Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2014 | 20:00
Eimskipsmótaröðin (4): Íslandsmótið í holukeppni hefst næstu helgi – Rástímar og riðlar

Um helgina fer fram Securitasmótið Íslandsmótið í holukeppni á Hvaleyrarvelli í Hafnafirði. Það er Golfklúbburinn Keilir sem hefur veg og vanda að framkvæmd mótsins að þessu sinni. Búið er að raða niður í riðla og rástíma en þá er að finna með því að SMELLA HÉR: Mótið hefst á föstudagsmorgun með riðlakeppni, átta 4 manna riðlar eru í karla og kvennaflokkum. Riðlakeppninni lýkur um hádegi á laugardag, efsti kylfingurinn í hverjum riðli kemst áfram í 8 manna úrslit sem leikin verða eftir hádegi á laugardaginn. Á sunnudagsmorgun verða undanúrslitaleikirnir leiknir og úrslitaleikirnir verða svo leiknir eftir hádegi. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á Twitter Golfsambandsins og á forsíðu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2014 | 19:00
LET: Camilla Lennarth sigraði Opna slóvakíska

Sænski kylfingurinn Camilla Lennarth vann nú um helgina sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröð kvenna (LET) þ.e. á móti LET í síðustu viku, Allianz Ladies Slovak Open presented by RESPECT. Mótið fór fram í Grey Bear golfklúbbnum í Talé, Slóvakíu. Sigur Lennarth var sannfærandi en hún var á samtals 11 undir pari, 277 höggum (70 72 69 66). Hin enska Melissa Reid var í 2. sæti heilum 4 höggum á eftir þ.e. á 7 undir pari, 281 höggi (75 68 71 67). Þriðja sætinu deildu skoski kylfingurinn Sally Watson og hin enska Hannah Ralph á samtals 3 undir pari, hvor, þannig að sést hversu miklir yfirburðir Lennarth voru. Til þess að sjá Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2014 | 14:00
Tiger í Hvíta húsinu í dag?

Í dag heldur Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sigurvegurum í bandaríska Foretabikarsliðinu 2013 veislu í Hvíta húsinu. Mikil spenna er hvort Tiger Woods muni mæta, en hann var lykilmaður bandaríska liðsins. Enginn boðslisti hefir verið gerður opinber þannig að óljóst er hvort Wooes mæti. Tiger og margir af forsetabikarskylfingunum eru þó í Washington í dag vegna þess að þessa viku fer fram Quicken Loans National mótið, en tekjur af mótinu renna í til góðgerðarstofnunar Tiger. Tiger sjálfur tekur þátt í mótinu og þá kemur í ljós hversu vel hann er búinn að ná sér í bakinu. Obama og Tiger eru vinir og spiluðu m.a. hring í Flórída í febrúar á síðasta ári. Boðið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2014 | 13:00
Wie drakk bjór úr risamótsbikarnum og stóð á haus!

Jafnvel þó Michelle Wie hafi verið að keppa á LPGA mótaröðinni núna í áratug, þá hafði hún aldrei sigrað í risamóti þar til nú um helgina. Þá sigraði hún glæsilega á Opna bandaríska kvenrisamótinu. Auðvitað var haldið með viðhöfn upp á sigurinn, verðlaunabikarinn fylltur með bjór, drukkið úr honum, staðið á haus… og teknar myndir. Myndirnar fór sem eldur í sinu um twitter-heima… en aðeins í 1 klst í gær þá var búið að eyða þeim. Hér að neðan má sjá tvær myndanna:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2014 | 12:00
Ólafur Björn komst í lokaúrtökumótið fyrir Opna breska

Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í úrtökumóti fyrir Opna breska risamótið, sem fram fór á Hankley Common golfvellinum. Úrtökumótið fór fram í gær og varð Ólafur Björn í 1. sæti á 3 undir pari, 68 höggum ásamt áhugamanninum James Wallis. Ólafur Björn tekur því þátt í lokaúrtökumótinu fyrir Opna breska. Til þess að sjá lokastöðuna í Hankley Common úrtökumótinu SMELLIÐ HÉR: Hér má sjá það sem Ólafur Björn skrifaði á facebook síðu sína um þátttökuna og sigurinn í úrtökumótinu á Hankley Common: „Frábær dagur að baki í Englandi. Tók þátt í fyrra stigi úrtökumóts fyrir opna breska meistaramótið þar sem 126 kylfingar á mínum velli kepptu um 12 sæti Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2014 | 07:50
Caroline Wozniacki: „Ég er ekki fórnarlamb“

Caroline Wozniacki segir að hún sé ekkert fórnarlamb sambandsslitanna við Rory McIlroy. Hún segir að nú taki bara „betra“ við eftir ósköpin. Fyrrum nr. 1 í tennisnum mætir Shahar Peer í 1. umferð á Wimbledon n.k. mánudag og segir að hún einbeiti sér nú aðeins að tennisnum og því að komast yfir sambandsslitin. „Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi og fólk hefir verið svo indælt, en ég er ekki fórnarlamb, ekki aldeilis,“ segir Wozniacki í The Times. „Allir ganga í gegnum hæðir og lægðir í lífinu og fólk á erfitt, ótrúlegir hlutir gerast eitthvað hræðilegt og þetta er aðeins hluti af því að fullorðnast og læra.“ „Ég hugsa bara að það Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2014 | 21:00
Afmæliskylfingur dagsins: Kári Sölmundarson – 23. júní 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Kári Sölmundarson. Kári er fæddur 23. júní 1970 og er því 44 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Oddi. Kári hefir tekið þátt í ýmsum opnum mótum og staðið sig vel. T.a.m. var hann í 2. sæti á 20 ára afmælismóti Bakkakots 2011. Kári er kvæntur Hörpu Þórsdóttur. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Kári Sölmundarson 44 ára Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Ben Sayers, 23. júní 1856; Samuel McLaughlin Parks, Jr., 23. júní 1909; Lawson Little, 23. júní 1910; Flory Van Donck, 23. júní 1912 (102 ára afmæli); Colin Montgomerie, 23. júní 1963 (51 árs); David Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2014 | 19:00
Hvað er heitt og hvað afleitt?

Nú í sumar verður nýr greinarflokkur hér á Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“ Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en greinin birtist og er þ.a.l. heitt og að sama skapi eitthvað sem var afleitt í vikunni þar á undan. Í hinum íslenska greinaflokki er ekkert loforð gefið um fjölda þess sem er heitt eða afleitt að öðru leyti en því að alltaf Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2014 | 15:00
GG: Guðrún Brá lék Húsatóftavöll á glæsilegum 5 undir pari á Blue Lagoon Open!

Jónsmessudag, 21. júní 2014, fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík, kvennamótið Blue Lagoon Open. Þátttakendur voru 86 og keppnisfyrirkomulag almennt; þ.e. veitt 1 verðlaun fyrir besta skor og 3 fyrir efstu sætin í punktakeppni með forgjöf. Guðrún Brá Björgvinsdóttir var bæði á besta skorinu og efst í punktakeppninni. Hún lék Húsatóftavöll á glæsilegum 5 undir pari, 65 höggum og var með 37 punkta. Á hringnum fékk Guðrún Brá 7 fugla og 2 skolla. Reyndar skipuðu Keiliskonur sér í 3 efstu sætin í höggleikshluta mótsins, því í 2. sæti varð Þórdís Geirsdóttir, GK á 1 yfir pari , 71 höggi og í 3. sæti Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK, á 9 yfir pari, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2014 | 14:45
GKJ: Guðjón Reyr og Pétur Péturs sigruðu á Ballantines Open 2014

Ballantines Open fór fram á Hlíðavelli á laugadaseftirmiðdag 21. júní 2014 og var ræst út af öllum teigum kl. 16. Veður var gott þó kulaði aðeins þegar líða fór á kvöldið. Skemmtilegu móti lauk með því að haldin var chippkeppni og var Sverrir Freyr Þorleifsson sá sem hitti í netkörfu sem var sett á mitt púttsvæðið. En að mótinu sjálfu. Það voru 84 sem þátt tóku og skemmtu sér vel. Ágæt skor sáust en helstu úrslit urðu þessi: 1. sæti Guðjón Reyr Þorsteinsson, GKJ og Pétur Pétursson, GKJ á 63 höggum nettó (30,5 á seinni 9) 2. sæti Magnús Lárusson, GJÓ og Stefán Már Stefánsson, GR á 3 höggum Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

