
Hvaða ungu kylfingum (u. 23 ára) ætti að veita athygli 2023? Caleb Surrat (10/10)
Caleb Surrat þykir eitt mesta efnið í bandarísku golfi – er sem stendur nr. 1 á heimslista áhugamanna.
Hann er fæddur 16. júlí 2003 og því aðeins 19 ára.
Surrat er frá Indian Trail í Norður-Karólínu og er fyrstubekkingur í University of Tennessee.
Þar vann hann fyrsta háskólamótið sitt 64-63-65 og átti 3 högg á næsta mann. Nokkrum vikum síðar spilaði hann í Butterfield Bermuda Championship á PGA Tour og átti 2. hring upp á 64, sem kom honum í gegnum niðurskurð. Hins vegar lék hann 3. hringinn á 85 höggum (þar sem hann fékk m.a. 12 högg á eina holu) en kom tilbaka á sunnudeginum, með skor upp á 65 högg.
Hann er aðeins einn af 5 kylfingum á sl. 40 keppnistímabilum til þess að vera með 20 högga mun milli daga í móti – en að sama skapi er hann líka sá eini sem er með 20 högga bætingu milli hringja í einu móti PGA Tour.
Þetta er skemmtileg staðreynd. Hún kastar samt engum skugga á feril Surrat, sem hefir náð að sigra á sumum helstu mótunum í unglingagolfinu í Bandaríkjunum þ.á.m. Junior PGA Championship 2021 og Western Junior 2021. Surrat var einnig í 2. sæti í US Junior Amateur 2022. Hann fékk að taka þátt í Butterfield á PGA Tour með því að sigra Elite Amateur Cup, sem er úthlutaður þeim kylfingi sem vinnur sér inn flesta punkta í 7 af virtustu unglingamótum í Bandaríkjunum. Hann varð m.a. í 2. sæti í Pacific Coast Amateur og í 3. sæti í Northeast Amateur. Surrat er mikill framtíðarkylfingur og vert að fylgjast vel með honum!
Mynd: PGA of America
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023