Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2014 | 10:00
Björn og Sterne draga sig úr US Open

Danski kylfingurinn Thomas Björn , 43 ára, verður ekki með á Opna bandaríska risamótinu sem hefst í næstu viku í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Björn, sem sigrað hefir 15 sinnum á Evrópumótaröðinni, ber fyrir sig eymsli í hnakka, háls og öxlum. Sæti Björn í mótinu tekur áhugamaðurinn Andrew Dorn. Suður-afríski kylfingurinn Richard Sterne mun heldur ekki verða með þar sem hann hefir ekki náð sig góðan af meiðslum. Sæti Sterne tekur bandaríski kylfingurinn Scott Langley.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2014 | 08:00
Eimskipsmótaröðin 2014 (3): Næsta mót er Símamótið í Borgarnesi

Næsta mót á Eimskipsmótaröðinni fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi og er skráningarfrestur í mótið til 9. júní n.k. Símamótið fer fram dagana 13.-15. júní 2014 á sama tíma og Opna bandaríska á Pinehurst no. 2. Símamótið er mikilvægt mót fyrir okkar bestu kylfinga enda styttist í Íslandsmótið í holukeppni og fá efstu 32 kylfingar á Eimskipsmótaröðinni að loknum 3 mótum keppnisrétt á Íslandsmótinu í holukeppni. Þá styttist í Evrópukeppnir landsliða og mun Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari fylgjast grannt með gangi mála á mótinu og í framhaldinu mun hann tilkynna EM-liðin. Mótanefnd GSÍ skoðaði þann möguleika að víxla mótum og færa Símamótið á Garðavöll og spila í Borgarnesi í ágúst, en Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2014 | 07:00
Evróputúrinn: Lyoness Open hafið

Í morgun hófst Lyoness Open powered by Greenfinity mótið í Diamond golfklúbbnum í Atzenbrügg, Austurríki. Mótið stendur 5.-8. júní 2014. Meðal keppenda er spænska sjarmatröllið Miguel Angel Jiménez, Hollendingurinn Joost Luiten og fyrrum Ryder Cup fyrirliðinn José Maria Olazabal. Flest stóru nöfnin vantar annars í mótið þar sem flestir eru í Bandaríkjunum að undirbúa sig undir Opna bandaríska, sem hefst á Pinehurst no. 2 i Charlotte, Norður-Karólínu í næstu viku. Fylgjast má með gengi keppenda á Lyoness Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 20:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2014: Marta Silva og Dani Holmqvist (1-2/ 48)

Það voru 48 stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA 8. desember 2013; 20 hlutu fullan keppnisrétt og aðrar 28 takmarkaðan, í gegnum Q-school Stage III, þ.e. lokaúrtökumótið á LPGA International, á Daytona Beach í Flórída. Hér verða allar stúlkurnar 48 kynntar en sá háttur hafður á að 2-3 stúlkur, sem urðu í 21.-48. sæti verða kynntar saman en síðan verður sérkynning á hverri þeirra 20 stúlkna, sem hlaut fullan spilarétt. Niðurskurður var að þessu sinn miðaður við slétt par, þ.e. allar sem voru á pari eða betur hlutu einhvern keppnisrétt á LPGA. Í kvöld verða kynntar fyrstu 2 af 5 sem voru T-44 þ.e. voru í 44.-48. sæti. Þessar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 19:00
Evróputúrinn: Rory kylfingur maímánaðar

Rory McIlroy hefir verið valinn Race to Dubai kylfingur maímánaðar á Evróputúrnum eftir sigur hans á flaggskipsmóti mótaraðarinnar, BMW PGA Championship í Wentworth. Rory var heilum 7 höggum á eftir forystumanni fyrir lokahringinn en hafði betur gegn Shane Lowry og átti 1 högg í lokinn á Lowry. Rory var á frábæru lokaskori, 66 höggum á hinum fræga Vesturvelli Wentworth og vann auk þess fyrsta titil sinn á evrópskri grund og þann 6. allt í allt. „Að sigra á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar var mjög sérstakt,“ sagði Rory. „Þetta er fyrsti sigur minn í Evrópu og virkilega mikilvæg og velkomin viðbót við hina titla mína.“ „Evrópumótaröðin hefir alltaf reynst mér vel og þessi Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 17:00
Afmæliskylfingar dagsins: Sandra Haynie og Sandra Post – 4. júní 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir og þær heita báðar Sandra: Sandra Haynie, f. 4. júní 1943 í Fort Worth, Texas og Sandra Post, f. 4. júní 1948. Sandra Haynie á því 71 árs afmæli í dag og Sandra Post er 66 ára í dag. Sandra Haynie er gerðist atvinnumaður í golfi, 18 ára, árið 1961 og strax sama ár komst hún á LPGA. Þar á hún að baki 43 sigra, þ.á.m. í 3 risamótum kvennagolfsins. Sandra Haynie Sandra Post er ekki síður frábær kylfingur en nafna hennar Haynie. Hún er fyrsti kvenkylfingurinn frá Kanada til þess að spila á LPGA. Ein af fyrstu greinunum, sem skrifuð var á Golf 1 var um Söndru Post Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 16:00
Jimenez á „heimavelli“ í Austurríki

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Lyoness Open powered by Greenfinity, sem fram fer í Atzebrügg, Austurríki dagana 5.-8. júní n.k. og hefst því á morgun. Spánverjinn, Miguel Ángel Jiménez verður á „heimavelli“ vegna þess að hann á nú heimili í Vín, Austurríki (passar það ekki vel að vínunnandinn Jimeénez eigi heimili þar? 🙂 eftir að hann kvæntist konu sinni hinni austurísku Susanne. Þau kynntust einmitt á Lyoness mótinu en Susanne er mikill kylfingur, sem elskar að spila golf. Þau hjónakornin voru einmitt á golfvellinum í gær, en Jiménez kaus að spila æfingahringinn sinn með konunni sinni. Eftir æfingahringinn sagði hann við m.a. við blaðamenn: „Veðrið var frábært og ég skemmti Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 15:00
GKJ: Katrín Dögg fékk ás!

Katrín Dögg Hilmarsdóttir, GKJ, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 1. holu Hlíðavallar í gær, 3. júní 2014. Þetta er í annað sinn sem Katrín nær draumahögginu og er hún því nú þegar félagi í Einherjaklúbbnum. En engu að síður frábært að ná því að fara holu í höggi aftur, alltaf gaman og sumir sem ná þessu afreki aldrei!!! Golf 1 óskar Katrínu Dögg innilega til hamingju með ásinn!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 14:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Bronson La Cassie (20/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 6. sæti, en það er Bronson La Cassie. La Cassie tók þátt í Web.com Tour Finas eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu en varð í 36. sæti og bætti því stöðu sína ekkert. Bronson La Cassie fæddist í Brisbane, Ástralíu 15. apríl 1983 og er því 31 árs. Hann er best þekktur fyrir sigur í Western Amateur árið 2006 . Á unglingsárum sínum spilaði Bronson fyrir Queensland State Team, sem varð í 2. sæti árið 2000, sem og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 12:00
NÝTT!!! Nýju stúlkurnar á LPGA 2014

Golf 1 hefir ár hvert kynnt nýliða á helstu mótaröðum heims Evrópumótaröðinni, LET, PGA og LPGA. Búið er að kynna nýju strákana á Evrópumótaröðinni 2014; nýju stúlkurnar á LET 2014; verið er að kynna nýju strákana á PGA keppnistímabilið 2013-2014 og nú verður hafist handa við að kynna nýju stúlkurnar á LPGA 2014. Þann 8. desember 2013 lauk Q-school LPGA á Jones golfvellinum, hjá LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Það voru 48 sem hlutu keppnisrétt á LPGA – 20 efstu fullan keppnirétt en næstu 28 takmarkaðan. Hér á Golf 1 verða allar 48 kynntar og eins og alltaf verða þær neðstu kynntar fyrsta og endað á þeirri, sem sigraði Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

