Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 18:00
GR: Sólon Baldvin Baldvinsson sigraði í drengjaflokki á 80 ára afmælismótinu

Í dag fór fram unglingamót í tilefni 80 ára afmæli Golfklúbbs Reykjavíkur í ár. Þátttakendur í mótinu voru tæp 100, þar af 21 í drengjaflokki, en alls var leikið í 8 aldursflokkum. Keppnisform var punktakeppni. Sigurvegarinn er Sólon Baldvin Baldvinsson, GKJ, en hann fékk 38 punkta á Korpunni. Sólon Baldvin hlaut í verðlaun 20.000 kr. gjafabréf í golfversluninni Örninn, en 5 efstu hlutu verðlaun. Úrslit í drengjaflokki á 80 ára afmælismótinu voru eftirfarandi: 1 Sólon Baldvin Baldvinsson GKG 8 F 18 20 38 38 38 2 Sindri Þór Jónsson GR 4 F 19 18 37 37 37 3 Hlynur Bergsson GKG 2 F 19 18 37 37 37 4 Andri Páll Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 17:45
GR: Karen Kristjánsdóttir sigraði í stúlknaflokki á 80 ára afmælismótinu

Í dag fór fram unglingamót í tilefni 80 ára afmæli Golfklúbbs Reykjavíkur í ár. Þátttakendur í mótinu voru tæp 100, þar af aðeins 1 í stúlknaflokki, sem er frábært að Karen hafi mætt, en alls var leikið í 8 aldursflokkum. Keppnisform var punktakeppni. Karen, GR, hlaut 30 punkta en í verðlaun var 20.000 kr. gjafabréf í golfversluninni Örninn fyrir sigursætið.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 17:30
GR: Gunnar Smári Þorsteinsson sigraði í piltaflokki í 80 ára afmælismótinu

Í dag fór fram unglingamót í tilefni 80 ára afmæli Golfklúbbs Reykjavíkur í ár. Þátttakendur í mótinu voru tæp 100, þar af 9 í piltaflokki, en alls var leikið í 8 aldursflokkum. Keppnisform var punktakeppni. Sigurvegarinn er Gunnar Smári Þorsteinsson, en hann fékk 38 punkta á Korpunni. Gunnar Smári hlýtur í verðlaun 20.000 kr. gjafabréf í golfversluninni Örninn, en 5 efstu hlutu verðlaun. Úrslit í flokki pilta 17-18 ára var eftirfarandi: 1 Gunnar Smári Þorsteinsson GR 4 F 19 19 38 38 38 2 Elís Rúnar Elísson GKJ 10 F 18 18 36 36 36 3 Þorvaldur Breki Böðvarsson GR 11 F 19 15 34 34 34 4 Arnór Harðarson Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 17:15
Sveitakeppni GSÍ: Eldri kylfinga sveitir GR valdar

Sveitakeppni eldi kylfinga fer fram á Hólmsvelli í Leiru dagana 22.-24. ágúst. Sveitir Golfklúbbs Reykjavíkur í karla og kvennaflokki hafa verið valdar. Liðsstjóri karla er Garðar Eyland og liðsstjóri kvennasveitar verður Halldór B. Kristjánsson. Sveitir klúbbsins má sjá hér að neðan. Kvennasveitina skipa: • Ásgerður Sverrisdóttir • Guðrún Garðars • Jóhanna Bárðardóttir • Margrét Geirsdóttir • Stefanía Margrét Jónsdóttir • Steinunn Sæmundsdóttir • Rakel Kristjánsdóttir • Jóhanna Waage • Helga Harðardóttir Liðsstjóri Halldór B. Kristjánsson Karlasveitina skipa: • Einar Long • Garðar Eyland • Hörður Sigurðsson • Jón Haukur Guðlaugsson • Rúnar S. Gíslason • Óskar Sæmundsson • Sigurður Hafsteinsson • Skarphéðin E. Skarphéðinsson • Sæmundur Pálsson Liðsstjóri Garðar Eyland
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 16:48
Sveitakeppni GSÍ: Skipun Keilissveitarinnar (karlar)

Sveitakeppni GSÍ í 1. flokki karla hefst n.k. föstudag á Hólmsvelli í Leiru. Karlasveit GK á titil að verja. Skipun Keilis karlasveitarinnar í Sveitakeppni GSÍ er eftirafarandi: Axel Bóasson Benedikt Árni Harðarson Benedikt Sveinsson Birgir Björn Magnússon Gísli Sveinbergsson Hennig Darri Þórðarson Ísak Jasonarsson Rúnar Arnórsson Liðsstjóri: Björgvin Sigurbergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Morten Hagen ——– 6. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Morten Hagen, en hann fæddist 6. ágúst 1974 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Hagen er Norðmaður sem býr í Tønsberg, Noregi og spilaði allan feril sinn aðallega á Nordic Tour og á að baki þar 5 sigra. Einnig sigraði hann einu sinni á Áskorendamótaröð Evrópumótaraðarinnar þ.e. á Telia Challenge Waxholm árið 2005. Hann spilaði aðeins í 2 mótum á Evróputúrnum þ.e. árið 2005 á Abama Open de Canarias og árið 2006 á OSIM Singapore Masters. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Doug Ford, 6. ágúst 1922 (92 árs); Bert Yancey, f. 6. ágúst 1938 – d. 26. ágúst 1994 ; Tom Inskeep, 6. ágúst 1955 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 14:00
Af hverju eru fjölmiðlar svona óvægnir í garð Tiger?

Þegar Tiger spilar illa eða er meiddur þá eru fjölmiðlar óvægnir; miskunarlausir í stað þess að vera fullir samúðar. Af hverju skyldi það vera? Kannski það sé vegna þess að Tiger hefir þótt vera hrokafullur gagnvart golffréttamönnum og þeir sjá sér þarna leik á borði að ná sér niðri á honum. Ef það er málið – reynið að hætta þessum barnaskap og fullorðnist!!! En kannski það sé vegna þess að Tiger hafi óvenju náðargáfu í golfinu frá æðsta himnaföðurnum og þegar hann spilar ekki þá sé hann að kasta á glæ hæfileikum sínum. Það er eins og hver önnur vitleysa. Það eru fáir kylfingar sem hafa nýtt hæfileika sína til Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 12:00
GBR: Rafn Sigurðsson sigraði á GB Ferðir Open

Golfklúbbur Brautarholts hélt nú um Verslunarmannahelgina, GB Ferðir Open, þ.e. laugardaginn 2. ágúst 2014. Mótið var 18 holu punktakeppni og þátttakendur 53; 50 karl- og 3 kvenkylfingar. Kepnnisfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og mótið hið glæsilegasta í alla staði. Sigurvegarar voru eftirfarandi: 1.sæti Rafn Sigurðsson, GOS 39 pkt. – Hann hlaut gjafabréf frá GB Ferðum að verðmæti kr. 110.000 og 5 skipta aðgangur á golfvöllinn í Brautarholti, sjá nánar á; www.gbferdir.is 2.sæti Jónas Gunnarsson, GR, 38 pkt. – Hann hlaut inneignarkort í golfverslun að verðmæti kr. 10.000 og 5 skipta aðgangur á golfvöllinn í Brautarholti 3.sæti Þorsteinn Svanur Ólafsson, GLK, 36 pkt. – Hann hlaut inneignarkort í golfverslun að verðmæti kr. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 10:00
Kaymer átti í axlarmeiðslum á Opna breska

Það leit svo út sem Martin Kaymer væri ósigrandi fyrr í vor þegar hann sigraði fyrst á The Players Championship og sýndi síðan yfirburði sína á Opna bandaríska risamótinu, þegar hann sigraði og áttl heil 8 högg á næsta keppanda. Þannig…. hvað gerðist eiginlega á Opna breska, þar sem hann lék út úr kú; varð í 70. sæti, þ.e. í þriðja neðsta sætinu af þeim, sem komust í gegnum niðurskurð? Kaymer, sem er fyrrum sigurvegari á PGA Championship (2010) sagði á blaðamannafundi fyrir mótið (en PGA Championship hefst á morgun) að hann hefði verið að drepast í öxlinni fyrir Opna breska, þannig að hann hefði lítið getað æft. „Af og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 08:00
Í hverju verða stórstjörnur golfsins á PGA Championship?

Á morgun hefst 4. og síðasta risamót ársins, PGA Championship. Á síðari árum hefir sjónum í auknum mæli verið beint að því hverju stórstjörnurnar klæðast á vellinum, en það ræðst oftar en ekki af himinháum auglýsingasamningum, sem þær hafa skrifað undir. En það skiptir líka miklu að líða vel út á velli og að vera vel klæddur skiptir miklu í því efni. Hér sést hvað 4 stórstjörnur verða í á PGA Championship. RORY MCILROY Heitasti kylfingurinn í heiminum, Rory McIlory fylgdi sigri sínum á Opna breska eftir með sigri á Bridgestone Invitational heimsmótinu. Hann þykir meðal þeirra líklegustu til þess að sigra á PGA Championship. Hann ætlar að halda sig Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

