Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2018 | 07:15

LEK: Um 150 keppendur skráðir í 1. mótið í ár í Leirunni

Tæplega 150 keppendur eru skráðir til leiks á fyrsta mót tímabilsins á Öldungamótaröðina. Mótið fer fram á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Mótið er hluti af Öldungamótaröðinni og er til viðmiðunar til vals á landsliðum LEK árið 2019. Mótið er opið öllum kylfingum 50 ára og eldri. Þeir sem náð hafa aldri þegar landslið keppir 2019 geta tekið þátt og fengið stig vegna landsliðs. Flestir keppendur eru úr Golfklúbbi Reykjavíkur eða 37 og GKG er með 24 keppendur og GK 23. Alls eru keppendur frá 18 klúbbum víðsvegar af landinu sem taka þátt. Úlfar Jónsson, GKG, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi er að hefja ferilinn á þessari mótaröð en hann Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2018 | 07:00

PGA: Stricker á 65 þrátt f. bakverk á Forth Worth Inv. – Hápunktar 1. dags

Steve Stricker er einn í 7. sæti á Fort Worth Invitational, sem er mót vikunnar á PGA Tour, eftir að eiga glæsihring upp á 65 högg og það þrátt fyrir þráláta bakverki!!! Skor voru frekar lág á 1. hring mótsins. Þannig er bandaríski kylfingurinn Kevin Na í 1. sæti mótsins á frábærum 8 undir pari, 62 höggum. Í 2. sæti er Charley Hoffman, höggi á eftir á 7 undir pari, 63 höggum og þriðja sætinu deila þeir Emiliano Grillo frá Argentínu, Andrew Putnam og Beau Hossler frá Bandaríkjunum og Jhonattan Vegas frá Venezuela. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Fort Wentworth Invitational SMELLIÐ HÉR:  Til þess að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2018 | 23:30

Evróputúrinn: Bjerregård efstur á Wentworth e. 1. dag

Það er danski kylfingurinn Lucas Bjerregård sem er efstur eftir 1. dag á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, BMW Championship, sem að venju fer fram á Wentworth í Englandi. Bjerregård lék 1. hring á glæsilegum 7 undir pari, 65 höggum. Í 2. sæti eru tveir kylfingar frá S-Afríku Dean Burmester og Darren Fichardt, báðir á 6 undir pari, 66 höggum. Til þess að sjá hápunkta 1. dags SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2018 | 23:15

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-19 e 1. dag D+D í Tékklandi

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur einnig þátt í D+D REAL Czech Challenge, en fór út síðar en Axel Bóasson, sem spilar í mótinu. Spilað er í Golf & Spa Kunětická hora, í Dříteč, Tékklandi. Birgir Leifur átti glæsihring upp á 3 undir pari 69 högg og er T-19 þ.e.  jafn 9 öðrum í 19. sæti. Á hring sínum í dag fékk Birgir Leifur 6 fugla og 3 skolla. Efstir eftir 1. dag eru Englendingurinn Nathan Kimsey og Frakkinn Thomas Linard, báðir á 7 undir pari, 65 höggum og Birgir Leifur því aðeins 4 höggum á eftir þeim. Niðurskurðarlínan er eins og er miðuð við 1 undir pari. Til þess að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2018 | 23:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel á 75 e. 1. dag D+D REAL Czech Challenge

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili hóf í dag keppni á D+D REAL Czech Challenge, en mótið er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Axel lék 1. hring á 3 yfir pari, 75 höggum og er T-121 eftir 1. dag. Á hring sínum í dag fékk Axel 2 fugla, 3 skolla og einn slæman skramba. Efstur eftir 1. dag eru Englendingurinn Nathan Kimsey og Frakkinn Thomas Linard, báðir á 7 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á D+D SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2018 | 22:00

PGA: Albatross Kodaira í sögubækurnar!

Japanski kylfingurinn Satoshi Kodaira náði þeim glæsilega árangri nú fyrir stuttu að þurfa einvörðungu 2 högg á par-5 1. brautina í Fort Worth í Texas, þar sem mót vikunnar á PGA Tour, Fort Worth Invitational hófst í dag. Albatross!!!! Annað högg Kodaira var  234 yarda (214 metra) frá holu og við höggið góða notaði Kodaira 3-járn. Þetta er aðeins í 2. skiptið í sögu Fort Worth að kylfingur nær albatross á par-5 1. holuna! Satoshi Kodaira, fyrsti japanski sigurvegari RBC Heritage, er því búinn að skrifa sig í golfsögubækurnar að nýju því hann er aðeins 2. kylfingurinn til þess að ná albatrossi á þessa holu! Til þess að sjá stöðuna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2018 | 20:00

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst eini ísl. keppandinn sem fór g. niðurskurð í Eistlandi!!!

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt á Nordic Tour mótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson voru á þessu móti ásamt Ólafi Birni Loftssyni úr GKG. Guðmundur Ágúst var sá eini sem komst í gegnum niðurskurðinn. Hann lék fyrstu tvo hringina á -3 (71-69). Guðmundur er í 15. sæti fyrir lokahringinn, en Martin Eriksson frá Svíþjóð er efstur á -10 samtals. Mótið fer fram í Eistlandi og er leikið á Pärnu Bay Golf Links vellinum. Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2018 | 18:20

LPGA: Ólafía á 71 e. 1. dag í Michigan

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hóf keppni í dag á LPGA Volvik Championship. Spilað er á Travis Pointe Country Club, sem er í suðvestur af Ann Arbor, í Michigan á velli hönnuðum af Bill Newcomb. Hún hefir nú nýlokið við 1. hring og lék hann á 1 undir pari, 71 höggi. Á hringnum fékk Ólafía 2 fugla og 1 skolla á 16. og fór þá um marga, að Ólafía væri enn á ný að missa niður frábæra spilamennsku. En Ólafía hélt haus og kláraði hringinn á 2 pörum. Sem stendur er hún T-34, þ.e. jöfn öðrum í 34. sæti þegar þetta er ritað (kl. 18: 20) – en staðan getur breyst þar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Pétur Magnússon – 24. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Pétur Magnússon. Pétur er fæddur 24. maí 1995 og á því 23 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Afrek Péturs eru þrátt fyrir ungan aldur mörg en það sem kemur fyrst í hugann er þegar Pétur var fyrir rúmum 8 árum, nánar tiltekið 2.maí 2010 á æfingahring á Hólmsvelli í Leiru. Hann hafði verið við golfæfingar í Costa Ballena á Spáni mánuðinn þar áður og var að prófa nýja Titleist settið sitt í fyrsta sinn. Pétur sló með 6-járni af 13. teig, löngu par-3 brautinni, sem ekki er sú auðveldasta með vatnið landskunna fyrir framan flötina og bolti hans flaug beint inn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2018 | 18:00

Nordic Golf League: 4 íslenskir kylfingar keppa á Pärnu Bay mótinu

Atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson, GR;  Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR;  Haraldur Franklín Magnús, GR og Ólafur Björn Loftsson, GKG hófu í dag keppni á Pärnu Bay Golf Links Challenge mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Keppt er á Pärnu Bay Golf Links, í Tahkuranna,  Eistlandi. Eftir 1. hring er árangur íslensku keppendanna í mótinu eftirfarandi:  Guðmundur Ágúst og Haraldur léku á 1 undir pari, 71 höggi Andri Þór lék á 2 yfir pari, 74 höggum. Ólafur Björn lék á 3 yfir pari, 75 höggum. Hægt fylgjast með gengi strákanna okkar í Eistlandi á skortöflu með því að SMELLA HÉR: