Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2014 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Martin Kaymer? (7/7)

Hér fer lokagreinin í 7 greina röð um þýska kylfinginn Martin Kaymer, sem sigraði svo glæsilega á „5. risamótinu“ The Players fyrr í þessum máimánuði á þessu ári og síðan á Opna bandaríska í þessum mánuði. Hér í lokin verður á handahlaupum, rakið það helsta sem drifið hefir á daga hans s.l. 2 ár þ.e. 2012-2014:

2012: Kaymer í Ryder bikars kraftaverkaliði Evrópou í Medinah
Þann 30. september 2012, sigraði Kaymer í tvímenningsleik sínum í Rydernum gegn Steve Stricker með minnsta mun 1&0.  Pútt hans á 18. flöt tryggði að Ryder bikarinn varð um kjurt í Evrópu.  Liðsmaður Kaymer, Francesco Molinari, gulltrygði síðan sigur Evrópu með 1/2 stigi sínu en með því vann Evrópa  14½ – 13½. Spurning hvort Kaymer verði með í Gleneagles í haust og sýni sömu töfratakta þar?

2013: Kaymer á PGA Tour
Kaymer ákvað það á að spila aðallega á PGA Tour á 2013 keppnistímabilinu. Hann hefir spilarétt þar út árið 2015 vegna sigur síns 2010 á PGA Championship. Með sigri sínum á The Players er hann búinn að framlengja keppnisrétt sinn á PGA Tour út árið 2016!  Árið 2013 var að mörgu leyti vonbrigðaár fyrir Kaymer – hann sigraði aldrei, en var á þessum tíma að vinna í breytingum á sveiflu sinni.

Það sem af er 2014: The Players
Kaymer sigraði á The Players Championship á Ponte Vedra Beach, Florida, á 13 undir pari. Hann átti 1 högg á   Jim Furyk, eftir miklar tafir í mótinu vegna veðurs. Kaymer setti niður sigurpúttið í næsta niðamyrkri. Eftirminnilegast af glæsitilþrifum Kaymer er þó þegar hann setti niður 10 metra par pútt á 17. flötinni.  Annað sem var eftirtektarvert í mótinu er að hann jafnaði vallarmetið á TPC Sawgrass á 1. hring í mótinu með 63 höggum og komst þar með í hóp þeirra sem hafa afrekað það á undan honum Fred Couples (1992), Greg Norman (1994) og Roberto Castro (2013). Kaymer varð 4. Evrópubúinn til þess að sigra á the Players (hinir eru Sandy Lyle 1987, Sergio García  2008 og Henrik Stenson  2009) og aðeins 4. kylfingurinn í golfsögunni til þess að hafa sigrað á risamóti, heimsmóti og The Players (en hinum sem líka hefir tekist það eru  Tiger Woods, Adam Scott og Phil Mickelson), Hann, Woods og Scott eru einu kylfingar sögunnar sem geta bætt því við að hafa verið nr. 1 á heimslistanum. Kaymer komst aftur á topp-30 á heimslistanum, en hann varð 28. á heimslistanum eftir sigurinn.  Sigurinn færði honum líka mesta verðlaunafé ferilsins: $1.8 milljón.