Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2019 | 01:00

PGA: Niemann leiðir e. 3. dag

Það er Joaquin Niemann frá Chile sem leiðir eftir 3. dag „A Military Tribute at the Greenbrier“, opnunarmóti PGA Tour, keppnistímabilið 2019-2020. Niemann er búinn að spila á samtals 15 undir pari. Þrír kylfingar deila 2. sætinu, 2 höggum á eftir Niemann; þ.e. Richy Werenski, Robby Shelton og Nate Lashley, allir á samtals 13 undir pari, hver. Werenski og Shelton eru nýliðar á PGA, meðan Niemann og Lashley eru 1 árs leikmenn á PGA; þ.e. spiluðu 2018 á PGA Tour. Sjá má stöðuna á „A Military Tribute at the Greenbrier“ að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 3. dags á „A Military Tribute at the Greenbrier“ Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2019 | 00:01

Evróputúrinn: Sergio og Shinkwin efstir

Það eru spænski kylfingurinn Sergio Garcia og enski kylfingurinn og „Íslandsvinurinn“ Callum Shinkwin, sem eru efstir og jafnir á móti vikunnar á Evróputúrnum, KLM Open fyrir lokahringinn. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 15 undir pari. Í 3. sæti, 2 höggum á eftir á samtals 13 undir pari er danski kylfingurinn Nicolai Højgaard og í 4. sæti á samtals 12 undir pari er enski kylfingurinn James Morrisson. Sjá má stöðuna að öðru leyti á KLM Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 3. dags með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2019 | 21:22

LET Access: Guðrún Brá varð í 40. sæti í Englandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lauk keppni T-40 á á WPGA International Challenge, sem var mót vikunnar á LET Access. Guðrún Brá lék samtals á 8 yfir pari, 224 höggum (73 74 77). Í dag átti Guðrún Brá hring upp á 5 yfir pari, 77 höggum og við það fór hún eitthvað niður skortöfluna. Sigurvegari í mótinu varð franska stúlkan Manon de Roey, en hún lék á samtals 6 undir pari, 210 höggum (69 69 72). Sjá má lokastöðuna á WPGA International Challenge með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2019 | 20:55

Solheim Cup 2019: Evrópa 8 – Bandaríkin 8

Leikirnir eftir hádegi í betri bolta á Solheim Cup fóru 2 1/2-1 1/2 þ.e. lið Bandaríkjanna vann tvo leiki og hélt jöfnu í einum og lið Evrópu vann einn leik og hélt jöfnu í einum. Staðan er nú jöfn 8-8 fyrir tvímenningsleikina á morgun, sunnudaginn 15. september. Leikirnir í betri boltanum eftir hádegið í dag fóru með eftirfarandi hætti: Brittany Altomare og Annie Park (lið Bandaríkjanna) unnu Suzann Pettersen og Anne Van Dam (lið Evrópu) með minnsta mun 1&0. Lexi Thompson og Marina Alex (lið Bandaríkjanna) héldu jöfnu gegn þeim Jodi Ewart Shadoff og Caroline Masson (lið Evrópu). Ally McDonald og Angel Yin (lið Bandaríkjanna) töpuðu fyrir þeim Georgia Hall Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (37)

Einn á ensku og frekar nastí: A married couple is out for their weekly round of golf, enjoying a great day and great play. However, on the 9th green, something terrible happens. The wife screams in agony and collapses to the green. “Oh no,” the husband exclaims, “you’re having a heart attack!” “Help me, dear,” the wife implores. “Find a doctor!” The husband runs off as fast as he can to find a doctor. He returns to the green quickly, picks up his putter and lines up his putt. His wife raises her head off the green and glares at him. “I’m dying over here and you’re putting!?” she asks Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Ásgerður Jónsdóttir – 14. september 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Ásgerður Jónsdóttir. Guðrún Ásgerður er fædd 14. september 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!! Hún er núverandi og margfaldur klúbbmeistari Golfklúbbsins Ós á Blönduósi. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Guðrún Ásgerður Jónsdóttir, GÓS (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Anna Vilhjálms, 14. september 1945 (74 árs); Jón Björgvin Stefánsson, GR, 14. september 1951 (68 ára); Arnar H. Ævarsson, GK, 14. september 1964 (55 ára); Hafdis Gudmunds, 14. september 1967 (52 ára); Gareth Maybin 14. september 1980 (39 ára); Will Claxton, 14. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Scottie Scheffler (25/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2019 | 11:30

Solheim Cup 2019: Evrópa 6 1/2 – Bandaríkin 5 1/2

Leikirnir í laugardags fjórmenningnum fyrir hádegið í Solheim Cup fóru 2-2 þ.e. lið Bandaríkjanna vann tvo leiki og lið Evrópu tvo. Þær sem unnu f.h. Evrópu voru eftirfarandi: Georgia Hall og Celine Boutier unnu Lizette Salas og Ally McDonald 3&2. Azahara Muñoz og Charlie Hull unnu Megan Khang og Danielle Kang nokkuð auðveldlega 4&3. Þær sem unnu sína leiki f.h. Bandaríkjanna voru eftirfarandi: Korda-systur rúlluðu yfir Brontë Law og Carlottu Ciganda 6&5. Leikurinn féll með Morgan Pressel og Marina Alex gegn Önnu Nordqvist og Anne Van Dam, 2&1. Sjá má heildarstöðuna á Solheim Cup 2019 með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: f.v. Georgia Hall og Celine Boutier unnu leik Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2019 | 07:00

PGA: 3 nýliðar efstir á Greenbrier

Í hálfleik á „A Military Tribute at the Greenbrier“ móti vikunnar á PGA Tour tróna 3 nýliðar: bandarísku kylfingarnir Scottie Scheffele og Robby Shelton og Joaquin Niemann frá Chile. Þeir eru allir búnir að spila á 13 undir pari. Í 4. sæti er enn einn nýliðinn Adam Long á samtals 12 undir pari og í 5. sætinu er nýjasti „Hr. 59″ Kevin Chappell, sem hefir nýlega hrist af sér bakmeiðsli, á samtals 10 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á The Greenbrier SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á The Greenbrier SMELLIÐ HÉR: Í aðalmyndaglugga (f.v.: Joakin Niemann, Robby Shelton og Scottie Scheffele).


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2019 | 01:00

PGA: Chappell á 59!!!

Bandaríski kylfingurinn, Kevin Chappell spilaði á sögulegum 59 höggum á móti vikunnar á PGA Tour, „A Military Tribute at the Greenbrier“. Hann er aðeins 10. kylfingurinn í sögu PGA Tour til þess að spila á þessu draumaskori flestra…. og það í móti á PGA Tour. Á hringnum glæsilega fékk Chappell hvorki fleiri né færri en 11 fugla og komu fyrstu 3 á 1. 5. og 7. holu Old White TPC og síðan hinir 8 í röð frá 11.-18. holu!!! Ótrúlega glæsilegt!!! Skorið glæsilega varð til þess að Chappell fór upp 110 sæti á The Greenbrier og situr nú í 5. sæti skortöflunnar á samtals 10 undir pari, 130 höggum (71 Lesa meira