Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 14:00

Hank Haney um Tiger: „Golfið skiptir hann ekki eins miklu máli og áður“

Nú er aðeins rúm vika í Opna breska risamótið og fyrrum sveifluþjálfari Tiger,  Hank Haney er ekki bjartsýnn á að Tiger takist að sigra.   Haney sagði í viðtali við the Scotsman að golf skipti fyrrum nemanda sinn „ekki eins miklu máli og áður.“ Haney benti á að eftir að hafa risið upp frá dauðum eftir bakuppskurð á  Quicken Loans National í síðasta mánuði ætlaði Tiger sér ekkert að spila þar til í Opna breska þann 17. júlí. „Ég trúi því ekki að honum finnist að hann sé tilbúinn til að sigra á Opna breska,“ sagði Haney.  „Ef svo væri hefði hann spilað í Greenbrier eða Opna skoska (á Evróputúrnum í þessari viku).“ Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 12:00

Hvað var í sigurpoka Cabrera?

Angel Cabrera var með nokkrar nýjar kylfur í pokanum á  The Greenbrier Classic sem reyndust vel: * Cabrera notaði Ping S55 7-járn m.a. þegar hann sló  175 yarda (160 metra) á  par-4 13. holu Old White TPC, og jók forystu sína. * S.s. fram hefir komið hér á Golf 1 var Cabrera líka einn af 8 fulltrúum Ping á túrnum sem voru að prufukeyra G30 dræver PING í fyrsta sinn, með þessum líka flotta árangri.  Cabrera var í 11. sæti í drævlengd á 307.1 yördum (280.8 metrum) og var í 4. sæti í nákvæmni dræva, hitti 82,14% af brautum sínum. Eftirfarandi var annars í sigurpoka Cabrera:  Bolti: Titleist Pro V1x Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 11:00

8 kylfingar með PING G30 drævera á Greenbrier Classic

Átta kylfingar notuðu nýja PING G30 dræverinn á The Greenbrier Classic, þ.á.m. sigurvegarinn Angel Cabrera, en einnig Bubba Watson, Charles Howell III, David Lingmerth, Daniel Summerhays og Jeff Maggert. Dræverinn og brautartrén (sem Golf 1 hefir áður fjallað um sjá með því að SMELLA HÉR🙂 eru með 6 „turbulatora“ á kylfukrónunni á Ti 8-1-1 kylfuhöfuðinu, sem hjálpa til við að bæta loftaflsfræðilega virkni kylfunnar verulega með því að fresta skiptingu lolftflæðisins við sveflu. Skv. fulltrúm PING bætti Cabrerea við 2 mílum/klst í boltahraða og lengdi sig um 1 1/2 – 2 metra með minna spinni og hærra sláttuhorni (ens. launch angle)  í nýja drævernum. Hinn tvöfaldi risamótssigurvegari (Cabrera) bættii líka PING G30 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 10:00

GÖ: NTC Open haldið næsta laugardag

NTC OPEN  verður haldið næst komandi laugardag 12.júlí 2014. Keppnisskilmálar: Mótið er punktamót þar sem hæst gefin forgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Karlar spila af gulum teig og konur af rauðum. Þeir karlar sem eru 70 ára og eldri mega spila af rauðum teig og reiknast þá forgjöf miðaða við þá teiga. Verðlaun eru eingöngu veitt þeim sem hafa löglega stjörnumerkta forgjöf samkvæmt forriti GSÍ.  Aðeins eru veitt ein verðlaun á mann fyrir utan nándarverðlaun. Verslanir NTC eru ; COMPANYS, Deres, eva, focus, gallerí sautján, gs skór, Karakter, Kultur, Kultur Menn, SMASH, Sparkz, Urban. Verðlaun verða fyrir fyrstu 5 sætin í punktakeppni ásamt besta skori án Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 09:00

GV: Hreggviður sigraði í Icelandair Volcano Open

Dagana 4.-5. júlí s.l. fór fram Icelandair Volcano Open.  Þátttakendur í ár voru tæp 150, þar af 35 kvenkylfingar. Spilaðir voru tveir 18 holu hringir og var keppnisformið punktakeppni. Sigurvegari í ár var Hreggviður Jónsson, GR en hann var samtals með 77 punkta dagana tvo (37 40). Glæsilegur árangur það!!! Sjá má heildarúrslitin á Icelandair Volcano Open hér að neðan: 1 Hreggviður Jónsson GR 24 F 23 17 40 37 40 77 2 Dean Edward Martin GV 24 F 20 11 31 44 31 75 3 Júlíus Hallgrímsson GOT 1 F 16 20 36 38 36 74 4 Friðrik Þór Sigmarsson GV 21 F 16 21 37 33 37 70 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 07:00

EM landsliða hefjast í dag

EM karlalandsliða. Landslið karla tekur þátt í Evrópukeppni karlalandsliða sem fram fer í Finnlandi 8. -12. júlí n.k.  Íslenska landsliðið tryggði sér rétt til þátttöku á Evrópumótinu þegar það náði 2. sæti í undankeppni fyrir Evrópumót landsliða í Tékklandi á síðasta ári. Einungis 16 sterkustu lið Evrópu hafa þátttöku rétt í mótinu. Keppt verður á Linna golfvellinum sem er staðsettur um 100 km frá Helsinki rétt utan við bæinn, Hameenlinna. Karlalandsliðið: Andri Þór Björnsson, Golfklúbbi Reykjavíkur Bjarki Pétursson, Golfklúbbi Borgarness Gísli Sveinbergsson, Golfklúbbnum Keili Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Golfklúbbi Reykjavíkur Haraldur Franklín Magnús, Golfklúbbi Reykjavíkur Ragnar Már Garðarsson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar Þjálfari: Birgir Leifur Hafþórsson Liðsstjóri: Gauti Grétarsson Hægt er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 00:01

Hver er kylfingurinn: IK Kim?

IK Kim sigraði nú um helgina ISPS HANDA European Ladies Masters í Buckinghamshire golfklúbbnum í Englandi. In-Kyung „I. K.“ Kim fæddist 13. júní 1988 í Suður-Kóreu og er því 26 ára. Kim var í golflandsliði Kóreu 2003 og 2004 og vann 3 mót á International Junior Golf tour. Árið 2005, spilaði Kim á mótum bandaríska golfsambandisns fyrir unglina (the American Junior Golf Association (AJGA)), þar sem hún sigraði á  Hargray Junior Classic. Árið 2005 vann Kim líka U.S. Girls’ Junior og var í efsta sæti á   U.S. Women’s Amateur. Atvinnumennskan Kim varð jöfn annari í 1. sæti á LPGA Final Qualifying Tournament í  Flórida í desember 2006 og ávann sér full Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2014 | 23:00

Hvað er heitt og hvað afleitt?

Nú í sumar verður nýr greinarflokkur hér á  Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“ Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en greinin birtist og er þ.a.l. heitt og að sama skapi eitthvað sem var afleitt í vikunni þar á undan. Í hinum íslenska greinaflokki er ekkert loforð gefið um fjölda þess sem er heitt eða afleitt að öðru leyti en því að alltaf Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2014 | 21:00

Rory með írsku módeli?

Sú frétt hefir farið eins og eldur í sinu um golffréttamiðla að fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy og írska módelið Nadia Forde, séu byrjuð saman. Til þeirra sást nú um helgina á lífinu í Dublin, skv. Daily Mail en þau eiga að hafa verið saman mest allt kvöldið á bar einum Dublin’s House á Leeson Street í hópi 15 annarra sameiginlegra vina sinna. Rory og Nadia eru sögð hafa yfirgefið samkvæmið saman kl. 3:00. Rory er sagður hafa borgað reikninginn, sem nam u.þ.b. £5,500. Forde ber það af sér að þau Rory séu par, segir að þau séu bara góðir vinir og hann hafi sent sér nokkur SMS.


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tony Jacklin – 7. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er enski kylfingurinn Tony Jacklin; hann er fæddur 7. júlí 1944 og á því 70 ára stórafmæli í dag!!! Margir af yngri kylfingum dagsins í dag hafa aldrei heyrt hans getið. Hver er Tony Jacklin? Hann var sonur vörubílstjóra frá Scunthorpe í Englandi og varð síðar stjarna breska golfheimsins og aðalmaðurinn í góðum árangri Evrópu í Ryder Cup. Hátindum velgengni fylgdu miklir öldudalir lægða í stuttum en brillíant ferli Tony Jacklin. Tony Jacklin fæddist 7. júlí 1944 inn í verkamannafjölskyldu í Scunthorpe og ólíklegt virtist að hann ætti eftir að gera golfið að ævistarfi sínu. Þrátt fyrir mikinn stuðning frá föður sínum, sem var mikill golfaðdáandi þá fannst Lesa meira