Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2018 | 10:00
Golfað þrátt f. gos á Hawaii

Allt frá 3. maí 2018 hafa íbúar Hawaii verið að ströggla við öskufall frá Kilauea eldfjallinu. En það kom ekki í veg fyrir að hópur kylfinga tók nokkrar holur í miðju gosinu. Ljósmyndari Reuters, Mario Tama náði glæsilegum myndum af 2 kylfingum að spila golf í Hawaii Volcanoes National Park með risamökkinn frá Kilauea eldfjallinu á bakvið þá. Volcano Golf & Country Club er með frábæran 18 holu golfvöll, sem byggður var 1921 – hann rétt slapp við eyðileggingu frá gosinu. Hins vegar er óvíst hversu miklar skemmdir Kilauea mun hafa valdið á fallegum golfvöllum Hawaii, þar til gosinu lýkur.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2018 | 08:00
Doug Ford látinn

PGA Tour kylfingurinn Doug Ford er látinn, 95 ára að aldri. Doug Ford fæddist 6. ágúst 1922 og dó þriðjudaginn sl. 15. maí 2018. Hann var elst lifandi sigurvegari Masters risamótsins, sem hann sigraði á árið 1957, eftir frábæran lokahring upp á 66 högg, en hann kom þar með í veg fyrir að Sam Snead klæddist græna jakkanum það árið. John Joseph (Jack) Burke Jr., sem einnig er 95 ára er nú elst lifandi Masters sigurvegarinn, fæddur 23. janúar 1923. Hann sigraði á Master 1956. Sjá má Jackie klæða Doug í græna jakkann á myndinni hér fyrir neðan: Tveimur árum áður, 1955, sigraði Ford PGA Championship risamótið meðan það var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2018 | 23:59
Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst náði niðurskurði – Er T-10 e. 2. dag

GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson, hófu keppni í gær á Stora Hotellet Bryggan Fjällbacka Open mótinu, . Leikið er á Fjällbacka Golfklubb vellinum og er mótið hluti af Nordic Golf League atvinnumótaröðinni. Guðmundur Ágúst var sá eini af íslensku keppendunum, sem komst í gegnum niðurskurð. Hann hefir spilað á samtals 4 undir pari, 138 höggum (67 71) og er T-10 eftir 2. dag. Haraldur Franklín lék samtals á 2 yfir pari (71 73) og munaði 1 ergilegu höggi að hann næði niðurskurði, sem miðaður var við 1 yfir pari eða betra. Andri Þór Björnsson, bætti sig um 4 högg milli hringja lék á samtals Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2018 | 23:00
PGA: Leishman m/nauma forystu e. 2. dag AT&T – Hápunktar

Það er ástralski kylfingurinn Marc Leishman, sem heldur forystunni á AT&T Byron Nelson mótinu. Leishman er búinn að spila á samtals 15 undir pari, 127 höggum (61 66). Sá sem er á hæla hans er Aron Wise frá Bandaríkjunum á samtals 14 undir pari, 128 höggum (65 63). Til þess að sjá hápunkta 2. dags á AT&T SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag AT&T SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2018 | 20:00
Eimskipsmótaröðin 2018 (3): Arna Rún, Guðrún Brá og Axel sigruðu

Að fengnu áliti og ráðgjöf frá Veðurstofu Íslands er það mat mótstjórnar Egils Gull mótsins á Eimskipsmótaröðinni, sem fram fer á Garðavelli að fella niður keppnisdaga 2 og 3. Veðurspá fyrir laugardaginn 18. er ekki ákjósanleg til golfleiks og því síður veðurspá fyrir sunnudaginn. Það hefur því verið ákveðið að láta úrslit dagsins í dag gilda. Úrslit Karlaflokkur: 1. Axel Bóasson, GK 68 högg (-4) 2. Aron Snær Júlíusson, GKG 70 högg (-2) 3.-4. Andri Már Óskarsson, GHR 71 högg (-1) 3.-4. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 71 (-1) Kvennaflokkur: 1. -2. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM 76 högg (+4) 1.-2. Guðrún B. Björgvinsdóttir, GK 76 högg(+4) 3. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 78 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2018 | 19:00
Evróputúrinn: Campillo efstur – Birgir Leifur úr leik

Birgir Leifur Hafþórsson tók þátt í Belgian Knockout, móti vikunnar á Evróputúrnum. Keppnisfyrirkomulagið er ansi nýstárlegt: spilaður er hefðbundinn höggleikur fyrstu tvo dagana og síðan halda 64 efstu áfram í belgísku útsláttakeppnina uns einn sigurvegari stendur uppi! Einungis 64 efstu komast áfram og ef keppendur eru jafnir og tala keppenda fer umfram 64 fer fram bráðabani, en einn slíkan þurfti til að skera úr um hverjir kæmust áfram. Birgir Leifur lék á 3 yfir pari, 155 höggum (73 72). Jorge Campillo frá Spáni er efstur í mótinu; hefir samtals spilað á 8 undir pari, 134 höggum (67 67). Til þess að sjá stöðuna á Belgian Knockout SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2018 | 18:00
LPGA: Ólafía hefir lokið leik á 2. hring

Ólafia Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir var að ljúka leik á 2. hring Kingsmill Championship. Hún var búin að vera 3 undir pari mestallan hringinn, þegar hún fékk skelfilegan skramba á 17. holu þ.e. par-4 8. holuna. Síðan bætti hún við skolla á par-4 18. holunni hennar (þ.e. 9. holu) – og það hefur líklega verið rothöggið því eins og staðan er núna komast þær áfram sem eru á samtals 1 undir pari – en Ólafía endaði hringinn á parinu og er samtals á pari, 142 höggum (71 71). Hún lék sem sagt 2. hringinn á pari, fékk 3 fugla, 1 skolla og 1 skramba. Skelfilegt!!! … að úrslitin í mótinu fyrir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ágústa Dúa Jónsdóttir – 18. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Ágústa Dúa Jónsdóttir. Ágústa Dúa er fædd 18. maí 1956 og á því 62 ára afmæli í dag. Hún er í Nesklúbbnum. Ágústa Dúa á synina Jón Þór og Árna Mugg Sigurðssyni. Ágústa Dúa hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum og alltaf með góðum árangri, t.a.m. hefir hún á undanförnum árum tekið þátt í Lancôme mótinu á Hellu og átt sæti í liði NK í liðakeppni GSÍ. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústu Dúu til hamingju með stórafmælið hér fyrir neðan: Ágústa Dúa Jónsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Roger Davis Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2018 | 15:00
LPGA: Ólafíu gengur vel! Er á -2 e. 9 holur á 2. degi Kingsmill!!! Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefir nú lokið fyrri 9 á 2. hring Kingsmill mótsins og … henni gengur vel. Hún fékk fugl á 1. holu sinni í dag, sem var sú 10. en 2. hringur Ólafíu Þórunnar hófst á 10. braut í dag! Ólafía bætti síðan öðrum fugli við á par-3 13. holunni og hefir verið á parinu síðan og haldið fengnum hlut – Frábært!!! Sem stendur er Ólafía Þórunn T-33 og allt lítur út fyrir að hún fari í gegnum niðurskurð í 4. sinn á þessu keppnistímabili!!! Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni á 2. hring Kingsmill SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2018 | 07:30
Hver er kylfingurinn (2018): Marc Leishman?

Marc Leishman er nafn sem ekki öllum golfáhugamanninum er kunnugt, ekki nema kannski þeim sem fylgjast hvað best með. Hann átti glæsi 1. hring á AT&T Byron Nelson 2018 þar sem hann lék á 10 undir pari, 61 höggi!!! En hver er kylfingurinn? Marc Leishman fæddist í Warrnambool í Victoriu, Ástralíu þann 24. október 1983 og er því 34 ára . Sem stendur spilar Leishman á PGA Tour, en hann hlaut nýliðaverðlaunin á mótaröðinni árið 2009. Hann var fyrsti Ástralinn til þess að vinna þau verðlaun. Leishman átti afar farsælan áhugamannsferil í Ástralíu, þar sem hann vann mörg unglingamót. Hann varð klúbbmeistari í Warrnambool Golf Club Championship 13 ára, en Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

