Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2014 | 07:00
LET Access: Valdís Þóra hefur leik í Grikklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefur leik í dag á Grecotel Amirandes Ladies Open, en mótið fer fram í Crete Golf Club í Hersonissos, Grikklandi. Mótið stendur 10.-12. október 2014. Þáttakendur eru 62. Valdís Þóra fer út kl. 12:10 að staðartíma (sem er kl. 09:10 að okkar tíma hér heima á Íslandi). Til þess að fylgjast með gengi Valdísar Þóru í Crete golfklúbbnum í Grikklandi SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 21:00
Rory heimsótti gömlu kærustuna

Rory McIlroy sannaði það fyrir sér nú á dögunum að það sé alveg hægt að vera vinur sinna fyrrverandi. Fyrrum kærasta Rory til 6 ára, Holly, eignaðist nú á dögunum fyrsta barn sitt, son sem fengið hefir nafnið Max, með núverandi kærasta sínum Jeff Mason. Rory heimsótti Holly og Max á sjúkrahúsið og kom færandi hendi. Á Twitter tvítaði hann: „Brought my little buddy Max his first pair of Nikes last night, Great seeing you guys!“ (Ég færði litla vini mínum Max fyrsta parið af Nike (golfskóm) í gær. Frábært að sjá ykkur!“ Rory setti með meðfylgjandi mynd af Max í fínu skónum.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 19:01
Evróputúrinn: Colsaerts nálægt 59 höggum 1. dag í Portúgal

Belgíski kylfingurinn Nicolas Colsaerts er efstur eftir 1. dag Portugal Masters sem fram fer á golfvelli Oceånico Victoria Golf Club. Aðeins munaði hársbreidd að Colsaerts væri á 59 höggum, en engum hefir tekist að ná því skori í 42 ára sögu Evrópumótaraðarinnar. Hann fylgdi 7 fuglum eftir með tveimur glæsiörnum á 15. og 17. braut. Colsaerts þarfnaðist því aðeins fugls á 18. og lokaholunni til þess að vera á 12 undir pari, 59 höggum. Því miður tókst það ekki – Colsaerts var samt á glæsiskori 11 undir pari, 60 höggum fyrsta dag! Öðru sætinu deila Frakkinn Alexander Levy og Skotinn Scott Jamieson, sem báðir léku á 8 undir pari, 63 höggum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 19:00
Ólafur Björn á 71 1. dag lokaúrtökumótsins

Ólafur Björn Loftsson, NK, lék á 1 undir pari, 71 höggi á 1. degi Nordic League lokaúrtökumótsins í dag. Mótið fer fram á Trent Jones Skjodenæsholm vellinum á Sjálandi og komast 50 efstu í gegnum niðurskurð eftir 2 hringi en alls verða leiknir 3 hringir. Ólafur Björn deilir 20. sætinu með 8 öðrum eftir 1. dag. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á lokaúrtökumótinu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 18:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Hudson Swafford (12/50)

Hudson Swafford varð nr. 39 af þeim sem tókst að ávinna sér inn keppnisrétt á PGA Tour 2015. Hudson Swafford fæddist 9. september 1987 í Lakeland, Flórída og er því nýorðinn 27 ára fyrir mánuði síðan. Swafford spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of Georgia og gerðist atvinnumaður árið 2011. Swafford spilaði fyrst á Nationwide Tour árið 2012 og vann fyrsta sigur sinn þar 6. maí það ár á Stadion Classic í UGA og setti m.a. nýtt vallarmet með lokahring upp á 62 högg. Swafford var 1 höggi á eftir Luke List, en setti niður fugl úr flatarglompu meðan List varð að sætta sig við skolla og því var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur B. Sveinsson – 9. október 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Guðlaugur B. Sveinsson, læknir. Guðlaugur er fæddur 9. október 1959 og er því 55 ára í dag. Guðlaugur er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og duglegur að taka þátt í opnum mótum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Panton f. 9. október 1916 – d. 24. júlí 2009; Sigríður Elín Þórðardóttir, GSS, 9. október 1960; Annika Sörenstam, 9. október 1970. Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 13:00
Volvo hættir sem styrktaraðili heimsmótsins í holukeppni

Evrópumótaröðin, sem er mun fátækari en PGA Tour í Bandaríkjunum berst nú við að halda í heimsmótið í holukeppni (ens. World Matchplay Championship) eftir að elsti styrktaraðili mótsins, Volvo, tilkynnti að hann myndi hætta stuðningi sínum við þetta fræga mót, sem heldur upp á 50. ára afmæli sitt í næstu viku í Kent. Fréttin er Evrópumótaröðinni mikið áfall þar sem Volvo hættir einnig að styrkja Champions mótið sem hefir verið upphafsmót mótaraðarinnar frá árinu 2011. Mótið átti að fara fram 2. vikuna í janúar í Durban, en nú er allt upp í loft varðandi það hvort af mótinu verður. Missir þessa $4 milljón (£2.5milljóna) móts er mikill, en brotthvarf holukeppninnar er en Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 09:30
Rory hataði að spila á Old Course í St. Andrews

Rory McIlroy vann næstum því Alfred Dunhill Links Championship í síðustu viku á Old Course í St. Andrews. Kannski að honum takist að sigra í Opna breska þar 2015? En hvað skyldi nú Rory hafa fundist um völlinn þegar hann spilaði hann í fyrsta sinn sem unglingur? „Ég hataði hann,“ sagði Rory. Haaaa? Bíðum nú aðeins við. Hataði hann? Old Course? Einn af frægustu golfvöllum í heiminum? „Mér fannst þetta vera versti golfvöllur sem ég hafði nokkru sinni spilað,“ sagði Rory. „Ég stóð á hverjum teig og velti fyrir mér: „Af hverju eru allir svona hrifnir af þessum stað? En því meir sem maður spilar völlinn og lærir á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 08:00
Howell 5. maður í nefnd sem velur næsta Ryder Cup fyrirliða Evrópu

David Howell, sem þátt tók í 2 Ryder Cup mótum í liði Evrópu hefir verið útnefndur 5. og síðasti nefnarmeðlimur, í 5 manna nefnd sem kemur til með að velja næsta Ryder Cup fyrirliða Evrópu. Næsta viðureign í Rydernum verður á Hazeltine National í Chaska, Minnesota í Bandaríkjunum. Howell, sem er 39 ára Englendingur spilaði í liðum Evrópu í Rydernum 2004 og 2006, en í bæði skiptin sigraði Evrópa. Aðrir sem sitja með honum í valnefndinni eru: Paul McGinley, José María Olazábal, Colin Montgomerie og framkvæmdastjóri Evópumótaraðarinnar George O’Grady. Búist er við að tilkynnt verði um nýjan fyrirliða Ryder Cup liðs Evrópu í byrjun 2015
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2014 | 18:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Ryan Armour (11/50)

Ryan Patrick Armour varð í 40. sæti á Web. com Finals og vann sér þannig inn kortið sitt á PGA Tour. Hann er fædur 27. febrúar 1976 í Akron Ohio og er því 38 ára. Armour spilaði með Ohio State University í bandaríska háskólagolfinu. Þar vann hann sér inn third-team All-American honors árið 1998 og var valinn í the All-Big Ten liðið áirð 1995 og árið 1998. Hann tók einnig þátt í 1993 U.S. Junior finals. Armour spilaði á Nationwide Tour, sem nú heitir Web.com Tour á árunum 2004-2006. Hann spilaði líka á NGA Hooters Tour árin 2002 og 2003 og á the Golden Bear Tour árið 2003. Armour fékk kortið Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

