Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2014 | 17:30
Evróputúrinn: Otto enn efstur fyrir lokahring Opna ítalska

Suður-afríski kylfingurinn Hennie Otto er enn efstur fyrir lokahring Opna ítalska í Torínó. Otto er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (67 62 71). Í 2. sæti er Richie Ramsay á 14 undir pari, 202 höggum (67 69 66) og í 3. sæti Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger enn einu höggi á eftir á 13 undir pari. Í 4. sæti eru síðan Lee S Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Opna ítalska SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2014 | 16:40
Eimskipsmótaröðin 2014 (7): Karen, Ragn- hildur og Tinna leiða eftir 1. hring á Jaðrinum

Í kvennaflokki eru 15 keppendur á Goðamótinu. Efstar og jafnar eftir 1. hring eru þær Karen Guðnadóttir, GS, Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Tinna Jóhannsdóttir, GK. Þær léku allar Jaðarinn á 4 yfir pari, 75 höggum. Ein í 4. sæti eftir 1. hring er Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, 1 höggi á eftir forystukonunum á 5 yfir pari, 76 höggum. Annar hringur er þegar hafinn og eftir 6 spilaðar holur af 2. hring leiðir Karen Guðna ein á 6 yfir pari. Til þess að fylgjast með gangi mála á Goðamótinu SMELLIÐ HÉR
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2014 | 16:35
Eimskipsmótaröðin 2014 (7): 4 kylfingar efstir og jafnir í karlaflokki á Goðamótinu e. 1. hring

Þeir Andri Már Óskarsson, GHR, Bjarki Pétursson, GB, Björgvin Sigurbergsson, GK og Gísli Sveinbergsson, GK eru efstir og jafnir í karlaflokki eftir 1 spilaðan hring í karlaflokki á Goðamótinu. Allir léku þeir Jaðarinn á 1 undir pari, 70 höggum. Annar hringurinn er þegar hafinn og þegar þetta er ritað kl. 16:30 er Andri Már Óskarsson, GHR einn í forystu á 2 undir pari eftir 6 spilaðar holur. Fylgjast má með gangi mála á Goðamótinu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er danski kylfingurinn Amanda Moltke-Leih. Amanda er fædd í Kaupmannahöfn 30. ágúst 1976 og er því 38 ára í dag. Foreldrar Amöndu voru diplómatar og var hún því á eilífu flandri um heiminn, þegar hún var yngri. Hún byrjaði ung að spila golf og hætti á LET eftir farsælan feril 2011, til þess að gerast lögreglukona. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: danski kylfingurinn Francisco Abreu, 30. ágúst 1943 (71 árs); Beth Bader, 30. ágúst 1973 (41 árs); ….. og ….. Ingibjörg Snorradóttir (63 ára) Erling Svanberg Kristinsson (63 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2014 | 14:15
LET Access: Valdís Þóra komst ekki gegnum niðurskurð í Finnlandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hóf leik í gær í HLR Golf Academy Open, en mótið fer fram í Hillside GC í Vihti, Finnlandi. Mótið stendur dagana 29.-31. ágúst 2014 og þátttakendur eru um 120, margir hverjir afar sterkir. Þar mætti t.a.m. geta LET kylfingsins finnska þ.e. heimakonunnar Elinar Nummenpää (Sjá kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR , Caroline Romninger eins fremsta kvenkylfings Sviss, Emmu Westin frá Svíþjóð, sem þegar hefir tekið forystu í mótinu á glæsilengum 6 undir pari, spænsku LET kylfinganna Maríu Beautell og Carmen Alonso, brasilíönsku fegurðardrottning-arinnar með skrítna eftirnafnið Viktoríu Lovelady, (sjá kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: ) auk Isabell Gabsa frá Þýskalandi (sjá kynningu Golf 1 á Gabsa með því að SMELLA HÉR Valdís Þóra lék 1. hring Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2014 | 13:30
Midge Ure syngur á Ryder Cup

Skoski tónlistarmaðurinn Midge Ure mun flytja eitt vinsælasta lag sitt Vienna ásamt sinfóníuhljómsveit, þ.e. Royal Scottish National Orchestra (RSNO) á Ryder Cup í Skotlandi í næsta mánuði. Ure, sem er frá Bath í Skotlandi er e.t.v. frægastur fyrir að hafa verið í 80´s hljómsveitinni Ultravox. Midge Ure er fæddur 10. október 1953 í Cambuslang, Lanarkshire og því karl á 70s aldri sem standa mun á sviðinu! Hér má hlusta á lagið sem flutt verður á Ryder Cup SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2014 | 12:00
Hver er kylfingurinn: Trish Johnson?

Eftir 1. dag Opna skoska eða Aberdeen Asset Management Ladies Scottish Open leiðir hinn 48 ára esnki kylfingur Trish Johnson. Hver er eiginlega kylfingurinn Trish Johnson? Patricia Mary „Trish“ Johnson fæddist 17. janúar 1966 í Bristol, Englandi. Hún átti mjög farsælan áhugamannsferil. Hún var m.a. South Western Champion árin 1983 og 1984. Árið 1984 var Trish bæði enskur meistari í aldursflokkunum 23 ára og yngri og 21 árs og yngri. Árið 1985 var hún enskur meistari áhugamanna í höggleik og enskur meistari í höggleik og aftur enskur meistari í flokki 23 ára og yngri. Árið 1986 var Trish í lið Englands&Íra í Espirito Santo Trophy World Amateur Golf Team Championships og the Curtis Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2014 | 10:30
Guðrún Brá Björgvinsdóttir besti íslenski kvenkylfingurinn á heimslista áhugamanna

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK er besti íslenski kvenkylfingurinn á heimslista áhugamanna, en hún er í 336. sæti. Guðrún Brá er nú að hefja 2. ár sitt í Fresno State í Kaliforníu og er fyrsta mótið hennar eftir rúma viku, þ.e. þann 8. september 2014, Ptarmigan Ram Classic, sem fram fer í Fort Collins, Colorado. Guðrún Brá er, eins og svo margir af okkar frábæru stúdentum, við æfingar í Bandaríkjunum og því ekki með í lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar. Í 2. sæti á heimslista áhugamanna er Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2011 og 2014 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir en hún er í 412. sæti og Sunna Víðisdóttir, Íslandsmeistari í höggleik 2013 er í 3. sæti Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2014 | 10:15
GO: Styrktarmót kaffistofu Samhjálpar frestað til sunnudagsins 7. september

Styrktarmót Kaffistofu Samhjálpar fer fram þann sunnudaginn 7. september á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Mótið átti að fara fram á morgun 31. ágúst en hefir verið frestað vegna slæmrar veðurspár þann dag. Kaffistofa Samhjálpar fékk alls 58.000 heimsóknir árið 2013 og bauð upp á morgun og hádegismat alla daga ársins. Styrktarmótið er mikilvæg fjáröflun fyrir Kaffistofu Samhjálpar sem er sannarlega mikilvægt samfélagsverkefni sem ekki má leggjast af. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni, hámarksforgjöf 28 hjá körlum og 32 hjá konum. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor karla og kvenna í höggleik án forgjafar. Ræst verður frá kl. 8.00 –14.00 og er heildarverðmæti vinninga um 2 milljón íslenskra króna. Höggleikur án Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2014 | 10:10
LET Access: Valdís á 7 yfir pari 1. dag í Finnlandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hóf leik í gær í HLR Golf Academy Open, en mótið fer fram í Hillside GC í Vihti, Finnlandi. Mótið stendur dagana 29.-31. ágúst 2014 og þátttakendur eru um 120, margir hverjir afar sterkir. Þar mætti t.a.m. geta LET kylfingsins finnska þ.e. heimakonunnar Elinar Nummenpää (Sjá kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR🙂, Caroline Romninger eins fremsta kvenkylfings Sviss, Emmu Westin frá Svíþjóð, sem þegar hefir tekið forystu í mótinu á glæsilengum 6 undir pari, spænsku LET kylfinganna Maríu Beautell og Carmen Alonso, brasilíönsku fegurðardrottning-arinnar með skrítna eftirnafnið Viktoríu Lovelady, (sjá kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: ) auk Isabell Gabsa frá Þýskalandi (sjá kynningu Golf 1 á Gabsa með því að Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

