Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2014 | 11:30

Pablo Larrazabal: „Af hverju koma svona skrítnir hlutir alltaf fyrir mig?“

Pablo Larrazabal virðist ekki geta tekið þátt í golfmóti án þess að skrítnir hlutir fara allt í einu að gerast. Skemmst er að minnast þegar hann tók þátt í Maybank Malaysian Open og varð að stökkva út í vatnshindrun vegna þess að geitungasvarmur réðist á hann. Sjá frétt Golf1 með því að SMELLA HÉR:  Larrazabal tekur nú þátt í BMW PGA Championship og deilir 14. sætinu, eftir 1. hring sem er ágætis árangur. Hins vegar verður að telja að lega á bolta hans fyrir 3. högg hans á 18. braut Wentworth hafi verið fremur skrítin …. einhvern veginn lenti hún milli læra á áhorfanda. Larrazabal tvítaði meðfylgjandi mynd af legunni Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2014 | 10:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Alex Prugh (15/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 11. sæti, en það er  Alex Prugh.  Prugh lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 42. sæti, (af 50) og bætti því stöðu sína ekkert Alexander Prugh fæddist 1. september 1984 í Spokane, Washington. Prugh var í Joel E. Ferris menntaskólanum, þar sem hann var í golfliðinu. Hann spilaði síðar í bandaríska háskólagolfinu með University of Washington, þars em hann var þrefaldur varsity Pac-10-All-Conference. Árið 2010 kvæntist Alex núverandi konu sinni, Katie. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2014 | 08:00

Evróputúrinn: Sergio dregur sig úr BMW PGA Championship með hnémeiðsl

Nr. 7 á heimslistanum, Sergio Garcia dró sig úr BMW PGA Championship á Wentworth stuttu eftir að hann lauk við 1. hring í gær á þessu flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar. Hinn 34 ára Spánverji (Garcia), sem lék á 1 yfir pari, 73 höggum hefir verið hrjáður af hnjámeiðslum og vonast til að hann nái að jafna sig fyrir risamót næsta mánaðar, US Open í Pinehurst. Á fyrsta deginum á Vesturvelli Wentworth var Garcia með 15 pör, 2 skolla og aðeins 1 fugl á 18. flöt. Garcia sagði að loknum hringnum: „Því miður er þetta það sama og gerðist á the Spanish Open.“ „Það (hnéð) var betra, vegna hvíldar á mánudeginum og þriðjudeginum, en Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2014 | 07:00

Nordea: Birgir Leifur hefur leik í dag í Landskrona

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur leik í dag á Landskrona Masters PGA Championship, en mótið er hluti af Nordea mótaröðinni. Leikið er í Landskrona GK í Svíþjóð og stendur mótið dagana 23.-25. maí. Birgir Leifur á rástíma kl. 9:30 að staðartíma (þ.e. nákvæmlega eftir hálftíma að okkar tíma hér heima á Íslandi þ.e. kl. 7:30.) Fylgjast má með gengi Birgis Leifs á Landskrona Masters með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2014 | 06:00

PGA: Dustin Johnson leiðir á Crowne Plaza – Hápunktar 1. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson, (DJ) sem leiðir eftir 1. dag á Crowne Plaza Inv., sem fram fer á Colonial CC í Fort Worth, Texas og er mót vikunnar á PGA Tour. DJ kom inn á 5 undir pari, 65 höggum. Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir DJ eru þeir Tim Wilkinson, Hunter Mahan, Harris English og Robert Streb. Hópur 10 kylfinga deilir síðan 6. sætinu þ.á.m. Jordan Spieth og Jimmy Walker og nýliðinn Wes Roach (sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:; allir á 3 undir pari, 67 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Crowne Plaza SMELLIÐ HÉR:  Til Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 20:30

Evróputúrinn: Björn leiðir í Wentworth – Hápunktar 1. dags

Það er Daninn Thomas Björn sem setti glæsilegt vallarmet, kom í hús á 10 undir pari, 62 höggum og leiðir eftir 1. dag BMW PGA Championship, sem er flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar og hófst í dag. Þetta er vallarmet á Wentworth. Í 2. sæti eftir 1. dag er Shane Lowry á glæsi 64 höggum og í 3. sæti er Rafa Cabrera-Bello á samtals 7 undir pari, 65 höggum. Ýmis stór nöfn eru ofarlega á skortöflunni og koma e.t.v. með að blanda sér í toppbaráttuna; þannig eru Martin Kaymer, Henrik Stenson og Rory McIlroy meðal 6 kylfinga sem deila 8. sætinu á samtals 4 undir pari, 68 höggum. Sá sem á titil að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 19:30

EuroPro: Ólafur Björn í 25. sæti e. 2. dag í Englandi

Ólafur Björn Loftsson, atvinnumaður, tekur þátt í  The Dawson and Sanderson Travel Classic mótinu, sem er hluti af EuroPro mótaröðinni. Mótið stendur dagana 21.-23. maí og leikið er á Longhirst Hall golfvellinum í Dawson, Englandi. Þátttakendur eru 156, þar af hafa 3 dregið sig úr mótinu. Ólafur Björn er búinn að spila á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (72 74) og deilir 25. sætinu ásamt 5 öðrum. 5 efstu á EuroPro mótaröðinni fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni í lok keppnistímabilsins – Það er vonandi að Ólafur Björn verði þar á meðal! Á facebook síðu sína skrifaði Ólafur Björn eftirfarandi um hringinn og keppnisaðstæður í dag: „Skrautlegur dagur að baki hér í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 19:00

EPD & LET Access: Valdís Þóra og Þórður Rafn komust ekki í gegnum niðurskurð

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, og Þórður Rafn Gissurarson, GR, komust bæði ekki í gegnum niðurskurði á mótum, sem þau tóku þátt í ; Valdís Þóra í Svíþjóð og Þórður Rafn í Austurríki. Bæði mótin eru 54 holu og er skorið niður eftir 2 hringi – þeir sem komast í gegn fá að spila 3. og lokahringinn, en því miður fá Valdís Þóra og Þórður Rafn það ekki að þessu sinni Valdís Þóra tók þátt í Sölvesborgs Ladies Open í Sölveborg, Svíþjóð. Gestgjafi mótsins var Fanny Sunesen. Valdís Þóra komst sem segir ekki í gegnum niðurskurðinn, sem miðaður var við samtals 8 yfir pari en Valdís var 2 höggum frá því að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Elías Björgvin Sigurðsson – 22. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Elías Björgvin Sigurðsson. Elías Björgvin er fæddur 22. maí 1997 og því 17 ára í dag. Hann er í Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Elías Björgvin er auk golfsins í handbolta og er aðstoðarþjálfari HK. Foreldrar Elíasar Björgvins eru Ragnheiður Elíasdóttir og Sigurður Egill Þorvaldsson. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér fyrir neðan: Elías Björgvin Sigurðsson (17 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Horton Smith, f. 22. maí 1908- d. 15. október 1963) ; Gwladys Nocera, 22. maí 1975 (39 ára)  ….. og ……l Hildur Gylfadóttir, GK  (47 ára) Sonja Þorsteinsdóttir  Geir Gunnarsson (62 ára) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 16:30

Elín segir Tiger „frábæran pabba“ en á erfitt með að gleyma svikum hans

Elín Nordegren tjáði sig í fyrsta skipti í 4 ár um samband sitt við Tiger Woods í tímaritinu „People Magazine.“ Þar sagði hún að Tiger væri samband þeirra væri „virkilega gott“ í dag, hún væri komin yfir það sem gerst hefði í hjúskap þeirra (framhjáhald Tiger)  og væri á góðum stað í lífinu í dag; hún hefði bara haldið áfram …. Og það er svo sannarlega margt gott að gerast í lífi Elinar Nordegren í dag – hún útskrifaðist úr háskóla fyrir skemmstu – var hæst í árgangnum með 3,96 í meðaleinkunn (hæst gefið 4) og hélt útskrifataræðuna s.s. Golf 1 hefir áður greint frá SMELLIÐ HÉR: Svo virðist samt Lesa meira