Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 17:45
Íslandsbankamótaröðin 2014 (1): Helga Kristín sigurvegari í stúlknaflokki

Það voru aðeins 5 keppendur í stúlknaflokki á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem lauk í dag 25. maí 2014. Af þeim stóð klúbbmeistari NK, Helga Kristín Einarsdóttir uppi sem sigurvegari. Helga Kristín lék á samtals 23 yfir pari 167 höggum (83 84) og átti 4 högg á næsta keppanda Sigurlaugu Rún Jónsdóttur, GK, sem varð í 2. sæti. Dalvíkingar áttu síðan 3. sætið en í því hafnaði Birta Dís Jónsdóttir, á 28 yfir pari. Sjá má lokastöðuna í stúlknaflokki á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar hér að neðan: 1 Helga Kristín Einarsdóttir NK 8 F 45 39 84 12 83 84 167 23 2 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 11 F 44 44 88 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 17:30
Íslandsbankamótaröðin 2014 (1): Ingvar Andri sigraði í strákaflokki

Ingvar Andri Magnússon, GR sigraði í dag í strákaflokki í 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Garðavelli, Akranesi. Á Íslandsbankmótaröðinni eru leiknar 36 holur og var Ingvar Andri á samtals 7 yfir pari, 151 högg (78 73). Hringur upp á 1 yfir pari, 73 högg, sem Ingvar Andri töfraði fram er hreint með ólíkindum, en á hringnum fékk hann 3 fugla og 4 skolla. Í 2. sæti varð Ragnar Már Ríkharðsson, GKJ á samtals 13 yfir pari og í 3. sæti varð Viktor Ingi Einarsson, GR á samtals 14 yfir pari. Alls voru keppendur í strákaflokki 27 og má sjá heildarúrslit hér að neðan: 1 Ingvar Andri Magnússon GR 0 F 36 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 16:45
Evróputúrinn: Rory sigraði í Wentworth

Rory McIlroy sigraði á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, BMW PGA Championship, nú fyrr í dag. Hann lék á samtals 14 undir pari, 274 höggum (68 71 69 66). Á lokahringnum skein í forna snilldartakta hjá Rory, en hann fékk örn, 6 fugla og 2 skolla á hringnum. Hér má sjá myndskeið af lokapútti Rory SMELLIÐ HÉR: Í 2. sæti 1 höggi á eftir varð Shane Lowry, á samtals 13 undir pari. Thomas Björn, sem búinn var að leiða allt mótið varð að sætta sig við 3. sætið , sem hann deildi með fyrrum nr. 1 á heimslistanum Luke Donald. Þeir voru enn öðru höggi á eftir á samtals 12 undir pari Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 16:12
Eimskipsmótaröðin 2014 (1): Ragnar Már Garðarsson sigraði á Nettó-mótinu!!!

Ragnar Már Garðarsson, GKG sigraði nú rétt í þessu á 1. mótinu 2014 á Eimskipsmótaröðinni, Nettó-mótinu. Hann lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (76 74 70) og bætti sig með hverjum hringnum. Lokahringurinn hjá Ragnari var sérlega glæsilegur en hann spilaði Leiruna á 2 undir pari og það í því Leirulogni sem var í dag! Á hringnum fékk Ragnar Már 5 fugla og 3 skolla. Þess mætti til gamans geta að Ragnar og bróðir hans Sigurður Arnar voru báðir í „Tigerhollum“ í dag þ.e. síðasta ráshóp út, eftir bestu frammistöðu á fyrri keppnisdegi; Ragnar Már á Eimskipsmótaröðinni en Sigurður Arnar í strákaflokki á Íslandsbankamótaröðinni á Akranesi. Í 2. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 15:30
Eimskipsmótaröðin 2014 (1): Sunna Víðisdóttir sigraði í kvennaflokki á Nettó-mótinu

Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði á Nettómótinu, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina, en mótið er fyrsta mót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni. Sunna lék kvenna best á 75 höggum eða þremur yfir pari Hólmsvallar, hún spilaði hringina þrjá á 234 höggum eða 18 yfir pari. Sunna sýndi oft á tíðum snilldartakta á lokahringnum, setti m.a. niður glæsilegt 7 metra parpútt á par-4 11. brautinni og fékk 3 fugla í röð á brautum 14.-16 í Leirunni! Í öðru sæti varð Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili á 236 höggum, en hún leiddi mest allt mótið. Í þriðja sæti kom svo Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja á 240 höggum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 10:00
GBE: Þórunn Sif með 50 punkta á Vormótinu! – Steinar Snær á besta skorinu

Í gær, 24. maí 2014, fór fram Vormót GBE á Byggðarholtsvelli á Eskifirði. Þátttakendur voru 40 (35 karl- og 5 kvenkylfingar). Keppnisfyrirkomulag var almennt þ.e. veitt 1 verðlaun fyrir efsta sætið í höggleik og 3 efstu sætin í punktakeppni. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Besta skor: Steinar Snær Sævarsson, GBE, 79 högg. Úrslit í punktakeppni: 1. sæti Þórunn Sif Friðriksdóttir, GBE, 50 punktar 2. sæti Steinar Snær Sævarsson, GBE, 38 punktar 3. sæti Guðmundur Halldórsson, GBE, 38 punktar 4. sæti Magnús Gunnar Eggertsson, GKF, 36 punktar
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 09:00
PGA: 4 í forystu fyrir lokahring Crowne Plaza – Hápunktar 3. dags

Það eru 4 kylfingar, sem eru í forystu á Crowne Plaza Invitational á Colonial í Fort Worth Texas: Japaninn Hideki Matsuyama og Chad Campbell, Chris Stroud og David Toms frá Bandaríkjunum. Allir eru þeir búnir að spila á samtals 7 undir pari, 203 höggum, hver. Á hæla þeirra aðeins 1 höggi á eftir, á 6 undir pari, er hópur 6 kylfinga; Jimmy Walker, Kevin Chappell, Chris Kirk, Marc Leishman, Brian Harman og Tim Clark. Það er því allt galopið í mótinu og 10 efstu menn sem allir eiga góða möguleika á að standa uppi sem sigurvegarar! Spennandi golfkvöld framundan!!! Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring Crowne Plaza SMELLIÐ HÉR: Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 08:30
LET: Kylie Walker leiðir enn í Hollandi

Skoski kylfingurinn Kylie Walker leiðir enn á Deloitte Ladies Open. Kylie er samtals búin að spila á 5 undir pari, 141 högg (69 72). Í 2. sæti 2 höggum á eftir Kylie er Titiya Plucksataporn frá Thaílandi, á 3 undir pari 143 höggum (73 70). Fimm deila síðan 3. sætinu á samtals 2 undir pari, þ.á.m. hin sænska Camilla Lennarth. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Deloitte Ladies Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 08:00
Evróputúrinn: Björn enn efstur í Wentworth – Hápunktar 3. dags

Daninn Thomas Björn er enn efstur fyrir lokahring BMW PGA Championship í Wentworth klúbbnum, en hann er búinn að leiða alla keppnisdagana. Forysta hans er afgerandi en hann hefir 5 högga forystu á þann sem er í 2. sæti fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Luke Donald. Björn er samtals búinn að spila á 15 undir pari, 201 högg (62 72 67) meðan Donald er á 10 undir pari, 206 höggum (64 70 73). Í 3. sæti er Shane Lowry á 9 undir pari og 4. sætinu deila þeir Rory McIlroy og Joost Luiten á samtals 8 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag BMW PGA Championship Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 22:45
Íslandsbankamótaröðin 2014 (1): Staðan e. fyrri dag

Fyrsta mótið á Íslandsbankamótaröðinni 2014 fór fram á Garðavelli hjá GL í dag. Óhætt er að segja að mikið hvassviðri hafi sett svip sinn á skor keppenda í mótinu. Það voru 135 skráðir í mótið en 125 luku keppni í dag (95 karl- og 30 kvenkeppendur). Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu með því að SMELLA HÉR: Helstu úrslit eftir 1. dag á Íslandsbankamótaröðinni eru eftirfarandi: Strákaflokkur (14 ára og yngri): 1 Ingvar Andri Magnússon GR 0 F 40 38 78 6 78 78 6 2 Sverrir Haraldsson GKJ 6 F 39 39 78 6 78 78 6 3 Sigurður Arnar Garðarsson GKG 4 F 40 39 Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

