Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2014 | 10:00

PGA: Petrovic og Putnam deila 1. sæti e. 1. dag RBC Canadian Open

RBC Canadian Open er mót vikunnar á PGA mótaröðinni, en mótið fer fram á bláa velli Royal Montreal golfklúbbsins. Í efsta sæti eftir 1. dag eru Tim Petrovic og Michael Putnam.  Báðir léku 1. hring á 6 undir pari 64 höggum. Í 2. sæti, 1 höggi á eftir eru Kyle Stanley og kanadíski kylfingurinn Taylor Pendrith á 5 undir pari, 65 höggum. Fremur óþekktir kylfingar á toppnum, en þeir þekktari eru einfaldlega mun neðar á skortöflunni t.a.m. er Charl Schwartzel einn af 11 kylfingum, sem deila 5. sæti og koma næstir  á 4 undir pari;  Jim Furyk er einn af 16 kylfingum sem deila 16. sætinu á 3 undir pari; Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2014 | 08:00

Rickie Fowler öruggur í Ryder bikars lið Bandaríkjanna

Eftir frábæran 2. sætis árangur sinn á Opna breska er Rickie Fowler öruggur í Ryder bikars liði Bandaríkjanna, sem keppir á móti liði Evrópu í Gleneagles n.k. september. Listi þeirra 9 sem hljóta sjálfkrafa sæti í liðinu liggur ekki fyrir fyrr en eftir PGA Championship mótið.   Rickie er hins vegar svo ofarlega á listanum að telja verður hann öruggan í liðið. Sem stendur lítur liðið svona út en feitletraðir eru þeir 9 kylfingar sem eru öruggir í liðið að svo komnu – hinir  3 eru þeir sem eru næstir inn, en í raun velur fyrirliðinn Tom Watson þá:  1. Bubba Watson 2. Jimmy Walker 3. Rickie Fowler 4. Jim Furyk Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 22:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Rástímar 2. dag

Rástímar á 2. degi Íslandsmótsins í golfi, sem er í dag, 25. júlí 2014 eru eftirfarandi:  07:30 2604834639 Birgir Guðjónsson GR 1.3 1303922029 Ari Magnússon GKG 2.8    07:40 1112673839 Helgi Anton Eiríksson GSE 2.7 1602715829 Sigurbjörn Þorgeirsson GÓ 1.4 2606864109 Haukur Már Ólafsson GKG 1.6  07:50 2002912129 Theodór Emil Karlsson GKJ 1.7 1212942309 Benedikt Sveinsson GK 1.9 2810902599 Pétur Freyr Pétursson GKB 2.1  08:00 2104695679 Jón Karlsson GHG 2.5 1402992439 Arnór Snær Guðmundsson GHD 1.8 1011683959 Sigurjón Arnarsson GR 2.3  08:10 3003683959 Ólafur Hreinn Jóhannesson   2.0 2606952829 Benedikt Árni Harðarson GK 2.9 0202932179 Gísli Þór Þórðarson GR 2.5  08:20 0711882139 Davíð Gunnlaugsson GKJ 1.3 1811902139 Alexander Aron Gylfason Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 22:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Forseti GSÍ lauk 1. hring á 9 yfir pari

Forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, GO og GF, hefir vakið athygli fyrir að taka þátt í aðal- og stærsta móti ársins meðal kylfinga, Íslandsmótinu í höggleik. Þetta er í fyrsta sinn frá því að Íslandsmótið hætti að vera flokkaskipt, sem forseti GSÍ tekur þátt í Íslandsmótinu í golfi. Haukur Örn er enda frambærilegur kylfingur, með 4,1 í forgjöf, 5. lægstu forgjöf í aðalklúbbnum sínum, GO og hefir margoft sigrað í stéttarmótum sínum, meðal lögmanna, s.s. fjölmargir bikarar á skrifstofu hans bera vitni um. Haukur Örn sagði fyrir Íslandsmótið lítið hafa æft og markmiðið hjá sér væri að komast í gegnum niðurskurð, a.m.k. yrði hann afar sáttur ef það tækist. Eftir 1. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 21:00

Champions Tour: Langer efstur e. 1. dag British Senior Open e. hring upp á 65 högg!!!

Bernhard Langer er efstur á British Senior Open eftir hring upp á 6 undir pari, 65 högg í dag á Royal Porthcawl í Wales, þar sem mótið fer fram. Langer fékk fugl á 3., 4., 6. og 8. holurnar og fór í 5 undir pari þegar hann fékk líka fugl á löngu 13. holuna.  Hann missti högg á 16. holu en náði því strax aftur með fuglum á síðustu tveimur holunum. „Sex undir er mjög ánægjulegt,“ sagði Langer. „Ég spilaði skynsamlega, sumar holur vel aðrar frábærlega.“ „Ég hélt mér frá glompunum og úr kálinu og gaf sjálfum mér tækifæri.  Og ég er ánægður með fugl-fugla endinn.“ Langer er að reyna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 20:00

Guðmundur Oddsson: Lætur sig dreyma um góðviðri og fjölmenni á Íslandsmótinu

Guðmundur Oddsson formaður GKG lætur sig dreyma um góðviðri og fjölmenni á Íslandsmótinu í höggleik en ítarlegt viðtal er við Guðmund í 3. tbl. tímaritsins Golf á Íslandi sem kom út í þessari viku. Formaðurinn hafði í mörg horn að líta þessa dagana þar sem að Íslandsmótið í golfi hófst í dag, fimmtudaginn, á Leirdalsvelli en skólastjórinn fyrrverandi úr Kársnesskóla í Kópavogi, sér á hverjum degi eftir því að hafa ekki byrjað í golfíþróttinni fyrr á ævinni, en hann hefur gegnt embætti formanns Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í níu ár. Guðmundur segir að margir hafi undrast þegar hann hafi sótt um að GKG fengi að halda Íslandsmótið í höggleik árið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 17:30

Fannar Ingi stendur sig best af íslensku þáttakendunum á European Young Masters

Íslensku keppendurnir á European Young Masters sem fram fer á Hamburger Golf Club hafa þurft að þola misgott veður á fyrsta keppnisdegi mótsins en fresta þurfti mótinu um þrjá tíma vegna þrumuveðurs. Fjórir íslenskir keppendur eru meðal þátttakenda á mótinu en það eru þau Saga Traustadóttir, GR, Ólöf María Einarsdóttir, GHD, Henning Darri Þórðarson, GK og Fannar Ingi Steingrímsson, GHG. Þær Saga og Ólöf María náðu ekki að klára hringinn sinn í dag vegna frestunarinnar. Fannar Ingi er sem stendur í 9. sæti og Henning Darri er í 12. sæti, enn eiga einhverjir eftir að klára sinn hring, hægt er að fylgjast með skori keppenda. Skor hjá stúlkum má finna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 17:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Yngstu og elstu keppendur

Yngstu keppendurnir í karla- og kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik koma að þessu sinni bæði úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Yngsti þátttakandinn í mótinu er Ingvar Andri Magnússon, GR, en hann er fæddur 29. september 2000 og því aðeins 13 ára. Yngst í kvennaflokki er Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR,  en hún er fædd 5. janúar 1999 og varð því 15 ára snemma á árinu. Elstur í mótinu í karlaflokki er margfaldur Íslandsmeistari í höggleik, Björgvin Þorsteinsson, GA, 61 árs og í kvennaflokki er það Þórdís Geirsdóttir, GK, 48 ára.


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 16:56

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Birgir Leifur efstur í karlaflokki – Ragnhildur og Valdís Þóra efstar af konunum e. 1. dag

Fimmta mót Eimskipsmótaraðarinnar – Íslandsmótið í höggleik – hófst í dag á Leirdalsvelli hjá GKG. Keppni í kvennaflokki er lokið í dag. Efstar og jafnar eftir 1. daginn hjá konunum eru Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Báðar léku þær á 4 yfir pari, 75 höggum. Þriðja sætinu deila Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR, á 5 yfir pari, 76 höggum hvor. ————————- Birgir Leifur Hafþórsson, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er sem stendur efstur í karlaflokki á  Íslandsmótinu. Birgir Leifur lék í dag á 5 undir pari, glæsilegum 66 höggum, og erfitt að sjá að nokkur jafni við hann, hvað þá fari fram úr Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurjón R. Hrafnkelsson – 24. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurjón R. Hrafnkelsson. Sigurjón fæddist  24. júlí 1963 og á því 51 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og hefir tekið þátt í fjölda golfmóta. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Doug Sanders, 24. júlí 1933 (81 árs);  Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (42 ára – japanskur spilar aðallega á japanska PGA); Jordi Garcia, 24. júlí 1985 (29 ára)  …… og …….. Einar Bergmundur (54 ára) Björn Ólafur Ingvarsson (45 ára) Axel Þórarinn Þorsteinsson Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu Lesa meira