Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2014 | 21:00

GKG: Benedikt, Hlynur og Þórdís sigruðu á Opna N1 mótinu!

Í dag, 17. maí 2014,  fór fram Opna N1 mótið á Leirdalsvelli. Þátttakendur voru 135 þar af 10 kvenkylfingar, en sérstök kvennaverðlaun voru í mótinu og mættu fleiri klúbbar taka sér það til fyrirmyndar! Hér eru helstu úrslit í Opna N1 móti GKG: Punktakeppni: Karlar 1. sæti – 50 þús króna innkort (Inneignarkort hjá N1) – Hlynur Bergsson GKG, 38 p 2. sæti – 30 þús króna innkort (inneignarkort hjá N1) – Benedikt Árni Harðason GK, 37 p, 21 á seinni 3. sæti – 10 þús króna innkort (inneignarkort hjá N1) – Finnur Bjarnason GKJ, 37 p., 20 p á seinni. Konur 1. sæti – 50 þús króna innkort (Inneignarkort Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2014 | 20:30

GN: Markús og Hjörvar sigruðu í Vormóti GN

Í dag, laugardaginn 17. maí 2014 fór fram Vormót GN á Grænanesvelli. Þátttakendur voru 33 (þar af  1 kvenkylfingur heimakonan Jóhanna Bryndís Jónsdóttir, GN). Keppnisfyrirkomulag var almennt og veitt 1 verðlaun fyrir besta skor og fyrir 3 efstu sætin í punktakeppninni. Á besta skorinu í Vormóti GN var heimamaðurinn Hjörvar O Jensson, GN á 9 yfir pari, 79 höggum og í punktakeppninni sigraði Markús Eyþórsson í GFH, á 42 punktum. Í 2. sæti í punktakeppninni varð Kristinn Jóhannes Ragnarsson, GBE á 39 punktum og í 3. sæti varð Óskar Sverrisson, GN á 37 punktum. Sjá má heildarúrslit í punktakeppnishluta Vormóts GN hér að neðan: 1 Markús Eyþórsson GFH 26 F Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2014 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel lauk keppni langt frá sínu besta á NCAA Sugar Grove Regionals

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State tóku þátt í  NCAA Sugar Grove Regional, sem fram fór á Rich Harvest Farmes, í Sugar Grove, Illinois. Mótið fór fram dagana 15.-17. maí 2014 og lauk í kvöld. Þátttakendur voru 75 frá 19 háskólum. Axel byrjaði ágætlega var á 4 yfir pari 76 höggum; en verr gekk seinni tvo hringina sem Axel lék á 83 og 84 höggum. Samtals var Axel á 27 yfir pari, 243 höggum (76 83 84) og varð í 64. sæti í einstaklingskeppninni. Axel var á 5. og lakasta skori Mississippi State,  sem lauk keppni  í 12. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á  NCAA Sugar Grove Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2014 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tinna Jóhannsdóttir – 17. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er atvinnukylfingurinn Tinna Jóhannsdóttir. Tinna er fædd 17. maí 1986 og er því 28 ára í dag.  Hún er í Golfklúbbnum Keili. Sjá má viðtal Golf 1 við Tinnu með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Tim Sluiter 17. maí 1979 (35 ára); Hunter Mahan 17. maí 1982, heimsmeistari í holukeppni 2012 (32 ára) …. og ….. Ólöf Ásta Farestveit , GK (45 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2014 | 17:00

Evróputúrinn: Pieters leiðir enn – Jiménez í 2. sæti – hápunktar 3. dags á Opna spænska

Belgíumaðurinn Thomas Pieters heldur forystu sinni eftir 3. hring Opna spænska. Pieters er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 209 höggum (69 69 71). Í 2. sæti er kominn gamla brýnið nýgifta Miguel Ángel Jiménez, en hann lék 3. hring á 3 undir pari. Samtals hefir Jiménez leikið á 5 undir pari, 211 höggum (69 73 69). Richie Ramsay, Richard Green og Chris Wood deila síðan 3. sætinu, á samtals 4 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Open de España SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Open de España SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2014 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og WF urðu í 9. sæti á NCAA D1 Women´s West Regionals

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest tóku þátt í NCAA D1 Women´s West Regionals, en mótinu lauk fyrir viku síðan þ.e. fór fram 8.-10. maí 2014. Leikið var í Tumble Creek Club í Suncadia Resort í Cle Elum, í Washington ríki. Keppendur voru 126 frá 30 háskólum, en margir spiluðu einungis sem einstaklingar; t.a.m. var aðeins Mädchen Ly sem lék úr liði Guðrúnar Brár Björgvinsdóttur, þ.e. fyrir Fresno State, en ekki liðið allt.  Ólafía Þórunn lék hringina 3 á samtals 232 höggum (79 77 76) og varð T-49 í einstaklingskeppninni. Ólafía Þórunn varð á 3. besta skori Wake Forest og taldi það því í 9. sætis Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2014 | 11:30

LET Access: Valdís Þóra lauk leik í 31. sæti í Kristianstad

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, sem komst svo glæsilega í gegnum niðurskurð í gær á Kristianstad Åhus Ladies PGA Open á LET Access mótaröðinni lék lokahringinn í mótinu í dag. Sá hringur var sá langbesti hjá Valdísi Þóru en hún var á sléttu pari, 72 höggum á hring þar sem hún fékk 3 fugla og 3 skolla. Samtals lék Valdís Þóra á 10 yfir pari, 226 höggum (75 79 72). Efstu stúlkurnar eiga enn eftir að ljúka leik en sem stendur lítur út að efsta sætið falli í skaut heimakonunnar Isabellu Ramsay eða þýska LET kylfingsins Steffi Kirchmayr (sjá kynningu Golf 1 á Kirchmayr með því að SMELLA HÉR:  ) Til þess að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2014 | 09:00

LPGA: Hee Young Park efst e. 2. dag Kingsmill

Það er Hee Young Park sem leiðir eftir 2. dag á Kingsmill Championship, en fresta varð leik á 2. degi mótsins og því verður 2. hringurinn ekki kláraður fyrr en í dag og nokkrar sem enn geta jafnað við Park. Park er búin að leika fyrstu hringina 2 á samtals 8 undir pari (66 68). Í 2. sæti sem stendur eru þær sem lokið hafa leik á 7 undir pari en það eru Brittany Lang (67 68) og Stacy Lewis (70 65), en sú síðarnefnda stórbætti leik sinn fór úr 29. sætinu sem hún var í eftir 1. dag í 2. sætið , sem hún er í sem stendur. Forystukona Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2014 | 04:00

PGA: Todd efstur – 8 í 2. sæti á HP Byron Nelson e. 2. dag

Brendon Todd frá Bandaríkjunum leiðir í hálfleik á HP Byron Nelson Championship. Todd er samtals á samtals  8 undir pari, 132 höggum (68 64). Hvorki fleiri né færri en 8 kylfingar eru í 2. sæti; allir á samtals 6 undir pari, 2 höggum á eftir Todd, en það eru: Graham DeLaet; Martin Kaymer, Morgan Hoffman, Mike Weir, Paul Casey, Tim Hernon, Marc Leishman og Charles Howell III. Til þess að sjá stöðuna á HP Byron Nelson Championship e. 2. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2, dags HP Byron Nelson Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 21:45

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn lauk keppni í 19. sæti á NAIA Men´s Golf Championship

Hrafn Guðlaugsson, GSE og golflið Faulkner tóku þátt í  NAIA National Championship. Mótið fór fram dagana 13.-16. maí á Champions golfvelli LPGA International, á Daytona Beach, Flórída og lauk í kvöld.  Þátttakendur eru 156 frá 29 háskólum. Slæmt veður í gær var til þess að 3. hringur var felldur niður og mótinu breytt úr 72 holu mót í 54 holu. Hrafn gekk ekki nógu vel í dag á lokahringnum, lék á 77 höggum og var því samtals á  2 yfir pari, 218 höggum (71 70 77) Í einstaklingskeppninni varð Hrafn í  19. sætinu, sem er glæsilegur topp-20 árangur, einnig þegar litið er til fjölda keppenda!!! Til þess að sjá lokastöðuna í einstaklingskeppni Lesa meira