Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2019 | 07:51

Var það almenningsálitið eða slæm samviska sem fékk Kuchar til að greiða kylfusveininum?

Golf 1 greindi frá því að Matt Kuchar hefði fyrir PGA Tour mótið, Mayakoba Classic í nóvember 2018, samið við mexikanskan kylfubera David Giral Ortiz að nafni um að bera fyrir sig kylfur í mótinu fyrir $ 4000 og $ 1000 bónus ef hann ynni mótið – Sjá með því að SMELLA HÉR:  Ortiz vinnur sem kylfuberi á golfvellinum þar sem mótið fór fram Camaleon á Playa del Carmen í Mexíkó og gengur undir nafninu „El Tucan“. Dagslaun hans á vellinum á góðum degi eru $ 200. Fastráðnir kylfuberar PGA Tour kylfinga hljóta 10% af sigurtékkum kylfinga sinna og ef Ortiz hefði verið fastráðinn hefði hann fengið 130.000,- dollara í sinn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2019 | 07:43

Rolex-heimslistinn: Nelly Korda komin í 9. sætið!!!

Nelly Korda sigurvegari ISPS Handa Women´s Australian Open er nú komin í 9. sæti heimslista kvenkylfinga, Rolex-heimslistans. Fyrir mótið var Nelly í 21. sætinu, en fer nú framúr eldri systur sinni Jessicu Korda, sem situr í 12. sæti listans. Jessica Korda er frá keppni vegna meiðsla, þ.e. hún þarf lengri tíma til að jafna sig eftir aðgerð á framhandlegg og er ekki búist við henni aftur fyrr en í fyrsta lagi í lok mars á Bank of Hope Founders Cup. Staða efstu 10 kvenna á Rolex heimslistanum er annars þessi: 1 — THA ARIYA JUTANUGARN 6.51 364.77 56 ☆ 2 — KOR SUNG HYUN PARK 5.83 291.55 50 ☆ 3 — Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2019 | 06:40

Neyðarlegt!!! LPGA kylfingur datt ofan í bönker á Opna ástralska!!!

Á síðustu dögum hafa félagsmiðlar verið uppfullir af athugasemdum um neyðarlegt atvik sem gerðist á ISPS Handa Opna ástralska mótinu í Ástralíu. Þar var það enski LPGA-kylfingurinn Bronte Law, sem var að skoða púttlínu sína á 8. holu 3. hrings mótsins í  The Grange golfklúbbnum og tók við það nokkur skref aftur og féll þá í bönker. Neyðarlegt!!! Eftir hringinn tvítaði Law: „“So today I experienced any golfers worst nightmare… I fell back into a bunker while reading a putt. True embarrassment at its finest,” (Lausleg þýðing: Í dag upplifði ég verstu martröð hvers kylfings … ég datt í bönker meðan ég var að lesa pútt. Þetta er svo sannarlega neyðarleiki Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2019 | 06:00

Hvað var í sigurpoka JB Holmes?

Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður var í poka JB Holmes þegar hann sigraði á Genesis Open: DRÆVER: Callaway Epic Flash (10.5°) með Fujikura Pro Tour Spec 83X skafti. BRAUTARTRÉ: TaylorMade M2 2016 (16.5 °) with Fujikura Pro Tour Spec 93X skafti. JÁRN: Srixon Z U85 (3), Z 785 (4-PW) with True Temper Dynamic Gold S400 sköftum. FLEYGJÁRN: Cleveland RTX-4 (50°, 54° og 60°) með True Temper Dynamic Gold S400 sköftum. PÚTTER: Scotty Cameron 009M proto. BOLTI: Srixon Z-Star XV.


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2019 | 17:30

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst T-15 e. 2. dag og eini Íslendingurinn sem fór g. niðurskurð!!!

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í móti á Nordic Golf League þ.e. PGA Catalunya Resort Championship, sem fram fer í Barcelona á Spáni, dagana 17.-19. febrúar 2018. Þetta voru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK; og Haraldur Franklín Magnús, GR en aðeins einn fjórmenning- anna, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, komst í gegnum niðurskurðinn í dag. Þátttakendur í mótinu eru 122. Guðmundur Ágúst er samtals búinn að spila á 141 höggi (68 73) og er T-15 í mótinu Aðeins munaði einu sárgrætilegu höggi að Axel Bóasson, GK kæmist í gegnum niðurskurð en hann átti stórglæsilegan 2. hring upp á 67 högg. Sjá má stöðuna á PGA Catalunya Resort Championship með Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Örn Ævar Hjartarson – 18. febrúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Örn Ævar Hjartarson. Hann er fæddur 18. febrúar 1978 og á því 41 árs afmæli í dag!!! Eins og alltaf þegar miklir afrekskylfingar, líkt og Örn Ævar, eiga afmæli er erfitt nema rétt hægt að tæpa á nokkrum helstu afrekum viðkomandi. Þegar minnst er á Örn Ævar er ekki annað hægt en að geta allra vallarmetanna sem hann á, en það frægasta setti hann eflaust 1998 þegar hann spilaði Old Course í sjálfri vöggu golfíþróttarinnar St. Andrews á 60 höggum, sem er vallarmet! Eins á Örn Ævar ýmis vallarmet hér heima t.a.m. -10 undir pari, þ.e. 62 högg í Leirunni, 2009; -7 undir pari 63 högg á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2019 | 13:00

PGA: Holmes sigraði á Genesis Open!!!

Það var bandaríski kylfingurinn JB Holmes, sem sigraði á Genesis Open. Sigurskor Holmes var 14 undir pari, 270 högg (63 69 68 70). Í 2. sæti var Justin Thomas, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið, aðeins 1 höggi á eftir, (66 65 65 75). JT átti ömulegan lokahring, sem batt endahnút á sigurvonir hans. Si Woo Kim frá S-Kóreu varð í 3. sæti á samtals 12 undir pari. Tiger Woods komst í gegnum niðurskurð og varð T-15 á 6 undir pari, 278 höggum (70 71 65 72) þ.e. 9 höggum frá sigri!!! Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Genesis Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Jing Yan (36/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2019 | 08:15

Trump kom f. golfhermi í Hvíta Húsinu

Trump Bandaríkjaforseti hefir komið fyrir golfhermi í einu herbergja Hvíta Hússins. Hann getur því spilað á öllum golfvöllum heims í herminum. Kerfið leysir af hólmi eldri golfhermi sem Barack Obama kom fyrir í Hvíta Húsinu. Golfhermir Trumps kostaði  $50,000 (u.þ.b. 6 milljónir íslenskra króna) og hefir verið komið fyrir í persónulegum íverustað Trump- fjölskyldunnar í Hvíta Húsinu. Á dagskrá Trump er nokkuð sem nefnist „executive time“ – þetta er tími sem ekki er skipulagður á deginum þar sem engir opinberir fundir eru haldnir. Trump ver „executive time“ sínum í að horfa á sjónvarpið, tvíta, halda óopinbera fundi og sinna símtölum, segja aðstoðarmenn hans. Fréttastofan Axios rannsakaði 3 mánuði af dagskrá Trumps Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2019 | 07:52

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar við keppni í Texas

Björn Óskar Guðjónsson, GM og lið hans í bandaríska háskólagolfinu The Ragin Cajuns, skólalið Louisiana Lafayette háskóla er við keppni á The All-American í Houston Golf Club í Humble Texas. Þátttakendur eru 84 frá 14 háskólum. Björn Óskar er T-53 eftir 1. keppnisdag, en hann lék á 3 yfir pari, 75 höggum. Skólalið hans, The Ragin Cajun´s eru í 9. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá stöðuna á The All-American SMELLIÐ HÉR: