Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2014 | 14:00
Bandaríska háskólagolfið: Skemmtileg grein á vef Louisiana Lafayette um Harald Franklín

Nú fer bandaríska háskólagolfið aftur að byrja í næsta mánuði og flestir af okkar bestu kylfingum farnir aftur vestur um haf í skóla sína og eru við æfingar þar. Einn þeirra er Haraldur Franklín Magnús, GR, sem er í liði Raging Cajuns þ.e. skólaliði Louisiana Lafayette. Sjá má skemmtilega grein um Harald Franklín á skólavef Louisiana Lafayette. Lafayette háskólinn og sérstaklega þjálfari the Raging Cajons, Theo Sliman eru, líkt og við, auðvitað afar stoltir af Haraldi og góðu gengi hans á British Amateur Open nú fyrr í sumar. Sjá má greinina með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2014 | 12:00
Íris og Jóhann Már sigurvegarar Siglfirðingamótsins

Hið árlega Siglfirðingamótið er opið þeim sem eiga rætur sínar að rekja til Siglufjarðar eða tengjast Siglufirði sterkum böndum á einn eða annan hátt. S.l. sunnudag 24. ágúst fór Siglfirðingamótið fram á Garðavelli, Akranesi, en mótið hefir verið haldið árlega frá árinu 2011. Ræst var út af öllum teigum kl 10:00. Þátttakendur í ár voru 60 þar af 25 kvenkylfingar. Frábært hlutfall kvenkylfinga!!!! Keppnisform var punktakeppni og veitt voru verðlaun bæði í kvenna og karlaflokki og eins fyrir besta skor, sem og teiggjafir og nándarverðlaun. Á besta skori í mótinu var Jóhann Már Sigurbjörnsson, GKS en hann lék Garðavöll á 78 höggum og á besta skori kvenna varð Oddný Sigsteinsdóttir, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2014 | 11:30
Ísfötuáskorunin og Jack Nicklaus – Myndskeið

Þegar golfgoðsögnin Jack Nicklaus er annars vegar þá eru hlutirnir gerðir almennilega … hvort heldur er á golfvellinum eða utan hans. Svo var einnig þegar Jack Nicklaus tók ísfötuáskoruninni, en meðal þeirra sem búnir voru að skora á Jack að taka þátt voru stórkylfingarnir; „vinir“ hans Gary Player og Greg Norman. Þeir sem ekki fá nóg af ísfötuáskorununum, en þeim er nú að fara fækkandi, geta skoðað eftirfarandi myndskeið af Jack Nicklaus og co í ísfötuáskoruninni SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2014 | 11:00
Kennara vikið úr starfi – Hræðsluáróður fyrir Ryder Cup?

Í næsta mánuði fer fram í Skotlandi Ryder Cup á Gleneagles. Þegar skoskar golffréttir eru lesnar má þar sjá mál sem fær mikla umfjöllun en það er mál Douglas McDougall, kennara, sem staddur var í krá í Hamilton, Lanarkshire 30. september 2012 til að fylgjast með Ryder Cup. Í drukknu ástandi réðist hann á, blótaði og gerði hróp að sjúkraflutningsmönnunum Ian Taylor og James McCarron, meðan þeir voru í útkalli. Ekkert er getið um frekari málavexti, t.a.m. af hverju McDougall réðist á sjúkra-flutningamennina. McDougall sem er 58 ára kennari í Buchanan High School í Coatbridge fór vegna atviksins fyrir aganefnd almenna skólaráðsins í Skotlandi (ens. General Teaching Council for Scotland (GTCS) og var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2014 | 09:30
Poulter gerir grín að klæðnaði Rory

Rory McIlroy og Ian Poulter hafa skipst á tvítum, þar sem Poulter virðist vera að gera góðlátlegt grín að klæðnaði Rory. Rory, 25 ára, var í þrískiptum, köflóttum tvídjakkafötum og við þau rauða sokka, þegar hann fór á leik Manchester United og Swansea og sýndi Claret Jug í hálfleik. Poulter, var fljótur að gera grín að því að sér virtist sem Rory hefði verið í sömu jakkafötunum þegar hann horfði á tennisleik á Wimbledon í júní. Jafnframt virðist sem Poulter telji að Rory sé að „stela“ fötum/fatahugmyndum sínum, en Poulter sendi Rory m.a. eftirfarandi tvít: „Hey you can keep your Claret Jug but can I have my suit back please Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2014 | 09:00
Evróputúrinn: Fylgist með Opna ítalska hér!

Í dag hefst í Tórínó á Ítalíu 71° OPEN D’ITALIA Presented by DAMIANI. í Circolo Golf Torino í La Mandria, Fiano, Tórínó. m.ö.o. Opna ítalska á íslensku. Mótið er m.a. spennandi vegna þess að úrslitin í því hafa áhrif á hverjir komast sjálfkrafa í Ryder Cup lið Evrópu. Sá sem gerir sér vonir um að komast í liðið er m.a. skoski kylfingurinn Stephen Gallacher, sem er meðal þátttakanda. En það eru líka aðrir frábærir kylfingar í mótinu m.a. Joost Luiten, Pádraig Harrington og José Maria Olazabal. Til þess að fylgjast með stöðunni á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2014 | 08:00
GVG: Guðni og Örvar sigruðu í Ragnari og Ásgeiri ehf. – Myndir

Laugardaginn 23. ágúst s.l. fór fram á Bárarvelli í Grundarfirði Ragnar og Ásgeir mótið. Það voru 39 þátttakendur sem luku keppni þar af 9 kvenkylfingar. Á besta skori í Ragnari og Ásgeiri ehf. voru Hjörtur Ragnarsson, GJÓ og Övar Ólafsson, GJÓ en báðir léku Bárarvöll á 75 höggum og voru nákvæmlega með sama skor þ.e. 38 högg á fyrri og 37 á seinni. Hins vegar lék Örvar 3 síðustu holur í mótinu betur og tók því verðlaun fyrir besta skor. Sjá má nokkrar myndir úr mótinu hér að neðan: Úrslit í Ragnari og Ásgeiri ehf. í punktakeppnishluta voru eftirfarandi (veitt verðlaun fyrir efstu 5 sætin) 1 Guðni E Hallgrímsson Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2014 | 07:00
EPD: Þórður Rafn náði niðurskurði

Þórður Rafn Gissurarson, GR tekur þátt í Gut Bissenmor Classic meistaramótinu sem er hluti af EPD mótaröðinni. Mótið fer fram í Bad Bramstedt í Þýskalandi og stendur dagana 26.- 28. ágúst 2014. Þórður Rafn náði niðurskurði í gær en hann lék á 3 yfir pari (72 73) en það var nákvæmlega það sem þurfti til að komast gegnum niðurskurð í mótinu. Á 2. hring var Þórður Rafn með 2 fugla og 4 skolla en á þeim fyrri með tvo fugla og 3 skolla. Til þess að sjá stöðuna á Gut Bissenmor Classic mótinu eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2014 | 15:00
Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2014

Það er Aldís Ósk Unnarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Aldís Ósk fæddist 27. ágúst 1997 og er því 17 ára í dag. Hún er í Golfklúbbi Sauðárkróks, Skagafirði (GSS). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Aldísi Ósk til hamingju með daginn hér að neðan Aldís Ósk Unnarsdóttir · 17 ára Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kristinn Ágúst Friðfinnsson, 27. ágúst 1953 (61 árs), Rafn Hagan Steindórsson, 27. ágúst 1956 (58 ára); Don Pooley, 27. ágúst 1957 (57 ára); Bernhard Langer, 27. ágúst 1957 (57 ára) Soffia K. Pitts, 27. ágúst 1958 (56 ára); Pat Kosky Gower, 27. ágúst 1968 (46 ára); Blake Adams 27. ágúst 1975 (39 ára); Hafdís Su 27. ágúst 1977 (37 ára); Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2014 | 13:00
Eimskipsmótaröðin (7): Karen er í góðri stöðu fyrir Goðamótið – Kristján Þór þegar orðinn stigameistari!!!

Lokamót Eimskipsmótaraðarinnar, Goðamótið fer fram á Jaðarsvelli Akureyri um helgina og eru 59 skráðir í karlaflokkinn og 14 kylfingar í kvennaflokkinn. Leiknar verða 36 holur á laugardeginum og 18 holur á sunnudaginn. Jaðarsvöllur hefur sjaldan verið betri en nú og er Norðlenska aðalstyrktaraðili mótsins. Keppendum verður boðið í grillveislu á laugardagskvöldið í samstarfi við Vídalín veitingar. Þrír efstu kylfingarnir á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar verða á meðal keppenda í karlaflokknum en Kristján Þór Einarsson, Íslandsmeistari í höggleik 2014, hefur nú þegar tryggt sér sigur í stigakeppninni á Eimskipsmótaröðinni og er hann stigameistari árið 2014 með 74.10,67 stig. Hörð barátta er á milli Bjarka Péturssonar úr Golfklúbbi Borgarnes og Gísla Sveinbergssonar úr Golfklúbbnum Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

