Axel Bóasson, GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2014 | 09:00

Axel, Birgir Leifur og Ólafur Björn við keppni í Danmörku

Axel Bóasson, GK, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, hófu í dag keppni í Danmörku.

Þeir taka þátt í Willis Masters, sem fram fer í Kokkedal GC, en mótið er hluti af Nordic League mótaröðinni.

Mótið stendur 3.-5. september og þátttakendur eru 156.

Þegar þetta er ritað kl. 8:55 (að íslenskum tíma) eru Axel  og Ólafur Björn farnir út en Birgir Leifur á rástíma kl. 13:50 að dönskum tíma (11:50 að íslenskum tíma).

Fylgjast má með gengi þeirra Axels, Birgis Leifs og Ólafs Björns með því að SMELLA HÉR:   (Veljið Scores)