Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2014 | 09:00

LPGA: Hee Young Park efst e. 2. dag Kingsmill

Það er Hee Young Park sem leiðir eftir 2. dag á Kingsmill Championship, en fresta varð leik á 2. degi mótsins og því verður 2. hringurinn ekki kláraður fyrr en í dag og nokkrar sem enn geta jafnað við Park.

Park er búin að leika fyrstu hringina 2 á samtals 8 undir pari (66 68).

Í 2. sæti sem stendur eru þær sem lokið hafa leik á 7 undir pari en það eru Brittany Lang (67 68) og Stacy Lewis (70 65), en sú síðarnefnda stórbætti leik sinn fór úr 29. sætinu sem hún var í eftir 1. dag í 2. sætið , sem hún er í sem stendur.

Forystukona 1. dags, Azahara Muñoz er einnig á 7 undir pari, en á eftir að spila lokaholuna og því gæti hún enn jafnað við Park.

Lexi Thompson og Lizette Salas eru enn höggi á eftir á samtals 6 undir pari, hvor, en Thompson á eftir að ljúka leik á lokaholunni og Salas á 2 óleiknar holur eftir og gæti því einnig jafnað við Park.

Önnur sem sýndi verulega bætta frammistöðu er Lydia Ko, sem líkt og Stacy Lewis var í 29. sætinu eftir 1. dag, en er búin að vinna sig upp í 12.sætið og á eftir að klára að spila 2 holur.  Ko er sem stendur 4 höggum á eftir Hee Young Park.

Til þess að sjá stöðuna á Kingsmill Championship eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: