Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2014 | 17:45
Dustin Johnson seldi Flórída heimili sitt fyrir $ 5.2 milljónir – snýr aftur til keppni snemma í febrúar 2015

Það fækkar einum kylfingnum sem lifir útúrsnúningi úr „hipp life“ þ.e. „JupLife“ niðri í Suður-Flórída (Jup Life er stytting yfir lífstíl þeirra, sem búa í Jupiter, Flórída og eru nægilega ríkir til að geta spilað golf öllum tímum). Skv. L.A. Times seldi PGA Tour kylfingurinn Dustin Johnson (DJ) heimili sitt í Jupiter, Flórída, fyrir $5.2 milljónir. Húsið var byggt árið 2007 og er 7,860 ferfeta með 6 svefnherbergjum og 8 baðherbergjum – og auðvitað því sem fylgir „Jup Life“ þ.e. púttflöt, sundlaug og einkahöfn fyrir snekkju. Sagt er að Johnson hafi keypt eignina á sínum tíma á $3.7 milljónir. Hann var búinn að setja $6.5 milljónir á hana, en sætti sig við $5.2 milljónir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Bjarnar Þórarinsson og Ingvi Rúnar Einarsson ———- 19. nóvember 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Kristján Bjarnar Þórarinssson og Ingvi Rúnar Einarsson. Kristján Bjarnar er fæddur 19. nóvember 1944 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Kristjáns hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Kristján Bjarnar Þórarinsson (70 ára) Ingvi Rúnar er fæddur 19. nóvember 1937 og á því 77 ára afmæli í dag. Ingvi Rúnar er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og heldur úti samfélagssíðunni Kylfingar á Facebook. Ingvi Rúnar spilar mikið golf, gjarnan erlendis í golfferðum á ýmsum freistandi golfáfangastöðum og jafnt sumars sem um miðjan vetur á Íslandi. Eins er hann mjög góður púttari og hefir tekið þátt í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2014 | 12:00
Tiger ekki ánægður með platviðtal Golf Digest við sig – Myndskeið

Golf Digest, nánar tiltekið Dan Jenkins, golffréttaritari, bjó til viðtal við Tiger Woods – þar sem hann var spurður allskyns spurninga m.a. um það hversu lélegur hann væri að láta menn sem aðstoðuðu hann fá þjórfé (tips) auk valinna spurninga um framhjáhald hans. Tiger voru lögð orð í munn (til þess væntanlega að gera viðtalið skemmtilegra og) til þess að leggja áherslu á hversu mikið plat og grín allt saman væri. Viðtalið var uppspuni frá upphafi til enda, enda kom það fram í fyrirsögn greinarinna; þetta var platviðtal og mönnum gert ljóst að Tiger hefði hvergi komið þar nærri. Viðbrögð Tiger voru hins vegar hörð og gaf hann m.a. út Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2014 | 09:30
Lyftingar hluti æfinga Rory

Á síðastliðnum árum hefir nr. 1 á heimslistanum gert heilsuátak; sem beinst hefir í þá átt að styrkja sig og byggja upp meiri vöðvamassa. Það hefir Rory gert með lyftingum í æfingasal og ræktinni en þær eru fastur hluti af æfingum Rory og ….. það er að skila sér á vellinum! Það eru engar smáræðisþyngdir sem Rory lyftir í dag, en hann byrjaði hægt og rólega og er nú vel á sig kominn! Rory lítur sérlega vel út í Dubai en lokamót Evrópumótaraðarinnar hefst einmitt þar á morgun.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2014 | 09:00
Scott finnur fyrir fjarveru Steve Williams

Yfir 100 kylfusveinar sóttu um hjá Adam Scott eftir að fréttist að Steve Williams væri að hætta á pokanum hjá þessum einum besta og kynþokkafyllsta kylfingi heims. Nú segist Scott vera búinn að prófa sig áfram með um helming umsækjenda og sá sem fær að vera á pokanum í Australian Masters, í Metropolitan Golf Club í Melbourne í þessari viku, er kylfusveinninn David Clark. Clark var á pokanum hjá Scott’ í WGC-HSBC Champions fyrr í þessum mánuði í Shanghaí, þar sem Scott varð T-12, en Bubba Watson sigraði í mótinu. Clark er býsna reyndur kylfusveinn en hann var áður á pokanum á þrefalda risamótssigurvegaranum Vijay Singh og mun Scott fylgjast vel með Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2014 | 08:00
Woods spilar í 1. sinn í Dubaí

Fyrrum skóla- og liðsfélagi Ólafíu Þórunnar í Wake Forest, Cheyenne Woods, mun í fyrsta sinn taka þátt í the Omega Dubai Ladies Masters, en verndari mótsins er prinsessan Haya Bint Al Hussein, eiginkona hans hátignar Mohammed Bin Rashid Al Maktoum, vara-forseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og stjórnanda Dubaí. Mótið fer fram í Emirates Golf Club 7. – 13. desember. Sigur Cheyenne í Australian Ladies Masters í febrúar s.l. hefir m.a. valdið því að henni er boðin þátttaka í boði styrktaraðila. „Ég hef verið atvinnumaður í tvö ár og meirihluta þess, hugsar fólk aðeins um mig sem frænku Tiger Woods, þannig að nú er gaman að vita að ég get þetta Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2014 | 23:00
Sigurður Hafsteinsson verður með golfkennslu í Básum í vetur

Nú þegar eru margir kylfingar farnir að huga að næsta golftímabili. Tíminn líður og seinna vænna en að fara að huga að golfkennslu fyrir sumarið 2015. Til að auka ánægju sína af því að leika golf er oft nauðsynlegt að aukna færni sína í íþróttinni. Besta leiðin til að gera það er að fara í golfkennslu og fá leiðbeiningar hjá golfkennara. Hann getur bæði hjálpað til með sveifluna sjálfa og leiðbeint hvernig á að bera sig að á vellinum. Sigurður Hafsteinsson Golfkennari býður kylfingum sem hafa áhuga á því að bæta leik sinn upp á golfkennslu í Básum. Hér að neðan smá sjá það sem er innifalið hjá Sigurði. • Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2014 | 17:45
Birgir Leifur komst ekki áfram

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, komst ekki í gegnum 4 hringja niðurskurð og var því ekki meðal efstu 70, sem halda áfram að spila í lokaúrtökumótinu um efstu 25 sætin. Birgir Leifur lék á 72 höggum í dag, fékk 1 fugl og 3 skolla. Samtals lék Birgir Leifur á 3 yfir pari, 287 höggum (74 73 68 72) og hafnaði í 101. sæti af 156 þátttakendum. Þeir sem voru á samtals 1 undir pari, komust í gegnum niðurskurð og fá að spila 2 hringi til viðbótar og munaði því 4 höggum á að Birgir Leifur næði að vera í þeim hóp. Til þess að sjá stöðuna á lokaúrtökumótinu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2014 | 16:00
GS: Afmæliskylfingur dagsins: Valgarður M. Pétursson – 18. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Valgarður M. Pétursson. Valgarður er fæddur 18. nóvember 1963 og er því 51 árs í dag!!! Valgarður er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS) og hefir verið duglegur að taka þátt í opnum mótum. Valgarður – Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marga Stubblefield, 18. nóvember 1951 (63 ára); Jill Briles-Hinton, 18. nóvember 1962 (52 ára); Sandra Carlborg, 18. nóvember 1983 (31 árs) ….. og ….. Svala Ólafsdóttir (47 ára) Þorgerður Jóhannsdóttir (59 ára) Josef Olasson (53 ára) Guðni Sumarliðason (23 ára) Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2014 | 11:00
GVS: Vinnukvöld á morgun og hinn

Ákveðið hefur verið að koma saman og klára að einangra og klæða verkfæra og æfingaaðstöðuna næstkomandi miðviku og fimmtudagskvöld 19. og 20. nóvember Vallarstjóri verður á svæðinu frá kl 17.00 og verður unnið svo lengi sem menn nenna Verður farið í að klæða loft með vindpappa, smella glerull í og plasta svo yfir. Allir sem áhuga hafa á því að mæta, geta sent e-mail á gvsgolf@gmail.com. Ef einhver lumar á loft-heftibyssu þá væri þannig græja vel þegin.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

