Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2014 | 08:00

Hægt að bjóða í að fá að vera kaddý Rickie Fowler

Ein góð  frétt fyrir áhangendur Rickie Fowler.

Það er hægt að bjóða í að fá að vera kaddý Fowler á pro-am mótinu á Farmers Insurance Open, 4. febrúar 2015, en mótið fer fram á La Jolla í Kaliforníu!

Það verður að hafa hraðar hendur á en uppboðsfresturinn rennur út í dag 21. ágúst 2014 eftir u.þ.b. 10 tíma.

Hæsta boð er komið í $ 10.500 (u.þ.b. 1,2 milljón íslenskra króna).

Greinilegt er á þessu að aðdáendur eru tilbúnir að greiða háar fjárhæðir fyrir það eitt að fá að vera á pokanum hjá átrúnaðargoðinu.

Allur ágóði af uppboðinu rennur til góðgerðarmála.

Fyrir þá sem vilja enn bjóða í að fá að draga fyrir Rickie Fowler SMELLIÐ HÉR: