atvik þegar illa gekk hjá Garcia á 2. hring Valero Texas Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour – Garcia einfaldlega fleygði kylfu sinni út í buskann og það ekki í fyrsta sinn  – Hann náði ekki niðurskurði. Til þess að sjá myndskeið af kylfukasti Lesa meira