Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2014 | 10:30
GÞ: Sigurbjörg og Svanur klúbbmeistarar 2014

Meistaramót Golfklúbbs Þorlákshafnar fór fram dagana 25. til 28. júní 2014. Mótið tókst vel í alla staði þó veðrið hafi ekki alltaf leikið við kylfinga. Lokadaginn var mjög gott veður og lauk mótinu með veislu og verðlaunaafhendingu. Klúbbmeistari karla varð Svanur Jónsson og klúbbmeistari kvenna varð Sigurbjörg Þ. Óskarsdóttir. Úrslit urðu eftirfarandi: Meistaraflokkur karla – Svanur Jónsson 319 högg (4 hringir) Meistaraflokkur kvenna – Sigurbjörg Þ. Óskarsdóttir 325 högg (3 hringir) 1. flokkur karla – Óskar Logi Sigurðsson 285 högg (3 hringir) Karlar 55 ára +, – Gunnar Halldórsson 138 högg (3 x 9 holur)
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2014 | 10:00
PGA: Billy Hurley heldur forystu – Hápunktar 3. dags á Greenbrier Classic

Bandaríski kylfingurinn Billy Hurley heldur forystu sinni á Greenbrier Classic mótinu fyrir lokahringinn. Hann er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 198 höggum (68 63 67). Tveimur höggum á eftir er gamla brýnið argentínska, Ángel Cabrera og er hann svo sannarlega að blanda sér í baráttuna um sigurinn. Cabrera lék á 64 glæsihöggum í gær og er samtals á 10 undir pari, 2 höggum á eftir Hurley (68 68 64). Í 3. sæti er Kevin Chapell á samtals 9 undir pari og 7 kylfingar deila 4. sætinu á samtals 8 undir pari, hver þ.á.m. Camilo Villegas og Steve Stricker. Til þess að sjá stöðuna á Greenbrier Classic eftir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2014 | 08:00
Hver er arftaki Tiger sem næsta golfstórstjarna Bandaríkjanna?

Nú þegar Tiger er farinn að eldast og verða fyrir meiðslum, þannig að hann er meira og minna frá keppni eru menn vestra farnir að velta fyrir sér arftaka hans. Golf Digest hefir tekið saman lista af nokkrum líklegum kandídötum, en segir þá hafa reynst misjafnlega. Og suma alls ekki hafa virkað. Hér má sjá lista Golf Digest sem er sem fyrr í máli og myndum SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 22:15
GHR: Baldur, Dóra og Svavar Gísli sigruðu í Opna SS mótinu

Í dag, 5. júlí 2014 fór fram Opna SS mótið á Strandarvelli á Hellu. Þátttakendur voru 25. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Punktakeppni karlar: 1. sæti Svavar Gísli Ingvason 38 punktar 2. sæti Halldór Ingi Lúðvíksson 32 punktar 3. sæti Baldur Baldursson 30 punktar 4. sæti Magnús Arnar Kjartansson 29 punktar Punktakeppni konur: 1. sæti Dóra Ingólfsdóttir 32 punktar 2. sæti Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir 31 punktar 3. sæti Hafdís Alda Jóhannsdóttir 28 punktar 4. sæti Laufey Balgerður Oddsdóttir 27 punktar Besta skor: Baldur Baldursson 80 högg Nándarverðlaun: 2. braut Baldur Baldursson 2,33 m. 8. braut Hafdís Alda Jóhannsdóttir 5.54 m. 11. braut Þórarinn Egill Þórarinsson 8,09 m. GHR Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 21:45
LET: IK Kim leiðir e. 3. hring European Ladies Masters

Það er IK Kim sem búin er að koma sér í efsta sætið á ISPS HANDA European Ladies Masters. Kim átti glæsihring upp á 63 högg á 3. keppnisdegi European Ladies Masters og er komin með góða 4 högga forystu á þá sem er í 2. sæti, hina áströlsku 18 ára Minjee Lee, sem samtals er búin að spila á 10 undir pari. Þriðja sætinu deila síðan forystukona fyrstu tvo dagana Sarah Kemp frá Ástralíu og hin bandaríska Amalía Lewis. Báðar hafa þær leikið á samtals 9 undi pari, hvor. Fimmta sætinu deila síðan þýska Solheim Cup stjarnan Caroline Masson ásamt hinni áströlsku Nikki Campbell, en athygli vekur góður árangur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 21:00
PGA: Ótrúlegt 13 metra pútt Stricker

Steve Stricker setti ótrúlega, langt 13 metra pútt niður á flöt par-4 1. holunnar á Old White TPC á 3. hring Greebrier Classic. Sjá má glæsilegt pútt Stricker með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 18:00
Afmæliskylfingar dagsins: Guðjón, Íris Björg og Mensý – 5. júlí 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru hvorki fleiri né færri en þrír. Guðjón D Gunnarsson er fæddur 5. júlí 1943 og á 70 ára stórafmæli í dag. Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir – Mensý er fædd 5. júlí 1964 og á 50 ára stórafmæli og Íris Björg Þorvarðardóttir er fædd 5. júlí 1974 og á því 40 ára afmæli. Golf 1 óskar öllum afmæliskylfingunum innilega til hamingju með afmælið. Komast má á facebook síður þeirra hér að neðan til þess að óska þeim til hamingju með afmælið Guðjón D Gunnarsson (70 ára) Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir-Mensý (50 ára) Íris Björg Þorvarðardóttir (40 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sigurður Hafsteinsson 5. júlí 1956 (58 ára); Jeff Hall, 5. júlí Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 16:00
Evróputúrinn: Örn Manassero – Myndskeið

Ítalski kylfingurinn, Matteo Manassero, fékk örn á 18. braut á 3. hring Opna franska á Le Golf National. Hringurinn gæti ekki hafa byrjað verr hjá honum en hann fékk þrefaldan skolla á 1. holuna …. en lauk við hringinn á glæsierni á 18. holu. Hér má sjá örn Manassero SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 15:00
Evróputúrinn: Kevin Stadler með 4 högga forystu e. 3. dag Opna franska

„Litli rostungurinn“ Kevin Stadler er kominn með 4 högga forystu fyrir lokahring Opna franska á næstu keppinauta sína. Samtals er Stadler búinn að spila á 9 undir pari, 204 höggum (64 68 72). Sjá má kynningu Golf 1 á Stadler með því að SMELLA HÉR: Fjórum höggum á eftir Kevin Stadler eru heimamaðurinn Victor Riu og Thailendingurinn Thongcai Jaidee, báðir á 5 undir pari, 209 höggum. Martin Kaymer er einn í 4. sæti á samtals 3 undir pari, 6 höggum á eftir Stadler. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Opna franska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá högg 3. dags á Opna franska SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 11:00
G-Mac og Westwood líklegast með í Ryder Cup

Í viðtali við Sam Torrance, aðstoðarfyrirliða Ryder Cup liðs Evrópu þá er líklegra en ekki að Graeme McDowell og Lee Westwood verði með í Ryder bikarnum í Gleneagles í Skotlandi nú í haust. Eins sagðist Torrance gjarnan vilja sjá landa sinn Stephen Gallacher í Ryder bikars liði Evrópu. Til þess að sjá viðtalið við Torrance SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

