Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2014 | 19:30
Westwood þakkar fyrir sig

Lee Westwood er heldur betur ánægður með að hafa verið valinn í Ryder bikars lið Evrópu. Til hans streymdu ótal hamingjuóskir á facebook Þar þakkaði hann líka fyrir sig í því sem hann sagði: „Thanks for the kind messages. I’m delighted. It was a long day yesterday. Obviously, Paul rang and it was good news, so I breathed a sigh of relief “ („Þakka fyrir vingjarnlegu kveðjurnar. Ég er ánægður. Þetta var mjög langur gærdagur. Augljóslega, hringdi Paul og þetta voru góðar fréttir þannig að ég andaði léttar.“
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2014 | 16:30
Henning Darri lék best Íslendinganna á 1. degi Opna ítalska U-16 ára áhugamannamótinu

Arnór Snær Guðmundsson, GHD, Fannar Ingi Steingrímsson, GHG og Henning Darri Þórðarson GK, hófu í dag leik á Opna ítalska U-16 ára áhugamannamótinu. Liðsstjóri í ferðinni er Heiðar Davíð Bragason. Leikið er á Biella „Le Betulle“ golfvellinum í ítölsku Ölpunum. Henning Darri lék best á 1. degi – spilaði á 4 yfir pari, 77 höggum – fékk 2 fugla og 6 skolla – Glæsilegt skor á „Le Betulle“ fyrir þá sem eru að spila völlinn í fyrsta sinn!!! Henning Darri er í 20.-26. sæti eftir 1. dag af 132 þátttakendum. Arnór Snær er höggi á eftir og Fannar Ingi var ekki alveg að finna sig fyrsta daginn, lék á 10 yfir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2014 | 12:30
Gallacher, Poulter og Westwood val Paul McGinley

Fyrirliði liðs Evrópu í Ryder Cup keppninni, Paul McGinley tilkynnti í dag um þá 3 sem hann hafði tök á að velja í lið sitt, en það voru þeir: Ian Poulter, Lee Westwood og Stephen Gallacher. Valið á Poulter kom engum á óvart, en e.t.v. er umdeildara valið á Westwood, því honum hefir ekkert gengið sérlega vel, það sem af er ársins og virðist kominn í liðið á fornri frægð. Alltaf varð augljósara hins vegar eftir því sem leið á gærdaginn að val McGinley yrði Skotinn Stephen Gallacher en aðeins 1 höggi munaði að hann kæmist sjálfkrafa í liðið eftir að hann varð í 3. sæti á Opna ítalska, sem Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2014 | 11:30
Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Þorsteinsson – 2. september 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ. Hörður er fæddur 2. september 1961. Hann er í Golfklúbbi Setbergs í Hafnarfirði. Hörður er viðskiptafræðingur, í sambúð með Ásdísi Helgadóttur og á 4 dætur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Hörður Þorsteinsson (53 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marian McDougall, f. 2. september 1913 – d. 14. maí 2009 (hefði átt 101 árs afmæli í dag ; Bergsveinn Þórarinsson, GKG, 2. september 1957 (57 ára); Einar Long, GR, 2. september 1958, (56 ára); Robert Coles, 2. september 1972 (42 ára) ….. og …… Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2014 | 10:00
Telur Chris Kirk sig koma til greina í Ryder Cup liðið?

Chris Kirk vann sinn stærsta sigur á ferlinum í gær þegar hann sigraði á Deutsche Bank Championship. Enn skyldi þessi sigur nægja fyrirliða bandaríska Ryder Cup liðsins, Tom Watson, þegar hann tilkynnir um val sitt á þeim þremur, sem hann fær að velja í liðið í New York í kvöld? Hvað finnst Kirk um það sjálfum? Aðspurður um einmitt þetta atriði svaraði Kirk: „Mér finnst ég ekki eiga neinn rétt á sæti, eða eins og mér hafi tekist að koma fæti inn til þess að verða valinn,“ sagði hann, sem lauk keppni í gær á Deutsche Bank meistaramótinu á samtals 15 undir pari, 269 höggum. „Ég hef augljóslega virkilega komið sjálfum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2014 | 09:30
FedEx Cup: Hápunktar 4. dags á Deutsche Bank Championship

Chris Kirk sigraði í gær á 2. móti FedEx Cup umspilsins, Deutsche Bank Championship, sem fram fór á TPC Boston, í Norton, Massachusetts. Fyrir lokahringinn var það enn Russell Henley sem var í forystu, en hann varð að láta sér 2. sætið duga sem hann deildi með 2 öðrum: Billy Horschel og Geoff Ogilvy. Til þess að sjá hápunkta 4. dags þ.e. lokahringsins á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2014 | 08:30
Hver er kylfingurinn: Chris Kirk?

Chris Kirk vann í gær 3. sigur sinn á PGA Tour, þegar hann sigraði í 2. móti FedEx Cup umspilsins, Deutsche Bank Championship. Kirk er nafn sem ekki margir nema kannski allra mestu golfáhugamenn kannast við. Hver er kylfingurinn? Chris Kirk fæddist 8. maí 1985 í Atlanta, Georgíu og er því 29 ára. Þó hann hafi fæðst í Atlanta fluttist hann ungur til Woodstock í Georgíu, þar sem hann ólst upp. Chris lék með golfliði University of Georgia og var í 1. deild NCAA ásamt þeim Kevin Kisner, Richard Scott and Brendon Todd, sem allir gerðust atvinnumenn í golfi. Chris Kirk gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 7 árum, eftir útskrift úr háskóla, 22 ára. Hann spilaði Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2014 | 22:00
Hvað er heitt og hvað afleitt?

Nú í sumar hefir verið í gangi greinarflokkur hér á Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“ Greinarflokkurinn verður í gangi allt þar til síðustu leikir á Íslandsbankaröðinni hafa verið leiknir fyrstu vikuna í september og hefur síðan aftur göngu sína á næsta sumri 2015, þegar mótaraðir okkar bestu hefja göngu sína, enda greinarröðinni ótrúlega vel tekið. Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2014 | 20:00
FedEx Cup 2014: Chris Kirk sigraði á Deutsche Bank Championship

Það var hinn 29 ára Chris Kirk frá Atlanta í Bandaríkjunum, sem sigraði á Deutsch Bank Championship nú rétt í þessu. Kirk lék á samtals 15 undir pari, 269 höggum (73 66 64 66). Tveimur höggum á eftir Kirk, á samtals 13 undir pari, 271 höggi, voru 3 kylfingar: Russell Henley, Billy Horschel og Geoff Ogilvy. Í 5. sæti voru þeir Rory McIlroy og John Senden enn öðrum 2 höggum á eftir á 11 undir pari, 273 höggum. Til þess að sjá lokastöðuna á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: (Bætt við þegar myndskeið liggur fyrir)
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2014 | 18:15
EPD: Þórður Rafn í 12. sæti e. 2. dag í Þýskalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR tekur þátt í Preis des Hardenberg GolfResort mótinu í Northeim í Þýskalandi. Þórður Rafn er í 12. sæti eftir 2. dag búinn að spila á samtals 143 höggum (68 75) Sjá má stöðuna eftir 2. dag á Preis des Hardenberg GolfResort mótinu, með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

