Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2018 | 17:35

LPGA: Ólafía á -2 e. 10 holur!!!

Ólafía Þórunn  „okkar“ Kristinsdóttir tekur þátt í styttu VOA LPGA Texas Classic móti, en vegna veðurs hefir mótið verið stytt í 36 holu mót. Ólafía hefir spilað fyrstu 10 holur 1. hrings á glæsilegum 2 undir pari. Ólafía byrjaði á 10. teig í dag og náði fugli á 15. holu. Þessu fylgdi hún eftir með erni á par-5 16. holunni – Stórglæsileg og um tíma á 3 undir pari!!! En Adam var ekki lengi í Paradís, hún fékk 2 algerlega óþarfa skolla á 17. og 18. holunum (sem voru 8. og 9. holur hennar í dag!!!) Ólafía var þó fljót að rétta úr kútnum og náði fugli strax á par-4 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2018 | 17:15

Konurnar stálu senunni í Golf Sixes

Liðin Konur Englandi og Konur Evrópa í Golf Sixes eru bæði komin áfram í 8 liða úrslit, sem keppt verður í á morgun. Þetta var sögulegur dagur í Centurion klúbbnum, þar sem Golf Sixes fer fram. Golf Sixes er nýstárlegt að því leyti að þar hefja 16 tveggja manna lið leik – nýjungagirnin náði nýjum hæðum í ár, þar sem teflt er fram tveimur liðum sem samanstanda einvörðungu af kvenkylfingum og einu „blönduðu liði“ þ.e. liði sem hefir á að skipa karl- og kvenkylfingi. Liðið Konur Evrópu skipað Carlotu Ciganda og Mel Reid vann liðið sem átti titil að verja þ.e. lið Danmerkur og varð í 2. sæti í sínum riðli, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2018 | 17:00

9 konur formenn golfklúbba 2018

Alls eru níu konur formenn golfklúbba á Íslandi árið 2018. Fyrsta konan til að gegna formennsku í golfklúbbi á Íslandi var Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir. Hún gegndi formennsku árið 1958 í Golfklúbbi Reykjavíkur. Ragnheiður var mikil baráttukona og var formaður á þeim tíma þegar færa átti völl GR úr Öskjuhlíðinni og upp í Grafarholt. Ragnheiður barðist ötullega fyrir því að GR-ingar fengju nægilegt landsvæði frá Reykjavíkurborg undir 18 holu golfvöll í Grafarholti. Eftirtaldar konur eru formenn golfklúbba árið 2018: Ástfríður Sigurðardóttir, formaður Golfklúbbsins á Selfossi Elín Hrönn Ólafsdóttir, formaður Golfklúbbsins Odds Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, formaður Golfklúbbsins Keilis Anna Huld Óskarsdóttir, formaður Golfklúbbsins í Vík í Mýrdal Marsibil Sigurðardóttir, formaður Golfklúbbsins Hamars Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2018 | 15:45

LPGA: Ólafía farin út á VOA LPGA Texas Classic – Á pari e. 3 holur! FYLGIST m/HÉR:

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er loksins farin út og er að spila 1. hring á Volunteers of America LPGA Texas Open. Búið er að stytta mótið í 36 holur. Ólafía er þegar búin að spila 3 holur af 1. hring  og er á sléttu pari! Sem sagt allt í lagi ennþá!!! Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2018 | 14:00

LET Access: Guðrún Brá á 72 í dag!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tekur þátt í VP Bank Ladies Open, sem er mót vikunnar á LET Access. Hún lék 2. hringinn á 72 höggum og er því samtals búin að spila á 1 undir pari, 143 höggum (71 72). Spilað er í Gams-Werdenberg golfklúbbnum í Gams í Sviss. Í efsta sæti eftir 2. dag er Sjá má stöðuna á VP Bank Ladies Open eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2018 | 08:00

PGA: Malnati leiðir á Wells Fargo – Hápunktar 2. dags

Það er Peter Malnati sem er efstur í hálfleik á Wells Fargo mótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Malnati hefir spilað á samtals 7 undir pari, 135 höggum (67 68). Aron Wise og Jason Day eru höggi á eftir á samtals 6 undir pari og deila því 2. sætinu. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Wells Fargo SMELLIÐ HÉR:  Sjá má stöðuna á Wells Fargo mótinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2018 | 22:00

LET Access: Guðrún Brá á -1 e. 1. dag VP Bank Ladies Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tekur þátt í VP Bank Ladies Open, en mótið er mót vikunnar á LET Access mótaröðinni. Spilað er í Gams-Werdenberg golfklúbbnum í Gams í Sviss. Guðrún Brá átti glæsilegan hring upp á 1 undir pari, 71 högg, þar sem hún fékk 3 fugla og 2 skolla. Guðrún Brá er í 36. sæti í mótinu sem stendur. Til þess að sjá stöðuna á VP Bank Ladies Open SMELLIÐ HÉR 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2018 | 20:00

Rory deitaði Meghan Markle

Rory McIlroy var á sínum tíma á nokkrum deitum með Meghan Markle, sem giftast mun Harry prins af Englandi nú í mánuðnum. Þetta kemur fram í nýrri bók eftir Emily Herbert, sem ber titilinn „Harry and Meghan – The Love Story.“ Þetta var á árinu 2014 eftir að flosnað hafði upp úr sambandi Rory við dönsku tennisstjörnuna Caroline Wozniacki. Hér má rifja upp nokkrar myndir frá sambandi Rory og Meghan. Fyrst er hér myndskeið frá Icebucket áskoruninni, sem tröllreið öllu fyrir 4 árum, en þar sést Rory hella úr fötu með ísköldu vatni og klökum á aumingja Meghan í New York. https://www.youtube.com/watch?v=Aro3d-T142k Hér má síðan sjá mynd af þeim Rory og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2018 | 19:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel og Birgir úr leik

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, GK, og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, eru úr leik á Challenge De España, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Það er því ljóst að hvorugur þeirra spilar um helgina. Axel lék á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (75 76) og lauk keppni T-126 af 156 keppendum. Birgir Leifur lék á samtals 10 yfir pari, 154 höggum (75 79) og lauk keppni T-141. Niðurskurður var miðaður við skor upp á samtals 3 yfir pari eða betra. Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2018 | 18:00

Nordic Golf League: Haraldur lauk keppni í 32. sæti á Willis Towers Watson Masters!

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR var sá eini af 3 íslenskum keppendum, sem komst í gegnum niðurskurð á Willis Towers Watson Masters mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League. Hinir íslenku keppendurnir voru atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mótið fór fram í Langesø Golf, í Morud, 15 km norðvestur af Óðisvéum í Danmörku. Leikfyrirkomulag mótsins var Modified Stableford þannig að albatross gaf 8 stig, örn 5 stig, fugl gaf 2 stig, par gaf ekkert stig, skolli var -1 og skrambi -3. Haraldur lauk keppni í 32. sæti. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: