Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2014 | 13:00
GO: Samhjálpar-mótinu aflýst

Vegna óviðráðanlegara orsaka verður að aflýsa Styrktarmóti Kaffistofu Samhjálpar 2014. Mótið átti að fara fram á Urriðavelli, 7. september n.k. en fellur nú niður. Kaffistofa Samhjálpar fékk alls 58.000 heimsóknir árið 2013 og bauð upp á morgun og hádegismat alla daga ársins. Styrktarmótið er mikilvæg fjáröflun fyrir Kaffistofu Samhjálpar sem er sannarlega mikilvægt samfélagsverkefni sem ekki má leggjast af. Ef áhugi er á að styrkja starfið bendum við á heimasíðu Samhjálpar, www.samhjalp.is
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2014 | 12:00
Rory gerir lítið úr einkaflugvél Jordan Spieth

Það er aðeins hægt að geta sér til hvað kylfingar voru að metast um á dögum Old Tom Morris (Sjá kynningu Golf 1 á Old Tom Morris með því aðSMELLA HÉR1: og með því að SMELLA HÉR 2: og Willie Park Sr. (Sjá kynningu Golf1 á Willie Park Sr. með því að SMELLA HÉR: ) . Kannski það hafi verið hversu langt þeir slógu með „brassie„-unum sínum (gömul kylfa sem kemst næst því að vera 2-tré dagsins í dag) eða hversu mörg tvíd-vesti hvor um sig átti. Spólum fram til ársins 2014 en þá eru kylfingar að „tvíta“ og metast á um mun meiri verðmæti eins og t.a.m. eftirfarandi samskipti Rory Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2014 | 10:00
Úrhellisrigning á EM eldri kvenna

Íslenska landslið eldri kvenna tekur þátt í European Senior Ladies’ Team Championship, sem fram fer í GC Gut Altentann í Austurríki. Um tveggja daga mót er að ræða, sem átti að standa dagana 2.-3. september, en hefir nú verið fært fram um nokkra daga. Ekkert var spilað í gær vegna úrhellisrigningar . Í landsliði eldri kvenna eru: Kristín Sigurbergsdóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Erla Adolfsdóttir, María Guðnadóttir, Steinunn Sæmundsdóttir, Ásgerður Sverrisdóttir og Margrét Geirsdóttir. Margrét Geirsdóttir fararstjóri liðsiðs hafði eftirfarandi um ástand vallar og horfur á spili að segja: ,Hér rignir eldi og brennisteini. Gut Altentann golfvöllurinn er óleikhæfur vegna bleytu. Við höfum ekkert spilað enn sem komið er. Búið er að fella niður æfingahring Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2014 | 09:00
Axel, Birgir Leifur og Ólafur Björn við keppni í Danmörku

Axel Bóasson, GK, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, hófu í dag keppni í Danmörku. Þeir taka þátt í Willis Masters, sem fram fer í Kokkedal GC, en mótið er hluti af Nordic League mótaröðinni. Mótið stendur 3.-5. september og þátttakendur eru 156. Þegar þetta er ritað kl. 8:55 (að íslenskum tíma) eru Axel og Ólafur Björn farnir út en Birgir Leifur á rástíma kl. 13:50 að dönskum tíma (11:50 að íslenskum tíma). Fylgjast má með gengi þeirra Axels, Birgis Leifs og Ólafs Björns með því að SMELLA HÉR: (Veljið Scores)
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2014 | 08:45
Íslenska kvennalandsliðið í 33. sæti í Japan

Íslenska kvennalandsliðið tekur nú þátt í Espirito Santo Trophy í Japan. Í liðinu eru Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Sunna Víðisdóttir, GR. Liðsstjóri er: Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ og þjálfari: Úlfar Jónsson. Íslenska kvennalandsliðið er í 33. sæti af 50 liðum eftir 1. dag , en 2 bestu skor liðsmanna af 3 telja. Ólafía Þórunn var á besta skori íslenska liðsins, 2 yfir pari, 74 höggum og Guðrún Brá og Sunna báðar á 3 yfir pari, 75 höggum. Í einstaklingskeppninni er Ólafía Þórunn í 50. sæti en Guðrún Brá og Sunna báðar í 65. sæti af 147 keppendum. Sjá má stöðuna í liðakeppninni með því Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2014 | 08:00
Angela Bennett jarðsungin í gær

Angela Bennett, eiginkona kylfubera Matt Kuchar, Lance Bennett dó snögglega miðvikudaginn fyrir viku síðan. Úrskurðað var að dauða hennar hefði borið að með eðlilegum hætti, þó engar aðrar upplýsingar hafi verið látnar uppi. „Þetta er mjög erfiður tími fyrir fjölskyldu okkar, en við erum þakklát fyrir alla þá ást og styrk frá öðrum kylfuberum og alls golfsamfélagsins,“ sagði í yfirlýsingu sem Mark Steinberg hjá Excel Sports sendi frá sér, en hann er umbooðsmaður Matt Kuchar. Í fréttatilkynningu frá Kuchar sagði m.a: „Sybi (eiginkona Kuchar), strákarnir og ég biðjum fyrir og erum með hugann hjá Lance og Emmu Grace (4 ára dóttir Bennett) á þessum erfiðu tímum.“ „Angela var góður vinur, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2014 | 23:29
Val Tom Watson

Tom Watson tilkynnti nú rétt í þessu hvaða kylfingar væru val hans, sem fyrirliða Ryder bikars liðs Bandaríkjanna í lið sitt. Kylfingarnir sem Watson valdi eru Keegan Bradley, Hunter Mahan og Webb Simpson. Watson sagðist m.a velja Bradley vegna högglengdar hans, ástríðu og þess að hann spilar vel í liðstvennd með Phil Mickelson. Bradley sagði að hann hefði skilið ef Watson hefði ekki valið hann vegna þess að svo margir frábærir bandarískir kylfingar eru nú í framboði. En eftir að Watson hefði hringt hefðu mánuðir, ár af áhyggjum verið létt af sér. Bradley er nr. 23 á heimslistanum. Watson nefndi næst Hunter Mahan. Watson sagði Mahan einstaklega góðan í holukeppni. Hann Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2014 | 22:30
EPD: Þórður lauk keppni í 14. sæti

Þórður Rafn Gissurarson, GR tók þátt í Preis des Hardenberg GolfResort mótinu í Northeim í Þýskalandi. Þórður Rafn lék hringina 3 á samtals 3 yfir pari, 216 höggum (68 75 73) og lauk keppni í 14. sæti, sem hann deildi með 6 öðrum kylfingum. Þórður Rafn fékk m.a. ás á fyrsta hring sínum, þann fyrsta í móti á EPD mótaröðinni! Glæsilegur árangur þetta!!!! Sigurvegarar mótsins urðu Richard Odonovan frá Ítalíu og Benjamin Weilguni, frá Austurríki en þeir léku á 5 undir pari, 208 höggum. Sjá má lokastöðuna á Preis des Hardenberg GolfResort mótinu, með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2014 | 21:30
Horfið á Paul McGinley tilnefna 3 leikmenn í lið sitt – Myndskeið

Fyrr í dag tilkynnti Paul McGinley, fyrirliði Ryder Cup liðs Evrópu um þá 3 kylfinga sem hann, sem fyrirliði, fær að velja í lið sitt. Val McGinley var s.s. flestir golfáhugamenn vita eflaust nú þegar: Stephen Gallacher, Ian Poulter og Lee Westwood. Hér má sjá myndskeið af því þegar McGinley tilkynnti um val sitt SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2014 | 21:00
PGA: Rickie Fowler kylfingur ágústmánaðar – Myndskeið

Rickie Fowler var valinn Avis kylfingur ágústmánaðar á PGA mótaröðinni. Hann var langbestur allra kylfinga og þá sérstaklega þeirra sem ekki beinlínis sigruðu á móti – en þó Rickie hafi ekki sigrað var hann jafnbestur allan mánuðinn og meðal efstu 9 í mótum 3 sinnum, sem er afar glæsilegur árangur á sterkustu mótaröð heims, PGA Tour. Meðal glæsiárangurs Fowler í ágúst 2014 var að verða T-3 í PGA Championship risamótinu. Fowler er einn þeirra kylfinga sem spila í FedEx Cup umspilinu sem stendur og verður einnig í Ryder bikars liði Bandaíkjanna, sem spilar í Gleneagles seinna í mánuðnum. Sjá má myndskeið af fréttinni um „Rickie Fowler kylfing ágústmánaðar“ með því Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

