Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2014 | 10:00
GK: Keilisliðin í sveitakeppni öldunga 2014

Þá er búið að velja keppnislið Keilis í sveitakeppni öldunga sem fer fram í Grindavik og á Suðurnesjunum, nú um helgina. Hér koma nöfn þeirra 8 karla sem skipa öldunasveit Keilis 2014: Tryggvi Þór Tryggvason Jón Alfreðsson Kristján V Kristjánsson Sigurður Aðalsteinsson Hafþór Kristjánsson Jóhannes Pálmi Hinriksson Axel Þórir Alfreðsson Þórhallur Sigurðsson Liðsstjóri Sveinn Jónsson Hér koma nöfn þeirra 8 kvenna sem skipa öldunasveit Keilis 2014: Anna Snædís Sigmarsdóttir Erla Adolfsdóttir Helga Gunnarsdóttir Jónína Kristjánsdóttir Kristín Sigurbergsdóttir Margrét Sigmundsdóttir Margrét Berg Theódórsdóttir Sigrún Margrét Ragnarsdóttir Liðstjóri : Anna Snædís Sigmarsdóttir Aðstoðar liðstjóri: Þórdís Geirsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2014 | 09:00
Vinátta Rory og Meghan Markle vekur athygli

Rory McIlroy og leikkonan Meghan Markle hafa vakið athygli fyrir það sem erlendir golffréttaritarar lýsa sem „óvænta vináttu.“ Rory tók nýlega klakaísáskoruninni sem fellst í að hella ísköldu klakavatni yfir sig til styrktar baráttunni gegn Lou Gherigs sjúkdómnum líka nefndum ALS. Rory skoraði næst á George W. Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fótboltakappann Wayne Rooney og það sem öllum kom á óvart Meghan Markle, sem kemur fram í bandarísku sjónvarpsþáttunum „Suits.“ Hér má sjá W taka áskorun Rory SMELLIÐ HÉR: (Það má skjóta inn í hér að W skoraði næst á „vin sinn“ Bill Clinton fyrrum Bandaríkjaforseta að taka áskoruninni 🙂 ) Markle tók áskorun Rory og á Twitter má sjá Rory Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2014 | 08:00
Hægt að bjóða í að fá að vera kaddý Rickie Fowler

Ein góð frétt fyrir áhangendur Rickie Fowler. Það er hægt að bjóða í að fá að vera kaddý Fowler á pro-am mótinu á Farmers Insurance Open, 4. febrúar 2015, en mótið fer fram á La Jolla í Kaliforníu! Það verður að hafa hraðar hendur á en uppboðsfresturinn rennur út í dag 21. ágúst 2014 eftir u.þ.b. 10 tíma. Hæsta boð er komið í $ 10.500 (u.þ.b. 1,2 milljón íslenskra króna). Greinilegt er á þessu að aðdáendur eru tilbúnir að greiða háar fjárhæðir fyrir það eitt að fá að vera á pokanum hjá átrúnaðargoðinu. Allur ágóði af uppboðinu rennur til góðgerðarmála. Fyrir þá sem vilja enn bjóða í að fá að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2014 | 20:30
Björgvin Þorsteinsson sigurvegari Meistaramóts lögmanna 2014

Í dag fór fram í dásamlegu veðri á Garðavelli, Akranesi, Meistaramót lögmanna. Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu frá Meistaramóti lögmanna 2014 með því að SMELLA HÉR: Þátttaka í mótinu hefði mátt vera meiri sérstaklega meðal kvenlögfræðinga, sbr. að nú er nýstofnaður 50 kvenkylfinga golfhópur innan FKL (félags kvenna í lögmennsku) og búist var við meiri þátttöku af hálfu þess hóps, en aðeins 3 kvenlögfræðinga kylfingar tóku þátt í Meistaramóti lögmanna 2014. Vonast er eftir að kvenkylfingar innan lögmannsstéttarinnar fjölmenni í meistaramótið að ári liðnu!!! Keppnisform var höggleikur með og án forgjafar og auk þess veitt tvenn nándarverðlaun og verðlaun fyrir lengsta teighögg á 18. holu. Sigurvegari Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2014 | 20:00
Meistaramót lögmanna – Garðavelli, Akranesi – 20. ágúst 2014 – Myndasería

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Garrett Phillips – 20. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Garrett Whitney Phillips. Hún fæddist í Houston, Texas 20. ágúst 1986 og er því 28 ára í dag. Garrett hefir spilað bæði á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour) og LPGA Futures Tour (nú Symetra Tour). Hún gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hún útskrifaðist frá University of Georgia, þar sem hún spilaði golf með háskólaliðinu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Góðir Landsmenn Álsey Ve (27 ára) Ólafur Bjarnason Sh (41 árs stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2014 | 14:00
Steve Stricker spilar ekki í Ryder Cup

Steve Stricker var valinn einn af varafyrirliðum Tom Watson sem stýra eiga bandaríska Ryder Cup liðinu í næstu viðureign liðsins gegn liði Evrópu n.k. september. Áður hafði Watson valið þá Andy North og Ray Floyd, sem varafyrirliða sína og útlilokaði aldrei að hann myndi velja Stricker sem spilandi varafyrirliða. En Stricker hefir nú tekið fyrir það að hann muni spila í næsta Ryder Cup móti og ber við bak og mjaðmarmeiðslum. Þessi skilaboð sendi hann golffréttamönnum í fréttatilkynningu: „Sounds like I’ve got a back and hip issue. Going to shut it down till December. Rest and rehab and then try to play,“ (Lausleg þýðing: „Það lítur út fyrir að ég sé með Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2014 | 12:00
Dustin Johnson var ekki vikið af PGA Tour

Tim Finchem var spurður að því á nýlegum blaðamannafundi haldinn í aðdraganda Barclays mótsins hvort honum finndist að skylda ætti Dustin Johnson til þess að leita sér sérfræðiaðstoðar til þess að Dustin gæti tekist á við það sem hann hefir nefnt „persónulegar áskoranir sínar.“ (Átt er við eiturlyfjavanda Dustin). Finchem sagðist ekki gefa nein komment um Dustin-Johnson málið. PGA mótaröðin gaf hins vegar frá sér yfirlýsingu að Dustin Johnson hefði ekki verið vikið af mótaröðinni vegna þess að hann féll á eiturlyfjaprófi og var Finchem spurður út í hvort þetta væri ekki að „setja slæmt fordæmi.“ „Nú,“ sagði Finchem, „við áskiljum okkur rétt til þess að koma með yfirlýsingar um Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2014 | 09:00
GB: Ásta Birna og Jón Bjarki sigvegarar Opna ÍNN

Sunnudaginn 17. ágúst s.l. fór fram Opna ÍNN mótið á Hamarsvelli í Borgarnesi. Skráðir í mótið voru 54 en 46 luku keppni, þar af 13 kven og 33 karlkylfingar. Keppt var í kvenna- og karlaflokki og glæsileg verðlaun í hvorum flokki fyrir sig, sem er til mikillar fyrirmyndar!!! Sigurvegarar í hvorum flokki um sig voru eftirfarandi: Kvennaflokkur: 1. sæti Ásta Birna Benjamínsdóttir, GKG, 36 punktar. Hún hlaut í verðlaun gistingu, með morgunverði og kvöldverð fyrir tvo í tvo daga í svítu á Laxárbakka við Ósa Laxár í Leirársveit. Verðmæti kr 75.000.00 2. sæti Sólveig Anna Gunnarsdóttir, GKG, 35 punktar. Hún hlaut í verðlaun veislu í Perlunni. Verðmæti kr 40.000.00 3. sæti Ragnheiður Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2014 | 08:00
Tom Watson skorar á allt bandaríska Ryder Cup liðið að taka klakaísvatns áskoruninni – Rickie Fowler einn þeirra sem hefir tekið áskoruninni!

Bandaríski Ryder Cup fyrirliðinn Tom Watson er nú einn þeirra sem tekið hefir klakaísvatns áskoruninni (ens. #icebucketchallenge) sem farið hefir eins og eldur í sinu um alla félagsmiðlana. Áskorunin gengur út á að hella verður jökulköldu klakaísvatni yfir sig og að því loknu fá menn að skora á 3 aðra til að gera slíkt hið sama og ofan á allt saman verður að styrkja gott málefni. Í Bandaríkjunum er með klakaísvatns áskoruninni aðallega verið að vekja athygli á, styrkja og safna fé fyrir sjúkdómi sem nefnist amyotrophic lateral sclerosis (ALS) eða Lou Gehrig’s veikin (eftir frægum hafnarboltamanna í New York Yankees, sem dó úr veikinni). Á íslensku nefnist ALS blönduð hreyfitaugungahrörnun og Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

