Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2018 | 20:00

Tiger með nýjar kylfur

Tiger Woods mun spila með nýjum kylfum á Wells Fargo mótinu, sem hefst á morgun. Tiger hefir sem kunnugt er spilað með Nike kylfum, en skiptir þeim nú út fyrir nýjar TaylorMade kylfur. Eftirfarandi kylfur verða í nýjum poka Tiger: Dræver: TaylorMade M3 460, 9.5°,Mitsubishi Tensei Orange TX skaft. 3 tré: TaylorMade M3, 15°,Mitsubishi Tensei Orange 80TX. 5 tré: TaylorMade M3, 19°, Mitsubishi Tensei Orange 80TX. Dræving járn: TaylorMade RSi TP UDi, 18°, Project X PXi 7.0 skaft. Járn: TaylorMade ‘TWPhase1’ blades 3-PW, True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 sköft. Fleygjárn: Nike VR Forged 56˚ and 60˚, True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 sköft. Pútter: Scotty Cameron Newport Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2018 | 18:00

Hent út úr golfklúbb vegna kvartana um gallabuxur og farsíma

Fimm kylfingum hefir verið hent úr golfklúbb vegna þess að þeir kvörtuðu undan því að aðrir klúbbmeðlimir væru í gallabuxum, notuðu farsíma, hvítir flutningabílar væru á bílastæðum við klúbbhúsið og klúbburinn byði félagsmönnum upp á tekollur í stað tebolla. Mjög svo breskt ágreiningsefni eða  hvað? Kylfingarnir greiddu um £2,000 (u.þ.b. íkr. 278.000) fyrir 1 árs félagsaðild í fína Manor House Hótel golfklúbbnum í Castle Coombe. Þeir Will Scrivens, 72 ára, Colin Weekley, 71 árs, Chris Elworthy, 70 ára, John Swales, 71 árs og Roger Brack 73 ára, var hent út af hinum 365 ekru golfstað, sem hannaður var af fv. golffréttaskýrands BBC,Peter Alliss. Mönnunum fimm var sagt að þeir væru ekki Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2018 | 17:00

Annika kemur til Íslands í júní

Ein stærsta íþróttastjarna allra tíma kemur til Íslands í júní á þessu ári. Það er engin önnur en Annika Sörenstam frá Svíþjóð, sem var á sínum tíma í sérflokki í atvinnugolfi í kvennaflokki. Annika er 47 ára gömul og hefur sigrað á 10 risamótum á ferlinum. Hún er þriðji sigursælasti kylfingurinn á LPGA Tour með 72 sigra og 17 sigra á LET Evrópumótaröðinni, þar sem hún er þriðji sigursælasti kylfingur allar tíma. Annika hætti í keppnisgolfinu árið 2008, þá aðeins 38 ára gömul. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði af Golf á Íslandi sem er á leið til kylfinga, sem eru skráðir í golfklúbb. „Annika er ekki bara einn einn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Auður Guðjónsdóttir – 2. maí 2018

Það er Auður Guðjónsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Auður er fædd 2. maí 1943 og á því 75 ára merkisafmæli í dag!!! Auður er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebooksíðu Auðar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Auður Guðjónsdóttir · 75 ára afmæli – Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mike Joyce, 2. maí 1939 (79 ára); Real Areo Club de Vigo, 2. maí 1951 (67 ára); Herdís Sveinsdóttir, 2. maí 1956 (62 ára); Zhang Lian-wei, 2. maí 1965 (53 ára); Danny Turner, 2. maí 1966 (52 ára); Paul Oosthuizen, 2. maí 1968 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2018 | 22:00

GM: Daníel Hilmarsson á besta skorinu í 1. maí móti GM og ECCO

Í dag fór fram í ansi risjóttu veðri „1. maí mót GM og ECCO.“ Það voru 196 manns skráðir í mótið og luku 172 keppni. Mótið var því langfjölmennasta golfmótið í dag. Sá sem kom sá og sigraði var Daníel Hilmarsson úr GKG, en hann lék Hlíðavöll á glæsilegum 69 höggum, sem gera 40 punkta (22 18) og var hann því bæði á besta skorinu og sigraði í punktakeppninni, þó ekki hafi verið hægt að taka verðlaun fyrir báða flokka. En Daníel lét ekki þar við standa, heldur hirti líka tvenn nándarverðlaun. Betri verður spilamennskan varla!!! Í verðlaun hlaut Daníel Ecco golfskó að verðmæti allt að 35.000 kr. Stórglæsilegt hjá Daníel!!! Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2018 | 18:15

LET Access: Berglind og Guðrún Brá skráðar til keppni á VP Bank Ladies Open

Þær Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eru skráðar til keppni á VP Bank Ladies Open, sem er mót á LET Access mótaröðinni. Mótið fer fram á keppnisvelli Gams-Werdenberg golfklúbbsins, í Gams, í Sviss, dagana 4.-6. maí 2018 og hefst það því n.k. fimmtudag. Berglind er á biðlista inn í mótið og í raun harla ólíklegt að hún spili, eins og staðan er nú. Guðrún Brá er hins vegar örugg inn. Allt nánar um mótið má sjá með því að SMELLA HÉR:  Mynd í aðalfréttaglugga: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2018 | 18:00

GVS: Árni B. Kvaran og Kjartan Einars sigruðu á Kálfatjörn Open

Laugardaginn 28. apríl 2018 sl., fór fram á Kálfatjarnarvelli, hjá GVS,  Kálfatjörn Open mótið. Til keppni voru voru skráðir 63, þar af 14 kvenkylfingar og luku 59 leik, þar af 12 kvenkylfingar. Verðlaun voru vegleg í mótinu: fyrir 1. sæti í höggleik var:  Gisting fyrir tvo á Hótel Selfoss með morgunmat. fyrir 1. sæti í punktakeppni var: Gisting fyrir tvo á Hótel Selfoss með morgunmat. fyrir 2. sæti í punktakeppni var 15.000 kr. úttekt í Golfbúðinni Hafnarfirði ásamt góðgæti frá Nóa Síríus. fyrir 3. sæti í punktakeppni var 10.000 kr úttekt í Golfbúðinni Hafnarfirði ásamt góðgæti frá Nóa Síríus. Einnig voru veitt gjafabréf frá Hamborgarafabrikkunni í nándarverðlaun á par-3 holum. Sigurvegarar í Kálfatjörn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2018 | 17:30

LPGA: Ko sigraði í Daly City … og hækkar á Rolex-heimslistanum

Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko sigraði á Mediheal Championship, en Ólafía Þórunn var þar meðal keppenda en náði því miður ekki niðurskurði. Sigurinn kom ekki eftir hefðbundnar 72 holur, en Ko var þá jöfn Minjee Lee og varð að koma til bráðabana milli þeirra þar sem Ko hafði betur.  Báðar voru þær á samtals 12 undir pari eftir 72 holur – Ko á 68 – 70 – 67 – 71. Þetta er fyrsti sigur Ko í tæp 2 ár. Þetta er jafnframt 15. sigurinn á LPGA mótaröðinni hjá Ko, sem er nýorðin 21 árs. Ko fer vegna sigursins úr 18. sætinu á Rolex-heimslista kvenna, sem hún var dottin Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Guðmundsdóttir – 1. maí 2018

Það er Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingibjörg er fædd 1. maí 1964. Hún er eigandi golfvefverslunarinnar Hissa.is, þar sem margt skemmtilegt fyrir kylfinginn fæst m.a. hinir vinsælu SeeMore pútterar, japönsku Miura kylfurnar og SNAG golfkennsluútbúnaðurinn. Auk þess eru margir eigulegir smáhlutir sem fást s.s. tí, boltamerki, birdiepelar o.m.fl. Hægt er að smella á auglýsingu Hissa.is hér á síðunni til þess að sjá úrvalið. Ingibjörg er gift Magnúsi Birgissyni (Magga Birgis) golfkennara og eiga þau tvo stráka Pétur og Birgi Björn. Komast má á facebooksíðu Ingibjargar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Ingibjörg Guðmundsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2018 | 14:45

GV: Vestmannaeyjavöllur eins og best verður á kosið!

Fyrir tæpri viku síðan 26. apríl skrifaði vallarstjóri Golfklúbbs Vestmannaeyja: „Nú er allt komið á fullt á vellinum hjá okkur. Byrjað var að slá flatir fyrir 3 vikum og brautir og teiga viku síðar. Opnað var inn á sumarflatir á 1-12 á sumardaginn fyrsta (19. apríl s.l.) og stefnt er á að opna inn á 13-18 seinni part næstu viku (Innskot Golf1: það er núna!!!) Ástandið á vellinum er eins og best verður á kosið eins og meðfylgjandi mynd af 14. flötinni sýnir. Farið var í sérstakar aðgerðir í haust og vetur til að verja flatirnar fyrir vetrarskaða, m.a. voru settir plastdúkar yfir flatirnar næst sjónum til að verja þær Lesa meira