Karen Guðnadóttir, klúbbmeistari kvenna í GS 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2014 | 16:40

Eimskipsmótaröðin 2014 (7): Karen, Ragn- hildur og Tinna leiða eftir 1. hring á Jaðrinum

Í kvennaflokki eru 15 keppendur á Goðamótinu.

Efstar og jafnar eftir 1. hring eru þær Karen Guðnadóttir, GS, Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Tinna Jóhannsdóttir, GK.

Þær léku allar Jaðarinn á 4 yfir pari, 75 höggum.

Ein í 4. sæti eftir 1. hring er Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, 1 höggi á eftir forystukonunum á 5 yfir pari, 76 höggum.

Annar hringur er þegar hafinn og eftir 6 spilaðar holur af 2. hring leiðir Karen Guðna ein á 6 yfir pari.

Til þess að fylgjast með gangi mála á Goðamótinu SMELLIÐ HÉR