Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2014 | 10:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Andrew Svoboda (1/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour hlutu kortin sín á PGA Tour. Byrjað verður  í dag að kynna þann sem varð í 25. sæti og rétt slapp fyrir horn að hljóta PGA Tour kortið sitt.  Svoboda tók hins vegar einnig þátt í Web.com Tour Finals og varð þá í 5. sæti!  Hann vann því svo sannarlega fyrir kortinu sínu á PGA Tour.

Svoboda hefir gengið vel það sem af er á PGA Tour en hann varð m.a. T-2 þ.e. deildi 2. sætinu með öðrum nýliða á PGA Tour, Robert Streb, á Zurich Classic nú nýverið.

Andrew Svoboda er fæddur í New Rochelle, New York. 2. október 1979 og er því  34 ára.

Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði  St. Johns University í New York City. Hann sigraði í 14 háskólamótum þ.á.m.  Big East Conference Championship árið 2001.

Svoboda spilaði á the Hooters Tour á árunum 2005 – 2009 og sigraði 1 sinni. Hann spilaði síðan á Web.com Tour 2010 – 2012. Hann vann sér  fyrst inn kortið sitt á PGA Tour með því að verða í 21. sæti á peningalista Web.com  2012.  Svoboda spilaði á PGA tour 2013 en átti erfitt.  Hann sigraði hins vegar Price Cutter Charity Championship á Web.com Tour í ágúst Hann varð síðan eins og segir í 25. sæti á peningalista Web.com Tour 2013 og ávann sér þar með kortið sitt á PGA Tour.  Hann vann síðan 2. mót  Web.com Tour Finals, þ.e. Chiquita Classic.

Svoboda hefir m.a. komist í gegnum úrtökumót fyrir U.S. Open 4 sinnum en besti árangur hans á því móti er T-71 árangur, árið 2008. Besti árangur hans til þessa á PGA Tour er T-2 árangur á Zurich Classic of New Orleans, 2014.