Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2018 | 18:15

LET Access: Berglind og Guðrún Brá skráðar til keppni á VP Bank Ladies Open

Þær Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eru skráðar til keppni á VP Bank Ladies Open, sem er mót á LET Access mótaröðinni.

Mótið fer fram á keppnisvelli Gams-Werdenberg golfklúbbsins, í Gams, í Sviss, dagana 4.-6. maí 2018 og hefst það því n.k. fimmtudag.

Berglind er á biðlista inn í mótið og í raun harla ólíklegt að hún spili, eins og staðan er nú.

Guðrún Brá er hins vegar örugg inn.

Allt nánar um mótið má sjá með því að SMELLA HÉR: 

Mynd í aðalfréttaglugga: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.