Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2018 | 22:00

PGA: Albatross Kodaira í sögubækurnar!

Japanski kylfingurinn Satoshi Kodaira náði þeim glæsilega árangri nú fyrir stuttu að þurfa einvörðungu 2 högg á par-5 1. brautina í Fort Worth í Texas, þar sem mót vikunnar á PGA Tour, Fort Worth Invitational hófst í dag.

Albatross!!!!

Annað högg Kodaira var  234 yarda (214 metra) frá holu og við höggið góða notaði Kodaira 3-járn.

Þetta er aðeins í 2. skiptið í sögu Fort Worth að kylfingur nær albatross á par-5 1. holuna!

Satoshi Kodaira, fyrsti japanski sigurvegari RBC Heritage, er því búinn að skrifa sig í golfsögubækurnar að nýju því hann er aðeins 2. kylfingurinn til þess að ná albatrossi á þessa holu!

Til þess að sjá stöðuna á Fort Worth Invitational SMELLIÐ HÉR: