Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (44/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2015 | 08:00

Birgir á 68 en úr leik

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, átti flottan 4. hring á lokaúttökumótinu á PGA Catalunya golfvellinum á Spáni. Þann besta á úrtökumótinu til þessa, 2 undir pari, 68 högg, fékk 1 örn, 3 fugla, 1 skolla og 1 skramba. En hann er engu að síður úr leik. Aðeins 78 efstu fengu að halda áfram og spila lokahringina 2 á lokaúrtökumótinu. Samtals lék Birgir Leifur á 3 yfir pari (74 72 73 68). Til þess að sjá stöðuna á PGA Catalunya eftir 4. hring SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2015 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Joyce Wethered – 17. nóvember 2015

Joyce Wethered, Lady Heathcoat-Amory fæddist 17. nóvember 1901 í Surrey á Englandi og dó í London 1 degi eftir 96 afmælisdag sinn, 1997 í London. Hún er álitin einn besti kvenkylfingur, sem Englendingar hafa átt. Í dag hefði Joyce átt 114 ára afmæli. Joyce og bróðir hennar Roger, en Roger var T-1 á Opna breska 1921 (hann tapaði síðan í bráðabana), lærðu að spila golf sem smábörn. Joyce vann Britsh Ladies Amateur Golf Championship 4 sinnum (1922, 1924, 1925, and 1929) og var enskur meisari kvenna 5 ár í röð (1920–24). Joyce giftist Sir John Heathcoat-Amory árið 1924 og varð þar eftir titluð Lady Heathcoat-Amorey. Leikur hennar og golfsveifla voru Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2015 | 10:00

GO: Fundað um framtíð Urriðavallar

Síðastliðin föstudag komu starfsmenn Golfklúbbsins Odds saman og fóru yfir framtíð Urriðavallar. Fundurinn var afar góður en markmið fundarins var að fá vallarstarfsmenn, starfsmanna í vallarþjónustu og afgreiðslu, til að lýsa sinni framtíðarsýn á Urriðavelli og umhverfi hans. Líflegar umræður sköpuðust um völlinn en farið var í gegnum hverja braut fyrir sig og ræddar mögulegar breytingar. Með fundi sem þessum gefst okkar starfsmönnum tækifæri til að koma á framfæri sinni þekkingu á vellinum við starfsmenn skrifstofu GO. Fjölmargar góðar hugmyndir komu fram á fundinum en helsta niðurstaða fundarins er sú að ráðast þarf í endurbyggingu á mörgum teigum vallarins ásamt byggingu byrjendateiga á öllum brautum. Fleiri breytingar voru ræddar en Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2015 | 08:00

Evróputúrinn: Sigurpoki Broberg

Svíinn Kristoffer Broberg sigraði í BMW Masters mótinu í Shanghaí nú um helgina. Eftirfarandi verkfæri voru í sigurpoka hans, en hann er eins og sjá má mikill Callaway-kall: Dræver: Callaway RAZR Hawk (8.5°) Skaft: Fujikura Rombax Z 7Z08 (X-Flex) Brautartré: Callaway Big Bertha V-Series (15.5°) Skaft: Mitsubishi Rayon Diamana W-Series 80X Blendingur: Callaway Apex Hybrid (20°) Skaft: Oban Devotion 05 (X-Flex) Járn: Callaway Apex Pro (4-PW) Sköft: True Temper Dynamic Gold X100 Tour Issue Fleygjárn: Callaway MD3 Milled (52°, 56° og 60°) Sköft: True Temper Dynamic Gold S400 Tour Issue Pútter: Odyssey White Ice 2-Ball (Center-Skaft) Bolti: Callaway Speed Regime SR-3


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 21:00

Hvað er í sigurpoka Inbee Park?

Inbee Park sigraði í Mexíkó nú um helgina á Lorena Ochoa Invitational. Hér má sjá hvaða „spýtur“ og járn og önnur tól og tæki hún var með í sigurpoka sínum: Dræver: Dunlap (1; 10.5°14.5 (M)) – RBZ TOUR Tré:  TAYLORMADE (5-járn; 18.0° (M)) – RBZ TOUR TAYLORMADE (blendingur; 22.0° (M)) – SLDR S TAYLORMADE (blendingur; 25.0 (M)) – SLDR S Járn: DUNLAP (6-9) – XXIO FORGED Fleygjárn: DUNLAP (PW ) CLEVELAND (GW; 46°) – 588 RTX MB 2.0 CLEVELAND (AW; 50°) – 588 RTX MB 2.0 CLEVELAND (SW; 58°) – 588 RTX MB 2.0 Pútter:  ODYSSEY – 2-BALL WH Bolti:  SRIXON – Z STAR ARROW


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 20:45

Lindsey Vonn: „Að byrja með Tiger var ekki skynsamlegt“

Í löngu viðtali í New York Times, segir Ólympíuskíðadrottningin Lindsey Vonn að hún hafi mikið verið að flýta sér í samband við Tiger og kallaði samband þeirra „reynslu sem læra yrði af“ en tókst þó nokkurn veginn að vera jákvæð um samband og tíma þeirra saman. Vonn og Woods voru saman í meira en 2 ár, frá mars 2013 til maí 2015 þegar þau tilkynntu um sambandsslit sín og að um sameiginlega ákvörðun þeirra hefði verið að ræða. Margir voru þó að spekúlera í því hvort Tiger væri aftur dottinn í framhjáhaldsáráttu sína. Í viðtalinu við NYT sagði Vonn m.a.: „Thomas var virkilega fyrsti kærastinn minn, þannig að ég var ekki Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 20:00

Hver er kylfingurinn: Inbee Park?

Suður-Kóreanski kylfingurinn Inbee Park sigraði í gær á Lorena Ochoa Invitational sem fram fór í Mexíkó. Þetta var 5. sigur Park á LPGA mótaröðinni árið 2015. Hver er þessi kylfingur frá Suður-Kóreu? Inbee fæddist í Seúl í Suður-kóreu 12. júlí 1988 og er því 27 ára. Hún byrjaði að spila golf 10 ára. Eftir að hún fluttist til Bandaríkjanna sigraði hún í 9 mótum AJGA (stytting á American Junior Golf Association). Svo varð hún í 2. sæti á US Women´s Amateur. Hún sigraði US Girls Junior 2002 (14 ára) og varð í 2. sæti bæði 2003 og 2005. Inbee var boðið á Kraft Nabisco risamótið í boði styrktaraðila meðan hún Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 19:00

Hver er kylfingurinn: Graeme McDowell? (1/7)

Flestir þekkja Graeme McDowell MBE, sem einnig er oft nefndur GMac til styttingar í golffréttum.  Hann sigraði nú í dag, 16. nóvember 2015 á OHL Classic at Mayakoba í Mexíkó. Þetta er 3. sigur hans á PGA mótaröðinni og 14 sigurinn á ferlinum, en hann hefir líka sigrað 10 sinnum á Evrópumótaröðinni og 1 sinni á Asíutúrnum. Eins hefir hann tekið þátt í heimsbikarnum f.h. Írlands og verið í Ryder bikars liði Evrópu þrívegis.  Hann hefir líka verið á topp-10 á heimslistanum en hæst hefir hann komist í 4. sætið í mars 2011. Hér fer nú af stað 7 greina, greinaröð um GMac til heiðurs 3. sigrinum á PGA mótaröðinni. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 18:00

PGA: GMac sigraði e. 3 manna bráðabana á OHL Classic í Mexíkó

Það var GMac eða m.ö.o. Graeme McDowell frá Norður- Írlandi, sem sigraði á OHL Classic mótinu í Mayakoba, í Mexíkó. Þrír voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur og því varð að koma til bráðabana. Það voru þeir Jason Bohn frá Bandaríkjunum, Skotinn Russell Knox og GMac sem allir voru á 18 undir pari, 266 höggum. Par-4 18. hola golfvallar El Camaleon á Playa del Carmen var því spiluð aftur í bráðabana og var GMac á eini sem fékk fugl, Knox var á pari og Bohn átti ekki sjéns að jafna við GMac og því sigraði GMac. Til þess að sjá lokastöðuna á OHL Classic SMELLIÐ HÉR: