Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2019 | 23:59

PGA: Justin Thomas sigraði á BMW Championship

Það var Justin Thomas, sem stóð uppi sem sigurvegari á BMW Championship. Sigurskorið hjá Thomas var 25 undir pari, 263 högg (65 69 61 68). Í 2. sæti varð Patrick Cantlay, 3 höggum á eftir Thomas á 22 undir pari samtals, 266 höggum (66 67 68 65). Hideki Matsuyama náði þrátt fyrir glæsilokahring upp á 63 högg ekki að stela sigrinum af Thomas heldur landaði 3. sætinu á samtals 20 undir pari, 268 höggum (69 63 73 63). Mótið fór fram í Medinah CC, í Medinah, Illinois í Bandaríkjunum. Sjá má lokastöðuna á BMW Championship með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahrings BMW Championship með því að SMELLA Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2019 | 20:30

Íslandsbankamótaröðin 2019 (5): Gunnlaugur Árni Íslandsmeistari í strákaflokki!!!

Gunnlaugur Árni Sveinsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) fagnaði sigri á Íslandsmóti unglinga 2019 í strákaflokki 14 ára og yngri. Gunnlaugur Árni sigraði með nokkrum yfirburðum en hann lék hringina þrjá á Leirdalsvelli á 225 höggum. Sjá má heildarúrslitin í strákaflokki á Íslandsmóti unglinga í höggleik 2019 hér fyrir neðan: 1 Gunnlaugur Árni Sveinsson GKG 6 1 F 12 76 77 72 225 T2 Markús Marelsson GKG 7 3 F 21 79 81 74 234 T2 Veigar Heiðarsson GA 7 5 F 21 77 81 76 234 4 Elías Ágúst Andrason GR 5 6 F 24 77 83 77 237 5 Guðjón Frans Halldórsson GKG 10 5 F 31 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2019 | 20:00

Vestarr Íslandsmeistari í 2. deild kvenna 50+ á Íslandsmóti golfklúbba!!!

Golfklúbburinn Vestarr í Grundafirði (GVG) varð Íslandsmeistari í 2. deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba 2019. Glæsilegt og innilega til hamingju GVG!!! Keppt var á Öndverðarnesvelli. Golfklúbbur Kiðjabergs (GKG) varð í öðru sæti og Golfklúbbur Öndverðarness (GÖ) í því þriðja. Alls tóku 8 golfklúbbar þátt Sjá má heildarúrslit í 2. deild kvenna 50+ á Íslandsmóti golfklúbba 2019 hér að neðan:


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2019 | 19:30

Íslandsmeistarar GO í fl. karla 50+ spila í 1. deild á næsta ári!!!

Íslandsmeistarar í 2. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba 2019 varð sveit GO. Keppt var á Selsvelli á Flúðum og tóku alls 8 klúbbar þátt. Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM) varð í öðru sæti og Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (GVS) í því þriðja. Golfklúbbur Selfoss (GOS) féll í 3. deild. Sjá má heildarúrslit í 2. deild karla 50+ á Íslandsmóti golfklúbba 2019 hér að neðan:


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2019 | 19:30

Jóhanna Lea fékk ás

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, Íslandsmeistari í höggleik í flokki 17-18 ára stúlkna gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Íslandsmótinu. Ásinn kom á 2. keppnisdag á Íslandsmótinu á par-3 13. brautinni í Grafarholtinu. Brautin er 124 m löng. Jóhanna Lea lauk 2. hring á 3 yfir pari, 74 höggum – en Íslandsmeistaraskorið var samtals 12 yfir pari, 225 högg (78 74 73). Golf 1 óskar Jóhönnu Leu innilega til hamingju með ásinn og Íslandsmeistaratitilinn!!!  


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2019 | 19:00

GR Íslandsmeistari á Íslandsmóti golfklúbba 50+ í 1. deild kvenna!!!

Íslandsmót golfklúbba 50+ í 1. deild kvenna fór fram á Öndverðarnesvelli. Til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í ár kepptu sveit GR gegn sveit GK. GR sigraði og varð sveit GK því í 2. sæti. Sveit GKG tók bronsið. Sveit Golfklúbbsins Odds spilar í 2. deild að ári.


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2019 | 18:30

Íslandsbankamótaröðin 2019 (5): Böðvar Bragi Íslandsmeistari 15-16 ára drengja

Böðvar Bragi Pálsson, GR, er Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára á Íslandsbankamótaröð unglinga 2019. Böðvar Bragi lék hringina þrjá á Leirdalsvelli á +6 samtals og var fjórum höggum betri en Kjartan Sigurjón Kjartansson úr GR. Sjá má heildarúrslitin í drengjaflokki á Íslandsmóti unglinga í flokki 15-16 ára drengja hér að neðan: 1 Böðvar Bragi Pálsson GR -2 4 F 6 69 75 75 219 2 Kjartan Sigurjón Kjartansson GR 2 1 F 10 73 78 72 223 3 Breki Gunnarsson Arndal GKG 2 0 F 12 71 83 71 225 T4 Patrik Róbertsson GA 7 0 F 15 76 81 71 228 T4 Aron Ingi Hákonarson GM 6 0 F Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2019 | 18:00

GR sigurvegari á Íslandsmóti golfklúbba 50+ í 1. deild karla

Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði í 1. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba +50 ára. Keppt var á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Golfklúbburinn Keilir varð í öðru sæti og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar endaði í þriðja sæti. Alls tóku 8 golfklúbbar þátt og féll Golfklúbbur Borgarness í 2. deild. Sjá má sætaröðunina hér að neðan:


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2019 | 16:30

Evróputúrinn: Pieters sigurvegari D+D Real Czech Masters

Það var belgíski kylfingurinn Thomas Pieters sem stóð uppi á móti vikunnar á Evróputúrnum, D+D Real Czech Masters. Sigurskor Pieters var 19 undir pari, 269 högg (67 67 66 69). Mótið fór fram á Albatross golfstaðnum nálægt Prag í Tékklandi, dagana 15.-18. ágúst og lauk í dag. Sjá má lokastöðuna á D+D Real Czech Masters með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta lokahringsins á D+D Real Czech Masters með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Guðmundur Þorleifsson – 18. ágúst 2019

Það er Stefán Guðmundur Þorleifsson, sem á afmæli í dag. Hann er fæddur 18. ágúst 1916 og er því 103 ára í dag. Stefán er í Golfklúbbi Neskaupsstaðar, (GN). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Reykjavík Reykvíkingur (95 ára); Egill Egilsson, GMS, 18. ágúst 1956 (63 ára); Anna Kr. Jakobsdottir (63 ára); Grasagarður Reykjavíkur (58 ára); Thorey Vilhjalmsdottir (47 ára); Joachim B. Hansen, 18. ágúst 1990 (29 ára) danskur á Áskorendamótaröðinni ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli Lesa meira