Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Guðjónsson – 26. apríl 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Guðjónsson. Birgir er fæddur 26. apríl 1983 og á því 35 ára afmæli í dag Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Birgir Guðjónsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mac O’Grady, 26. apríl 1951 (67 ára); Nancy Scranton, 26. apríl 1961 (57 árs); Edda Björk Magnúsdóttir, 26. apríl 1965 (53 ára); Laufey Sigurðardóttir, GO, 26. apríl 1967 (51 árs); Clodomiro Carranza, 26. apríl 1982 (Argentínumaðurinn á 36 ára); J.B. Holmes, 26. apríl 1982 (36 ára); Adriana Zwanck, 26. apríl 1986 (32 árs)….. og ….. Golf Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2018 | 14:00
Nordic Golf League: Haraldur á 73 á 2.degi Bravo Tours Open

Atvinnukylfingarnir og GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús hófu keppni í gær á Bravo Tours Open mótinu, en mótið er hluti Nordic Golf League. Leiknir eru 3 hringir og skorið niður í dag, þ.e. eftir 2. keppnisdag. Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru komnir í gegnum niðurskurð en Andri Þór Björnsson náði því miður ekki í gegn að þessu sinni. Haraldur Franklín átti góðan hring í dag á 1 yfir pari, 73 höggum. Samtals er hann búin að spila á +6, 150 höggum (77 73). Guðmundur Ágúst á eftir að klára 3 holur þegar þetta er ritað en er sem stendur á samtals á +7 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Friðrik Sverrisson og Christa Johnson – 25. apríl 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir. Það eru þau Friðrik Sverrisson og Christa Johnson. Christa fæddist 25. apríl 1958 og á því 60 ára merkisafmæli í dag! Hún lék á LPGA og sigraði í 9 mótum á árunum 1980-2008, þ.á.m. einu risamóti kvennagolfsins Women´s PGA Championship. Christa býr með eiginmanni sínum Duane A. Bernard, Forstjóra Phoenix Health Services, í Arizona. Hinn afmæliskylfingurinn er Friðrik Sverrisson. Friðrik fæddist 25. apríl 1968 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Friðriks til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Friðrik Sverrisson – 50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2018 | 11:45
Tiger með Nepalbúa í einkatíma

Frábær saga Pratimu Sherpa varð jafnvel enn betri í gær, þriðjudaginn 24. apríl 2018. Sherpa, sem er verðandi atvinnukylfingur kom til Bandaríkjanna sl. helgi til þess að vera viðstödd frumsýningu kvikmyndar, sem sýnir hvernig hún lærði að spila golf, þrátt fyrir fátækt fjölskyldu hennar í Kathmandu. Saga hennar, sem sögð er í kvikmyndinni „A Mountain to Climb“ fangaði athygli Tiger Woods, sem bauð henni á golfnámskeið sem hann stóð fyrir í Medalist Golf Club í Júpíter, Flórída. Sjá má úr „A Mountain to Climb“ með því að SMELLA HÉR: Skv. ESPN gaf Tiger, Sherpa, 18 ára, 30 mínútna einkatíma áður en námskeiðið hófst. Tiger frétti fyrst um metnað Sherpa að verða fyrsti Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2018 | 09:30
Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn sigraði á KCAC Conference Championship!!!

Birgir Björn Magnússon, GK tók þátt í KCAC Conference Championship, sem fram fór á Buffalo Dunes golfvellinum í Garden City, Kansas, dagana 23.-24. apríl 2018 og lauk í gær. Þátttakendur voru 43 frá 8 háskólum. Birgir Björn, sem er busi í Bethany háskólanum í Kansas fékk að keppa sem einstaklingur á svæðismótinu… og gerði sér lítið fyrir og sigraði!!! Sigurskorið var slétt par, 216 högg (71 72 73). Stórglæsilegt hjá Birgi Birni!!! Þó Birgir Björn hafi ekki keppt með liði sínu, Bethany, í þetta sinn, sigraði Bethany engu að síður liðakeppnina!!! Sjá má lokastöðuna á KCAC Conference Championship með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2018 | 09:00
Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og félagar luku keppni í 7. sæti!

Björn Óskar Guðjónsson, GM og félagar í Louisiana Lafayette í bandaríska háskólagolfinu, luku keppni á Sun Belt Conference Championship. Mótið fór fram dagana 22.-24. apríl í The Raven Golf Club, í Sandestin, Flórída og lauk því í gær. Þátttakendur voru 60 frá 12 háskólum. Björn Óskar lék á samtals á 11 yfir pari, 224 höggum (79 74 71) og varð T-34 eða fyrir miðju keppenda. Lokahringur Björns Óskars var sá besti, slétt par, 71 högg, en skorkortið ansi skrautlegt, en á því voru 6 fuglar, 2 skollar og 2 tvöfaldir skollar. Louisiana Lafayette hafnaði í 7. sæti í mótinu. Sjá má lokastöðuna á Sun Belt Conference Championship með því að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2018 | 08:00
Gæs ræðst á menntskæling á golfvelli

Það gerðist nú á dögunum að gæs ein réðist á menntaskólanema sem var að dunda sér við uppáhaldsiðjuna, að spila golf í Michigan í Bandaríkjunum. Atvikið náðist ekki á myndskeið en teknar voru ljósmyndir sem sjá má í aðalfréttaglugga. Hins vegar má sjá má eldri upptökurþar sem gæs hefir ráðist á kylfing með því að SMELLA HÉR: og eins fremur fyndið myndskeið þar sem svartir svanir varna því að kylfingur nái að slá – Sjá með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2018 | 07:00
LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni í San Francisco á morgun!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefur næst keppni á LPGA MEDIHEAL meistaramótinu, á morgun fimmtudaginn 26. apríl 2018. Mótið er nýtt á keppnisdagskrá LPGA mótaraðarinnar, en leikið er á Merced Golf Club, í Daly City, í San Francisco. Mótið er 72 holur og komast 70 efstu í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi. Alls eru 144 keppendur og margir af bestu kylfingum heims mæta til leiks á þetta mót. Þetta verður 8. mót Ólafía Þórunnar á LPGA mótaröðinni á þessu keppnistímabili. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum til þessa. Besti árangur hennar er 26. sæti á fyrsta mótinu á Bahamas. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðasta Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Óli Viðar Thorstensen – 24. apríl 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Óli Viðar Thorstensen. Óli Viðar er fæddur 24. apríl 1948 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Óli Viðar er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast á á facebook síðu Óla Viðars til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Óli Viðar Thorstensen – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert J. „Bob” Lunn 24. apríl 1945 (73 ára); Ásdís Rafnar, GR, 24. apríl 1953 (65 ára); Bjarki Sigurðsson, GO, 24. apríl 1965 (53 ára); Lee Westwood, 24. apríl 1973 (45 ára); Jason Bohn, 24. apríl 1973 (45 ára); Jonas Blixt, 24. apríl Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2018 | 11:30
Afsökunarbeiðni golfklúbbs f. að hringja á lögreglu vegna hægspilandi blökkukvenna

Golfklúbbur í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefir orðið að biðjast afsökunar eftir að hringt var á lögreglu til að fjarlægja holl af blökkukonum af golfvelli vegna meints hægagangs þeirra á golfvellinum. Þeir sem kvörtuðu voru meðeigandi klúbbsins og faðir hans sem voru í holli á eftir blökkukonunum. „Mér fannst eins og okkur hefði verið mismunað“ sagði ein af konunum, Myneca Ojo, í viðtali við York Daily Record. „Þetta var hræðileg reynsla.“ Sandra Thompson og 4 vinkonur hennar hittust s.l. laugardag til þess að spila golfhring í Grandview golfklúbbnum, þar sem þær eru allar félagar, sagði í frétt blaðsins. Á 2. holu, kom hvítur karlmaður, hvers sonur er meðeigandi klúbbsins til þeirra og Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

