
Hvað er heitt og hvað afleitt?
Nú í sumar verður nýr greinarflokkur hér á Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“
Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en greinin birtist og er þ.a.l. heitt og að sama skapi eitthvað sem var afleitt í vikunni þar á undan.
Í hinum íslenska greinaflokki er ekkert loforð gefið um fjölda þess sem er heitt eða afleitt að öðru leyti en því að alltaf er a.m.k. nefnt 1 atriði af hvoru og í mesta lagi 5 eins og á CBS. Haldið er sömu röð og hjá CBS – það sem er nr. 1 er heitast og síðan volgnar niður listann. Alveg eins með það sem er afleitt – það sem er frámunalega afleitt er í 1. sæti og síðan skánar eftir því sem fer niður listann.
Heitt/afleitt grein kemur nú í sumar alltaf til með að birtast á mánudögum.
Hér fer sjötti alíslenski „Hot“ listinn fyrir vikuhlutann 1. júlí.-7 júlí (Listinn gildir til mánudagsins 14. júlí):
1. Heitasti kylfingurinn þessa vikuna er Þórður Rafn Gissurarson, vegna glæsilegs sigurs hans á Jamega Tour, í Calcot Park, í Englandi en sigurinn var jafnframt fyrsti sigur hans sem atvinnumanns. Glæsilegt hjá Þórði Rafni!!!
2. Meistaramótin! Fimm meistaramót búin hjá GF, GÞ, GHH, GHG og GÓS og tæp 60 eftir. Skemmtilegur tími framundan hjá golfurum!!!
3. Brautarholtsvöllur. Heitur golfvöllur í aðeins 30 km fjarlægð frá Reykjavík – Ótrúlega flottur í miklu landslagi og mikilli náttúrufegurð – með frábært útsýni bæði á Reykjavík og Akranes. Það mættu fleiri fara og taka hring á þessari golfperlu!!!
Það sem er afleitt er eftirfarandi: (Listinn gildir til mánudagsins 14. júlí):
1, Veðrið – skyldi júli verða eins og júní, mesti úrkomumánuður frá því mælingar hófust? Mörgum golfmótum frestað ítrekað vegna veðurs t.a.m. Gevalía-mótinu vinsæla hjá GB, en mótanefnd man ekki eftir að móti hafi verið frestað í júlí – hápunkti golfvertíðarinnar, áður. Afleitt!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024