Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2014 | 09:00
GS: Dagur Ebenezers sigraði á lokamóti 50 ára afmælismótaraðar GS

Það voru 117 kylfingar (þar af 13 kvenkylfingar), sem luku leik í lokamóti 50 ára afmælismótaraðar GS, í gær 1. maí 2014. Það voru glæsileg skor á lokamóti 50 ára afmælismótaraðar GS, 1. maí 2014. Dagur Ebenezers, GKJ og núverandi klúbbmeistari GKJ Kristján Þór Einarsson léku Leiruna báðir á 3 undir pari, 69 höggum!!! Dagur var betri á seinni 9 með 34 högg meðan Kristján Þór var með 36 högg. Í 3. sæti í höggleiknum varð stigameistari GSÍ 2013 í piltaflokki Aron Snær Júlíusson, GKG á 2 undir pari, 70 og í 4. sæti einnig á 2 undir pari varð golfkennarinn landsþekkti Ingvi Rúnar Gíslason, GS. Í punktakeppninni fékk heimakonan Elísabet Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2014 | 08:30
LPGA: Pettersen efst e. 1. dag í Texas

Það er norska frænka okkar, Suzann Pettersen, sem tekið hefir forystuna eftir 1. dag North Texas LPGA Shootout, sem fram fer í Las Colina CC í Irving, Texas. Suzann lék 1. hring á 5 undir pari, 66 höggum. Sex kylfingar deila 2. sætinu á 4 undir pari, 67 höggum hver: Michelle Wie, Solheim Cup stjarnan þýska Caroline Masson, Christina Kim, Cydney Clanton, Dori Carter og Cristie Kerr. Í 6. sæti enn 1 höggi á eftir þ.e. á 3 undir pari, 68 höggum voru síðan P.K Kongkraphan frá Thaílandi, Xi Yu Lin frá Kína og bandaríska stúlkan Amelía Lewis. Til þess að sjá stöðuna á North Texas LPGA Shootout SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2014 | 08:00
GSG: Atli Már á besta skorinu í fiskimótinu

Í gær, fór fram í Sandgerði 1. maí fiskimótið. Keppendur voru 60 þar af 9 kvenkylfingar. Mótið var punktamót og verðlaun veitt fyrir besta skor án forgj og 5 fyrstu sætin í punktakeppni með forgj. Sami keppandi gat ekki unnið til verðlauna í báðum flokkum. Atli Már Grétarsson, GK, lék Kirkjubólsvöll á 3 yfir pari, 75 höggum og var á besta skori keppanda. Hann fékk í verðlaun 4 kg léttsaltaða þorskhnakka og 4 kg bleikju + 1/2 kg harðfisk. Atli Már var einnig nú nýlega í golffréttum þar sem hann fór holu í höggi á 15. braut Húsatóftavallar. Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2014 | 22:00
GHR: Haukur Már lék best (á 66 höggum!!!) á 1. maí móti GHR og Grillbúðarinnar

Haukur Már Ólafsson, nýr þjálfari barna og unglinga í GKG, var á besta skorinu af þeim 215 (þar af 13 kvenkylfingar), sem luku leik á Strandarvelli í dag, í 1. maí móti GHR og Grillbúðarinnar. Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu úr mótinu með því að SMELLA HÉR: Haukur Már lék Strandarvöll á hvorki meira né minna en 4 undir pari, 66 höggum!!! Hann fékk 7 fugla (á 5., 8., 10., 11., 14., 17. og 18. holu) en því miður líka 3 skolla. Stórglæsilegur árangur þetta! Haukur Már er fæddur 26. júní 1986 og því 27 ára. Hann er sonur hinnar snjöllu golfdrottningar GKG, Maríu Málfríðar Guðnadóttur, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Guðmundsdóttir – 1. maí 2014

Það er Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingibjörg er fædd 1. maí 1964 og á því merkisafmæli í dag!!! Hún er eigandi golfvefverslunarinnar Hissa.is, þar sem margt skemmtilegt fyrir kylfinginn fæst m.a. hinir vinsælu SeeMore pútterar, japönsku Miura kylfurnar og SNAG golfkennsluútbúnaðurinn. Auk þess eru margir eigulegir smáhlutir sem fást s.s. tí, boltamerki, birdiepelar o.m.fl. Hægt er að smella á auglýsingu Hissa.is hér á síðunni til þess að sjá úrvalið. Ingibjörg er gift Magnúsi Birgissyni (Magga Birgis) golfkennara og eiga þau tvo stráka Pétur og Birgi Björn. Komast má á facebooksíðu Ingibjargar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Ingibjörg Guðmundsdóttir (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2014 | 14:00
Ryder Cup 2024 fer fram í NY

Ryder Cup keppnin 2024 þ.e. eftir 10 ár mun fara fram á Bethpage Black golfvellinum, uppáhaldi margs íslenska kylfingsins í New York og þar áður þ.e. 2019 mun 101. US PGA Championship risamótið einnig verða haldið á velinum en PGA of America náði samningi við ríkisstjóra NY, Andrew Cuomo þar um. Svarti völlurinn (ens. Black course) er einn af 5 golfvöllum ríkisskrúðgarðsins á Long Island en þar var m.a. Opna bandaríska haldið fyrir 5 árum, þegar Lucas Glove vann fyrsta og eina risatitil sinn til þessa. Nr. 11 á heimslistanum Rory McIlroy er eflaust líka vera ánægður með staðsetningu Ryder bikarsins 2024 vegna þess að hann sigraði á The Barclays þar fyrir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2014 | 12:00
GK: Hreinsunarmótið fer fram 4. maí

Þá er það ákveðið, vinsæla Hreinsunarmótið verður haldið 4. maí n.k. Mæting er fyrir þá sem vilja taka til hendinni klukkan 09:00. Tekið verður á því til 12:30, síðan verður grillað og allir síðan ræstir út klukkan 14:00. GK hvetur félagsmenn sína til að klæða sig eftir veðri og einnig til að taka með sér vinnuvettlinga. Verkefnin verða fjölmörg og nóg fyrir alla að gera. Golfvöllurinn verður síðan opinn fyrir rástímapantanir mánudaginn 5. maí. Keilisfélagar geta byrjað að bóka sig á rástíma á laugardagskvöldið klukkan 20:00. Fyrsti koma fyrstir fá…. GK vonar að veðrið verði öllum hliðhollt í sumar, allir eigi eftir að njóta sumarsins og lækka forgjöfina!
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2014 | 10:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Andrew Svoboda (1/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour hlutu kortin sín á PGA Tour. Byrjað verður í dag að kynna þann sem varð í 25. sæti og rétt slapp fyrir horn að hljóta PGA Tour kortið sitt. Svoboda tók hins vegar einnig þátt í Web.com Tour Finals og varð þá í 5. sæti! Hann vann því svo sannarlega fyrir kortinu sínu á PGA Tour. Svoboda hefir gengið vel það sem af er á PGA Tour en hann varð m.a. T-2 þ.e. deildi 2. sætinu með öðrum nýliða á PGA Tour, Robert Streb, á Zurich Classic nú nýverið. Andrew Svoboda er fæddur í New Rochelle, New York. 2. október 1979 og er því 34 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2014 | 08:30
GS: Róbert Smári sigraði á næstsíðasta mótinu í 50 ára afmælismótaröð GS

Veður var hið besta og Hólmsvöllur í frábæru ásigkomulagi þann 26. apríl s.l., enda var skor margra leikmanna með besta móti á næstsíðasta 50 ára afmælismóti GS. Það má segja að ungur kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja hafi stolið senunni. Róbert Smári Jónsson (16 ára) lék frábært golf og endaði með 42 punkta og á 70 höggum; var á besta skorinu og með flesta punktanna yfir mótið í heild. Í 2. sæti í punktunum varð annar heimamaður, Jón Björgvin Guðnason með 40 glæsipunkta og í 3. sæti varð síðan Haukur Ingi Júlíusson, GK á 39 punktum (með 20 punkta á seinni 9 ). Laufey Jóna Jónsdóttir (15 ára) lék einnig afbragðsvel Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2014 | 08:00
NÝTT!!! Nýju strákarnir á PGA Tour 2013-2014

Golf 1 mun nú hefjast handa við að kynna „nýju strákana“ á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Árið 2013 var reglum um hvernig menn kæmust á sterkustu mótaröð karlkylfinga, þ.e. bandarísku PGA mótaröðina, breytt. Hér áður fyrr voru haldin úrtökumót til þess að komast á PGA Tour og síðan eitt lokaúrtökumót og síðan fengu efstu menn kortin sín beint á PGA Tour. Nú er verið að þyngja leiðina inn á PGA Tour. Leiðin á PGA Tour nú er þannig að fyrst verður að fara í úrtökumót og komast í gegnum lokaúrtökumót til þess að komast inn í 2. deild PGA Tour, Web.com mótaröðina. Á hverju ári fá 25 efstu á peningalista Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

