Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2019 | 20:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Sögulegt – 3 íslenskir kylfingar í lokaúrtökumótinu

Nýr kafli var skrifaður í golfsögubækurnar: 3 íslenskir kylfingar tóku í fyrsta sinn í golfsögunni þátt í lokaúrtökumóti fyrir Evróputúrinn. Íslensku þátttakendurnir sem þátt tóku í lokaúrtökumótinu voru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson, GKB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra í gegn og á Evróputúrinn að þessu sinni. Guðmundur Ágúst stóð sig best íslensku strákanna; var aðeins 4 höggum frá kortinu sínu á Evróputúrinn 2020, en til þess að komast í hóp þeirra 77, sem spila tvo lokahringina þurfti að vera á samtals 4 undir pari eða betra eftir fyrstu 4 hringina, að þessu sinni. Guðmundur Ágúst lék á samtals á sléttu pari, 286 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Svala Ólafsdóttir – 18. nóvember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Svala Ólafsdóttir. Svala er fædd 18. nóvember 1967 og á því 52 ára afmæli í dag!!! Svala Ólafsdóttir– 52 ára – innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marga Stubblefield, 18. nóvember 1951 (68 ára); Þorgerður Jóhannsdóttir, 18. nóvember 1955 (63 ára); Josef Olasson, 18. nóvember 1961 (58 ára); Jill Briles-Hinton, 18. nóvember 1962 (57 ára); Valgarður M. Pétursson, 18. nóvember 1963 (56 ára); Svala Ólafsdóttir (52 ára); Sandra Carlborg, 18. nóvember 1983 (36 árs); Guðni Sumarliðason (28 ára)….. og ….. Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2019 | 20:00

Evróputúrinn: Fleetwood sigraði á Nedbank Golf Challenge

Tommy Fleetwood sigraði á Nedbank Golf Challenge, móti vikunnar á Evróputúrnum, sem fram fór í S-Afríku. Bráðabana þurfti til þess að skera úr um úrslit því jafnt var með Fleetwood og Svíanum Marcus Kinhult eftir hefðbundinn 72 holu leik. Báðir voru þeir á 12 undir pari, 276 höggum. Í bráðabananum vann Fleetwood á 2. holu með sléttu pari. Þetta er fyrsti sigur Fleetwood í 22 mánuði. Sjá má lokastöðuna á Nedbank Golf Challenge með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Dagbjartur Sigurbrandsson – 17. nóvember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Dagbjartur Sigurbrandsson.  Hann er fæddur 17. nóvember 2002 og á því 17 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur og hefir verið að gera góða hluti. Dagbjartur varð m.a. klúbbmeistari GR í karlaflokki 2018 og sigraði á Holliday Open í desember 2018.  Í mars 2019 varð Dagbjartur T-6 á Campionato Internazionale D´Italia Maschile. Síðan er Dagbjartur stigameistari á mótaröð þeirra bestu nú í ár, sigraði á 1. og 2. mótinu á þeirri mótaröð. Komast má á facebook síðu Dagbjarts til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Dagbjartur Sigurbrandsson – Innilega til hamingju með 17 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (46)

Einn á ensku: As he was walking his dog one weekday afternoon, Fred, the bookie the bettors loved to hate, saw a young man on the local links. Fred stopped for a moment to watch him tee off and followed longer when he saw that the boy had talent. The young man had holed his tee shot. He was about to call out his congratulations when the lad teed up again, and once more holed out. Now Fred, never one to let an opportunity pass, walked up to the youngster, congratulated him and asked, “How old are you?” “11, sir,” the young person replied. “Has anyone else here seen you Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Örn Gíslason – 16. nóvember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Ingi Örn Gíslason. Ingi Örn er fæddur 16. nóvember 1979 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Inga Erni til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Ingi Örn Gíslason (0 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Betty Hicks, f. 16. nóvember 1920 – d. 20. febrúar 2011; Barabara Romack, 16. nóvember 1932 (87 ára) – Sjá má eldri afmælisgrein Golf 1 um Barböru með því að SMELLA HÉR: ); Salína Helgadóttir, GR, 16. nóvember 1958 (61 árs); Dagbjört Kristín Bárðardóttir, 16. nóvember 1975 (44 ára); Scott Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ottó Sigurðsson – 15. nóvember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Ottó Sigurðsson. Ottó er fæddur 15. nóvember 1979 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Ottó er afrekskylfingur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hann hefir æft golf frá árinu 1993, þ.e. frá 14 ára aldri. Hann var m.a. skráður í PGA á Íslandi og því atvinnumaður í golfi 2007-2009. Hann hefir staðið sig geysivel í fjölmörgum opnum mótum og mætti sem dæmi nefna glæsilegan sigur hans í ZO-ON mótinu 19. júní 2010, þegar hann spilaði Hvaleyrina á -5 undir pari, 66 höggum. Aðeins 3 vikum áður sigraði Ottó höggleikinn á Vormóti Hafnarfjarðar og svo mætti sem dæmi nefna sigur hans á 1. maí móti GHR Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Petrea Jónsdóttir – 14. nóvember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Petrea Jónsdóttir. Petrea er fædd 14. nóvember 1949 og á því 70 ára merkisafmæli í dag! Komast má á facebook síðu Petreu til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Petrea Jónsdóttir – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charles Blair Macdonald, f. 14. nóvember 1855 – d. 21. apríl 1939; Samuel Henry „Errie“ Ball. f. 14. nóvember 1910 – d. 2. júlí 2014; Ágústa Hansdóttir (61 árs); Orense Golf Madrid (61 árs); Jacob Thor Haraldsson (57 ára); André Bossert, svissneskur, 14. nóvember 1963 (56 ára); Nicolas Colsaerts, 14.nóvember 1982 (37 ára); Bent Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rafn Stefán Rafnsson – 13. nóvember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Rafn Stefán Rafnsson. Rafn Stefán er fæddur 13. nóvember 1978 og er því 41 árs STÓRAFMÆLI í dag. Rafn Stefán er í Golfklúbbi Borgarness. Hann var áður í GO og hefir m.a. orðið klúbbmeistari GO. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Rafn Stefán Rafnsson (41 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Jay Sigel, 13. nóvember 1943 (76 ára); Marianna Fridjonsdottir, 13. nóvember 1953 (66 ára); Þuríður Bernódusdóttir, 13. nóvember 1954 (65 ára); Rosie Jones, 13. nóvember 1959 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Rögnvaldur A Sigurðsson, 13 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2019 | 17:00

Hver er kylfingurinn: Tyrrell Hatton?

Tyrrell Hatton sigraði í 4. sinn á atvinnumannsferli sínum á Evróputúrnum sl. sunnudag þ.e. á Turkish Airlines Open. Hann er ekki alveg óþekkt nafn í golfheiminum, en heldur ekki sá þekktasti. Er að festa sig í sessi. Hver er kylfingurinn kunna sumir að spyrja? Tyrrell Glen Hatton fæddist 14. október 1991 í High Wycombe, Buckinghamshire, í Englandi og er því 28 ára. Sem áhugamaður fyrir 9 árum, aðeins 19 ára tók hann í fyrsta sinn þátt í risamóti þ.e. Opna breska 2010. Besti árangur hans í risamótum er T-5 árangur, einmitt á Opna breska, árið 2016. Áður en hann komst á Áskorendamótaröð Evrópu 2012 spilaði Hatton aðallega á PGA EuroPro Tour Lesa meira