Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2018 | 16:15

LET: Valdís í 56. sæti e. 3. hring

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL og á LET lék 3. hringinn á Lalla Meryem mótinu í Marokkó, sem er mót vikunnar á LET, á 76 höggum.

LET mótaröðin er sterkasta kvenmótaröð Evrópu.

Á hring sínum í dag lék Valdís Þóra á 4 yfir pari, 76 höggum fékk 2 fugla, 4 skolla og 1 tvöfaldan skolla.

Hún er í 56. sæti fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun.

Til þess að sjá stöðuna á Lalla Meryem að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: