Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2014 | 08:00

Íslandsmót 35+ fer fram í Vestmannaeyjum

Golfklúbbur Ísafjarðar (GÍ) og Golfklúbbur Bolungarvíkur (GB)  fór þess á leit við GSÍ að fyrirhugað Íslandsmót 35 ára og eldri yrði fært, þar sem golfvellir þeirra í Tungudal og í Syðri-Dal hefðu ekki komið vel undan vetri og ástand þeirra því ekki nægjanlega gott til að halda mótið. Mótanefnd GSÍ hefur í framhaldi af þeirri beiðni ákveðið að mótið fari fram á Vestmannaeyjavelli og verður það haldið 17.-19. júlí, eins og upphaflega stóð til. Þeir keppendur sem þegar voru búnir að skrá sig til þátttöku, þurfa að skrá sig í mótið að nýju. Allar upplýsingar um mótið er að finna í upplýsingum um mótið í mótaskrá. Skrá má sig í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2014 | 07:00

EuroPro: Ólafur Björn á 73 á 1. degi

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt í móti á EuroPro mótaröðinni sem fram fer á Frilford Heath golfvellinum, en mótið hófst í gær. Ólafur Björn lék á 1 yfir pari, 73 höggum og er í  66. sæti af 164 þátttakendum. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Frilford Heath með því að  SMELLA HÉR:   Á facebook síðu sína skrifaði Ólafur Björn eftirfarandi um 1. dag mótsins: „Ég spilaði fremur varfærnislega þar sem ég var að sjá völlinn í fyrsta skipti. Ég var að keppa á æfingadeginum (mánudag) og völlurinn var lokaður í gær vegna Pro-Am móts. Ég var á tveimur höggum undir pari eftir 13 holur og á góðu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Hrafnkell Óskarsson. Hrafnkell er fæddur 25. júní 1952 og á því 61 árs afmæli í dag!!! Hrafnkell er læknir með sérfræðileyfi í skurðlækningum frá Svíþjóð 1988. Hrafnkell er góður kylfingur, sem er í Golfklúbbi Kiðjabergs (GKB) og hefir m.a. verið sigursæll í opnum mótum, t.a.m. á viðmiðunarmótum LEK. Eins var hann einn þeirra sem þátt tók í Læknagolfi á Hvaleyrinni nú í ár aftur með góðum árangri. Hrafnkell er kvæntur Þórhildi Sigtryggsdóttur, lækni og þau eiga dótturina Hrafnhildi og tvö barnabörn. Komast má á facebooksíðu Hrafnkels til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Hrafnkell Óskarsson (62 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2014 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2014: Caroline Westrup, Brianna Do, Maude-Aimee Leblanc (15-17/48)

Það voru 48 stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA 8. desember 2013; 20 hlutu fullan keppnisrétt og aðrar 28 takmarkaðan, í gegnum Q-school Stage III, þ.e. lokaúrtökumótið á LPGA International, á Daytona Beach í Flórída. Hér verða allar stúlkurnar 48 kynntar en sá háttur hafður á að 2-3 stúlkur, sem urðu í 21.-48. sæti verða kynntar saman en síðan verður sérkynning  á hverri þeirra 20 stúlkna, sem hlaut fullan spilarétt. Niðurskurður var að þessu sinni miðaður við slétt par, þ.e. allar sem voru á pari eða betur hlutu einhvern keppnisrétt á LPGA. Í dag verða kynntar seinni 3 af 6 sem voru T-32 þ.e. voru í 32.-37. sæti, en Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2014 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Martin Kaymer? (7/7)

Hér fer lokagreinin í 7 greina röð um þýska kylfinginn Martin Kaymer, sem sigraði svo glæsilega á „5. risamótinu“ The Players fyrr í þessum máimánuði á þessu ári og síðan á Opna bandaríska í þessum mánuði. Hér í lokin verður á handahlaupum, rakið það helsta sem drifið hefir á daga hans s.l. 2 ár þ.e. 2012-2014: 2012: Kaymer í Ryder bikars kraftaverkaliði Evrópou í Medinah Þann 30. september 2012, sigraði Kaymer í tvímenningsleik sínum í Rydernum gegn Steve Stricker með minnsta mun 1&0.  Pútt hans á 18. flöt tryggði að Ryder bikarinn varð um kjurt í Evrópu.  Liðsmaður Kaymer, Francesco Molinari, gulltrygði síðan sigur Evrópu með 1/2 stigi sínu en með því Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2014 | 11:00

17 íslenskir unglingar taka þátt á móti í Finnlandi

17 íslenskir unglingar taka þátt í Finnish International Junior Championship. Fylgjast má með gengi unglinganna 17 á Finnish International Junior Championship með því að SMELLA HÉR: Unglingarnir 17 eru eftirfarandi: Strákar:  Ingi Rúnar Birgisson, GKG Ingvar Andri Magnússon, GR Kristófer Karl Karlsson, GKj Magnús Friðrik Helgason, GKG Sigurður Arnar Garðarsson, GKG Telpur:  Eva Karen Björnsdóttir, GR Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR Ólöf María Einarsdóttir, GHD Saga Traustadóttir, GR   Drengir:  Arnór Snær Guðmundsson, GHD Bragi Aðalsteinsson, GKG Fannar Ingi Steingrímsson, GHG Helgi Snær Björgvinsson, GK Henning Darri Þórðarson, GK Hlynur Bergsson, GKG Jóel Gauti Bjarkason, GKG Kristján Benedikt Sveinsson, GHD      


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2014 | 10:00

Caroline Wozniacki: „Ég er ekkert að deita gegnum internetið“

Nr. 7 á heimslistnaum RoryMcIlroy sleit trúlofun sinni og dönsku tennisdrotningarinnar Caroline Wozniacki í síðata mánuði og var Wozniacki eyðilögð. Hin 23 ára Caroline ætlar sko ekkert að fara að deita á næstunni …. og alls ekki gegnum internetið. Hún hló þegar einn blaðamaður spurði hana að þessu og sagði: „Ég er nú ekki alveg svo örvæntingarfull! Sjáum bara hvað setur.“ „Ég er fullkomlega ánægð með að vera einhleyp í augnablikinu.“ „Það er ansi erfitt fyrir nokkurn að fá mig til að missa fótfestu og ég dett ekkert af stólnum fyrir hvern sem er.  Þetta verður að vera einhver alveg sérstakur.“ „Í augnablikinu er ég bara að einbeita mér að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2014 | 09:00

GR: Gísli Þór á besta skorinu í Flugfélags Íslands mótinu – Ragnhildur með nýtt vallarmet í Korpunni

Opna Flugfélag Íslands mótið fór fram á Korpúlfsstaðavelli sunnudaginn 22. júní 2014. Þátttakendur voru 122, þar af 26 kvenkylfingar. Sá hluti Korpunnar sem spilaður var, var Áin og Landið.  Leikfyrirkomulag var flokkaskipt punktakeppni (fgj. 0-8,4   og fgr. 8.5-36) og veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki. Jafnframt voru veitt 1 verðlaun fyrir besta skor.  Jafnframt voru veitt nándarverðlaun á öllum par-3 holum vallarins. Á besta skorinu var Gísli Þór Þórðarson GR en hann lék Korpuna á glæsilegum 3 undir pari, 69 höggum – fékk 6 fugla og 3 skolla á hringum.   Hann var einnig með flesta punkta í punktakeppnishlutanum eða 41. Það sem var ekki síður glæsilegt Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2014 | 08:00

Tiger var í veislu Obama í Hvíta húsinu

Tiger Woods var meðal gesta sem sóttu Obama Bandaríkjaforseta heim í Hvíta húsið í gær. Mikið var búið að spekúlera í fjölmiðlum vestra hvort Tiger myndi mæta en gestalistinn var ekki gefinn upp af Hvíta húsinu. 3 mestu kylfingar í Hvíta húsinu: Obama, varaforsetinn Joe Biden og þingmaðurinn John Boehner (speaker of the House) tóku á móti Forsetabikarsliðinu. Í ræðu sinni til þess að bjóða gestina (Forsetabikarsliðið velkomið) vísaði Obama m.a. til þessara tveggja framangreindu sem uppáhaldsgolffélaga sinna, sem báðir yrðu þó að gefa sér högg vegna forgjafar (þ.e. Obama með hærri forgjöf en þeir báðir). Obama þakkaði sérstaklega Phil Mickelson fyrir að gefa sér ráð um hvernig ætti að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2014 | 23:30

Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf María Jónsdóttir – 24. júní 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf María Jónsdóttir. Ólöf María er fædd 24. júní 1976 og er því 38 ára í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Ólöf er fyrst íslenskra kvenna og sú eina til dagsins í dag,  til þess að fá fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (LET: Ladies European Tour).  Ólöf María er gift og á 2 börn. Komast má á facebook síðu Ólafar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Olof Maria Jonsdottir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Billy Casper, 24. júní 1931 (83 árs);  Juli Inkster, 24. júní 1960 (54 ára);  Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (42 árs);  Louise Lesa meira