Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2023 | 21:00

LET: Guðrún Brá úr leik á Ladies Open í Finnlandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst. LET). Mótið fer fram á Pickala golfvellinum í Finnlandi, dagana 29. júní – 1. júlí 2023. Guðrún Brá lék á 10 yfir pari (79 75) og er því miður úr leik. Guðrún Brá virðist vera að ganga í gegnum einhverja lægð núna – en af 6 spiluðum LET mótum á þessu keppnistímabili hefir henni aðeins tekist einu sinni að komast gegnum niðurskurð. Guðrún Brá lék einnig í 2 LET Access mótum fyrr í vor og þar gekk mun betur. Í efsta sæti eftir 2 hringi á Ladies Open í Finnlandi er sænski kylfingurinn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2023 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Augusto Nuñez (20/50)

Augusto Nuñez fæddist 3. nóvember 1992 í Yerba Buena, Argentínu og er því 30 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2012. Nuñez er 1,78 m á hæð og 84 kg. Hann hefir spilað á ýmsum mótaröðum í S-Ameríku, þ.á.m. Angel Cabrera Tour, PGA Tour Latinoamérica Developmental Series, TPG Tour og loks PGA Tour Latinoamerica, þar sem hann sigraði á 3 sinnum og er ástæða þess að hann fékk þátttökurétt á Korn Ferry Tour. Keppnistímabilið 2021-2022 varð hann í 6. sæti á stigalista Korn Ferry og er því kominn á sjálfa PGA Tourþ Alls hefir Nuñez sigrað 9 sinnum á atvinnumannsferli sínum og unnið sér inn $1,338,159 í verðlaunafé á ferli sínum. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ómar Bogason —– 30. júní 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Ómar Bogason. Ómar er fæddur 30. júní 1960 og er því 63 ára í dag. Ómar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar (GSF). Ómar er kvæntur Margréti Urði Snorradóttur og á börnin: Arnar Boga, Helga, Urði Örnuog Dagnýju Erlu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér til þess að óska honum til hamingju með daginn Ómar Bogason – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: William Park Sr., f. 30. júní 1833 – d. 25. júlí 1903 ; Harriot Sumner Curtis, f. 30. júní 1881 – d. 25. október 1974; Veronica Felibert frá Venezuela, 30. júní 1985 (38 ára) …. og ….. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2023 | 15:00

NGL: Axel T-20 f. lokahring PGA Championship Landeryd Masters – Bjarki úr leik

Axel Bóasson, GK og Bjarki Pétursson, GB & GKG tóku þátt í PGA Championship Landeryd Masters. Mótið fer fram dagana 28. júní – 1. júlí 2023. Niðurskurður miðaðist við samtals 1 yfir pari eða betra – Bjarki átti erfiða byrjun í mótinu 77 högg og náði sér ekki á strik, þó seinni hringurinn hafi verið betri 73 högg – sem sagt spilaði á samtals 8 yfir pari, 150 höggum (77 73) og er úr leik. Axel gekk betur; komst gegnum niðurskurð og eftir 3 spilaða hringi er hann T-20, á samtals 1 undir pari, 212 höggum (73 70 69) og spilar sífellt betur. Lokahringurinn fer fram á morgun og óskar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2023 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Justin Suh (19/50)

Justin Suh fæddist 12. júní 1997 og er því nýorðin 26 ára. Hann var m.a. Í 1. sæti á Heimslista áhugamanna á tímabilinu október 2018 og apríl 2019. Suh var í liði Bandaríkjanna í Eisenhower Trophy 2018, þar sem hann fékk silfurmedalíuna ásamt þeim Cole Hammer og Collin Morikawa. Hann lék í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Southern California þar sem hann var Pac-12 leikmaður ársins 2018. Suh gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hafa útskrifast með gráðu í viðskiptafræði 2019. Hann spilaði stuttlegaPGA Tour Latinoamérica áður en hann spilaði á Korn Ferry Tour. Á Erin 2022 var hann með 8 topp-10 árangra og 14 topp-25 árangra í fyrstu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Hans Steinar Bjarnason og Jóel Gauti Bjarkason – 29. júní 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Hans Steinar Bjarnason og Jóel Gauti Bjarkason. Hans Steinar Bjarnason er fæddur 29. júní 1973 og fagnar því 50 ára stórafmæli í dag! Komast má á facebook síðu Hans Steinars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Hans Steinar Bjarnason – 50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Jóel Gauti er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hann er fæddur 29. júní 1998 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Jóels Bjarka til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Jóel Gauti Bjarkason – 25 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2023 | 17:00

Hvaða ungu kylfingum (u. 23 ára) ætti að veita athygli 2023? Caleb Surrat (10/10)

Caleb Surrat þykir eitt mesta efnið í bandarísku golfi – er sem stendur nr. 1 á heimslista áhugamanna. Hann er fæddur 16. júlí 2003 og því aðeins 19 ára. Surrat er frá Indian Trail í Norður-Karólínu og er fyrstubekkingur í University of Tennessee. Þar vann hann fyrsta háskólamótið sitt  64-63-65 og átti 3 högg á næsta mann. Nokkrum vikum síðar spilaði hann í  Butterfield Bermuda Championship á PGA Tour og átti 2. hring upp á 64, sem kom honum í gegnum niðurskurð. Hins vegar lék hann 3. hringinn á 85 höggum (þar sem hann fékk m.a. 12 högg á eina holu) en kom tilbaka á sunnudeginum, með skor upp á 65 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Freyja Benediktsdóttir. Freyja er fædd 28. júní 1953 og á því 70 ára merkisafmæli í dag!!! Sambýlismaður Freyju er Einar Jóhann Herbertsson. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Freyju til hamingju með daginn hér að neðan: Freyja Benediktsdóttir (Innilega til hamingju með 70 ára afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter H. Oakley, 28. júní 1949 (74 ára); Jim Nelford, 28. júní 1955 (68 ára); Warren Abery 28. júní 1973 (50 ára STÓRAFMÆLI); Kollu Keramik (70 ára MERKISAFMÆLI) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2023 | 18:00

Glæsilegur árangur íslenskra kylfinga á Special Olympics

Heimsleikar Special Olympics 2023 fóru nýverið (17.-25. júní 2023) fram í Berlín í Þýskalandi. Þar tóku um 7000 keppendur þátt frá 190 þátttökulöndum og var keppt í 29 íþróttagreinum. Alls tóku 30 íslenskir keppendur þátt og kepptu þau í 10 íþróttagreinum og þar á meðal golfi. Nánar um Special Olympics hér: Íslenski golfhópurinn var þannig skipaður: Elma Berglind Stefánsdóttir, Golfklúbbur Akureyrar, Telma Þöll Þorbjörnsdóttir, Golfklúbbur Selfoss, Anton Orri Hjaltalín, Golfklúbbur Akureyrar, Sigurður Guðmundsson, Golfklúbbur Sandgerðis og Elín Fanney Ólafsdóttir, Keilir. Anna-Einarsdottir var aðstoðarþjálfari og tók þátt í Unified- keppninni – þar sem að fatlaðir og ófatlaðir keppa saman. Sandra Jónasdóttir og Víðir Steinar Tómasson voru þjálfarar hópsins. Íslenski golfhópurinn lék Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2023 | 17:00

GKG: Munaði 1 höggi að Gunnlaugur Árni kæmist g. niðurskurð á St. Andrews Links Trophy

Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, tók þátt í St. Andrews Links Trophy, sem fram fór dagana 9.-11. júní 2023. Mótsstaður var sjálf vagga golfsins, St. Andrews í Skotlandi og spilað á báðum völlum þ.e. Old og New Course. Keppnisfyrirkomulagið var 18 holu höggleikur fyrstu 2 keppnisdagana og síðan 36 holu spil 3. og síðasta keppnisdaginn á Old Course. Skorið var niður eftir 2 hringi og komust aðeins 42 gegnum niðurskurð. Aðeins munaði 1 höggi að Gunnlaugur Árni kæmist gegnum niðurskurð, sem miðaðist við samtals 2 undir pari eða betra. Gunnlaugur Árni spilaði á samtals 1 undir pari, 71 á New og 71 á Old Course. Sjá má lokastöðuna á St. Andrews Lesa meira