Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Kurt Katayama (25/27)

Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember 2018 og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2019 | 08:00

Atvinnukylfingar fá styrk úr Forskots-sjóðnum

Nýverið var úthlutað úr Forskoti, afrekssjóði kylfinga, en alls fá sex atvinnukylfingar styrk úr sjóðnum á árinu 2019. Þetta er í áttunda sinn sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði sem var stofnaður árið 2012. Kylfingarnir eru: Axel Bóasson, Golfklúbbnum Keili. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Golfklúbbi Reykjavíkur Haraldur Franklín Magnús, Golfklúbbi Reykjavíkur. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur. Valdís Þóra Jónsdóttir, Golfklúbbnum Leyni. Að afrekssjóðnum standa: Eimskip, Valitor, Íslandsbanki, Icelandair Group, Vörður tryggingar, Bláa Lónið og Golfsamband Íslands. Aðstandendur sjóðsins eru ánægðir með að íslenskt afreksgolf hefur verið í stöðugri framför frá stofnun hans. Sjóðurinn hefur frá upphafi haft það að markmiði að styðja við þá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2019 | 07:00

GSÍ: Samið v/Golfbox um nýtt kerfi

Tölvunefnd Golfsambands Íslands lagði nýverið fram tillögu þess efnis að GSÍ taki í notkun hugbúnaðarkerfið Golfbox. Tölvunefndin komst að þessari niðurstöðu eftir ítarlega skoðun og greiningu en sú vinna hefur farið fram á undanförnum árum. Golfbox hefur frá árinu 2003 rekið og þróað hugbúnaðarkerfi fyrir golfklúbba, golfsambönd og mótshaldara. Kerfið hefur verið í notkun í tugum landa með góðum árangri og er leiðandi lausn á markaði Kerfið býr yfir fullkomnu mótakerfi, nýju forgjafarkerfi (WHS), rástímakerfi og ýmsum öðrum möguleikum sem styðja við starfsemi golfklúbba. Stjórn GSÍ fjallaði um málið á síðasta stjórnarfundi sínum þann 28.mars 2019. Á þeim fundi var samningur við Golfbox til fimm ára undirritaður með fyrirvara um Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2019

Það er Ingi Rúnar Birgisson sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingi Rúnar er fæddur 16. apríl 2000 og á því 19 ára afmæli í dag. Hann varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik í strákaflokki 2014. Komast má á facebook síðu Inga Rúnar hér að neðan Ingi Rúnar Birgisson, GKG (f. 16. apríl 2000 – 19 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bjössi Garðars, GS, 16. april 1962 (57 ára); Oli Magnusson, 16. apríl 1970 (49 ára); Mark Haastrup, 16. apríl 1984 (35 ára); Michael Thompson, 16. apríl 1985 (34 ára) …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2019 | 08:30

Hvað er kondór í golfi?

Fyrst í stað, hafið þið nokkru sinni heyrt um kondór (ens.: condor)? Við erum ekki að tala um ránfuglinn, heldur algjörlega fágætasta högg í golfið. Hvað ránfuglinn áhrærir þá eru til tvær undirtegundir, Andesarkondórinn, sem mynd er af í aðalmyndaglugga og kaliforníukondórinn, sem mynd er af hér að neðan. Vænghaf þeirra getur orðið 3,5 m og er það næststærsta meðal allra fuglategunda í heiminum. Hvað kondór í golfi áhrærir þá er um að ræða ás á par-5u, sem, hvort sem þið trúið því eða ekki, hefir náðst. Skv. www.golf.co.uk, hafa 4 kondórar verið skráðir, allir á par-5um en aldrei tvö högg á sjaldgæfum par-6 brautum. Eftirfarandi er skv. heimildum www.golf.co.uk: Fyrsti Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2019 | 08:19

Bandaríska háskólagolfið: Saga & félagar í 9. sæti e. 1. dag Mountain West Conference Championships!!!

Saga Traustadóttir, GR og félagar í Colorado State taka þátt í Mountain West Conference Championship. Mótið fer fram á hinum sögufræga Dinah Shore Tournament velli í Mission Hills golfklúbbnum í Rancho Mirage, Kaliforníu. Saga lék 1. hring á 11 yfir pari, 83 höggum og er á 3.-4. besta skorinu í liði sínu þ.e. er T-37. Eftir 1. dag er Colorado State í 9. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá stöðuna á Mountain West Conference Championship SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2019 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi var á besta skori WCU í Southern Intercollegiate

Tumi Hrafn Kúld, GA og lið hans í bandaríska háskólagolfinu Western Carolina University (WCU) tóku þátt í Southern Intercollegiate mótinu, sem fram fór í gær, 15. apríl 2019. Þetta var 36 holu mót og voru þátttakendur 85 frá 17 háskólum. Mótsstaður var Athens CC í Athens, Georgíu. Tumi var á besta skorinu í liði sínu – varð T-36 með skor upp á 9 yfir pari, 153 högg (76 77). Lið WCU varð í T-14 í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Southern Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Tuma og félaga í WCU er 21.-23. apríl n.k. á Pinehurst í Norður-Karólínu.


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2019 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur T-4 e. 1. dag Ohio Valley Conference Championship!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) taka þátt í Ohio Valley Conference Championship. Mótið fer fram dagana 15.-17. apríl 2019 í Robert Trent Jones at the Shoals vellinum í Muscle Shoals, í Alabama. Þáttakendur eru 45 frá 9 háskólum. Ragnhildur hefir náð þeim glæsilega árangri að vera T-4 eftir 1. dag í einstaklingskeppninni, en hún kom í hús á 1 yfir pari, 73 höggum og er á 1.-2. besta skorinu í sínu liði. Lið EKU er í 3. sæti í liðakeppninni. Sjá má stöðuna á Ohio Valley Conference Championship með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún & félagar í Drake í 1. sæti e. fyrri dag MVC Championship!!!

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake háskólanum eru í 1. sæti eftir 1. dag á MVC Championship. Mótið fer fram dagana 15.-16. apríl 2019 í Sand Creek CC í Charleston Indiana og lýkur því í dag. Þátttakendur eru 50 frá 10 háskólum. Sigurlaug hefir spilað báða keppnishringina sem lokið hefir verið við á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (78 75) og er T-19 í einstaklingskeppninni, á 4.-5. besta skori Drake. Sjá má stöðuna á MVC Championship með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Kristjánsson – 15. apríl 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Kristjánsson. Gunnar er fæddur 15. apríl 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Gunnar stundaði m.a. nám í Flensborgarskólanum og Florida International University. Hann býr í Kópavogi. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Gunnari til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Gunnar Kristjánsson – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Davíð Bjarnason, 15. apríl 1954 (65 ára); Barbara Barrow, spilaði á LPGA, 15. apríl 1955 (64 ára); Sjöfn Sigþórsdóttir, 15. apríl 1956 (63 ára); Hans Henttinen, 15. apríl 1960 (59 ára); Samúel Ingi Þórarinsson, 15. apríl Lesa meira