Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Björn Guðmundsson – 25. febrúar 2016

Það er Gunnar Björn Guðmundsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Gunnar Björn fæddist 25. febrúar 1986 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Gunnar Björn er í Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi. (GMS) Komast má á facebook síðu Gunnars Björns til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Gunnar Björn Guðmundsson (Innilega til hamingju með 30 ára afmælið!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Anthony David „Tony“ Lema, f. 25. febrúar 1934 – d. 24. júlí 1966; Bergsveinn Símonarson, 25. febrúar 1945 (71 árs); Juan Quiros, 25. febrúar 1956 (59 ára); Nanna Guðrún Marinósdóttir,  25. febrúar 1962 (54 ára);  Tyrfingur Þórarinsson, 25. febrúar 1970 (46 ára); Josefine Sundh, 25. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2016 | 19:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún brá lék vel á Old Ranch!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, lék vel með Fresno State háskólaliðinu á móti sem fram fór á Old Ranch Country vellinum í Kaliforníu. Guðrún Brá, sem er úr Keili í Hafnarfirði, endaði í 7. sæti í einstaklingskeppninni en skólalið hennar varð í öðru sæti á þessu móti. Guðrún lék hringina þrjá á +3 samtals (73-75-71). Sigurvegarinn var á -4 samtals. Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2016 | 19:20

Afmæliskylfingur dagsins: Zach Johnson —— 24. febrúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Zach Johnson. Hann er fæddur 24. febrúar 1976 og því 40 ára stórafmæli í dag!!! Zach Johnson er e.t.v. frægastur fyrir að hafa sigrað á the Masters 2007, en að öðru leyti á hann 11 sigra í beltinu á PGA Tour, þ.á.m. sigraði hann á fyrsta PGA Tour móti ársins 2014: Tournament of Champions, í Hawaii. Zach er m.a. með samning við landbúnaðarvélaframleiðandann John Deere. Zach er kvæntur Kim Barclay og á með henni synina Wyatt og Will. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jim Ferrier, 24. febrúar 1915- 13. júní 1986; og Victoria Tanco, 24. febrúar 1994 (22 ára – argentínsk). Golf 1 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2016 | 19:16

Afrekskylfingar úr GKG hittu stórstjörnur í æfingabúðum

Hluti af meistaraflokki GKG er núna í æfingabúðum í Orlando í Flórída og æfir þar við frábærar aðstæður. Þessi ferð er að reynast hið besta ævintýri en við æfingar sínar á Keene´s Point vellinum rakst hópurinn á PGA Tour stjörnuna Hideki Matsuyama frá Japan, sem var mættur á æfingasvæðið daginn eftir góðan árangur á Northern Trust mótinu í Los Angeles.


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2016 | 19:00

PGA: Berger búinn að gleyma tapinu í bráða- bananum f. Harrington á Honda Classic í fyrra

Daniel Berger þekkir the Bear Trap út og inn en mót vikunnar á PGA Tour fer einmitt fram þar. Sem nýliði á síðasta ári var Berger brillíant á Bear Trap og var auðvitað að reyna að sigra á Honda Classic Hann spilaði erfiðu 15., 16. og 17. holurnar á 5 undir pari á 72 holum. En hann lauk keppni á því að tapa fyrir Padraig Harrington.   Nú er öldin önnur og Berger til í slaginn. „Ég held að hann (Berger) sé á frábærum stað,“ sagði Harrington.  Þetta fer allt í reynslubankann hjá honum.“


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2016 | 18:00

Olesen hlakkar til að verja titilinn í Ástralíu

Danski kylfingurinn Thorbjørn Olesen vonast til að lokal reynslan reynist honum vel þegar hann hefur leik á ISPS HANDA Perth International í Perth, Ástralíu. Daninn sigraði í Lake Karrinyup Country Club árið 2014, en tók sér síðan 1 árs hlé. Aðrir sigrar Olesen komu á Opna sikileyska árið 2012 og síðan á síðasta ári á Alfred Dunhill Links Championship, sem þýðir aðeins eitt að hann hefir ekki enn varið titil á Evróputúrnum. Og Olesen viðurkenndi að það væri meiri pressa á honum, en þrátt fyrir það er hann mjög sjálfsöruggur fyrir slaginn í Perth. „Þetta er frábært,“ sagði hann. „Ég hef aldrei reynt það áður, þannig að ég veit ekki hvernig tilfinningin er á fimmtudaginn. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2016 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Sverrisdóttir – 23. febrúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Sverrisdóttir. Guðrún er fædd 23. febrúar 1955 . Guðrún er í Golfklúbbi Borgarness. Komast má á facebook síðu Guðrúnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Guðrún Sverrisdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hlöðver Sigurgeir Guðnason, GKG 23. febrúar 1957 (59 ára) – hann fór m.a. holu í höggi á æfingahring á Víkurvelli hjá GMS í sveitakeppni 2. deildar eldri karla í ágúst 2012); Hlöðver Guðnason (59 ára) Gylfi Sigfússon, GR og GV, 23. febrúar 1961 (55 ára); Steve Stricker, 23. febrúar 1967 (49 ára);  Jóhannes Stefánsson (43 ára); Michael Campell, 23. febrúar 1966 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2016 | 16:00

Einfaldleikinn í fyrirrúmi í nýju forgjafarkerfi – margar áhugaverðar breytingar

Nýtt forgjafarkerfi tók gildi frá 1. janúar 2016 og gildir næstu fjögur ár eða til ársins 2019. Markmið forgjafarnefndar Evrópska golfsambandsins var að einfalda kerfið fyrir hinum almenna kylfingi. Golfsamböndum er gefið meira svigrúm til að gera breytingar á kerfinu til að auka ánægju af golfleik og mæta hinum margvíslegu þörfum kylfinga. Lykilatriði kerfisins eru í meginatriðum óbreytt en helstu breytingar verða eftirfarandi. Upphafsforgjöf karl- og kvennkylfinga verður nú 54 í stað 36. Nýr forgjafarflokkur 6 (forgjöf 37 – 54) verður til. Enginn hækkun á forgjöf í forgjafarflokkum 5 og 6 (frá forgjöf 26.5 upp í 54) 9 holu skor leyft til forgjafar í forgjafarflokki 2 (frá forgjöf 4.5 upp Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2016 | 15:30

Trump fær ekki að halda Opna breska á Turnberry

Tthe Royal and Ancient Golf Club hefir hafnað umsókn forsetaframbjóðandans Donald Trump um að Opna breska risamótið megi fara fram á golfvelli hans Trump Turnberry. Trump gengur sem stendur vel í prófkjöri Repúblíkana; vann Suður-Karólínu og fær að taka þátt í  ‘Super Tuesday’ í næstu viku sem helsti frambjóðandi Repúblíkanaflokksins. En þótt vel gangi í augnablikinu er ýmislegt annað að pirra kallinn því Turnberry, í Ayrshire, sem hann keypti 2014 vegna þess að völlurinn var álitinn vera líklegur kandídat til þess að fá að vera mótsstaður risamóts allra risamóta – því elsta og venjufastasta- Opna breska – er nú ekki lengur á lista yfir líklega mótsstaði þar sem Opna breska mun Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2016 | 14:24

GSÍ: Kveðja frá Hauki Erni Birgissyni, forseta GSÍ

Ágæti kylfingur. Íslenskir kylfingar hafa í gegnum tíðina ekki haft mikil tengsl við Golfsamband Íslands. Ef frá eru taldir afrekskylfingar, þá sækja íslenskir kylfingar nánast alla þjónustu til golfklúbbanna sinna og taka þátt í störfum þeirra. Mig grunar því að flestir kylfingar séu almennt grandlausir um hlutverk golfsambandsins, markmið þess og daglega starfsemi. Úr þessu er sjálfsagt að bæta. Golfsambandið mun í framtíðinni senda reglulega út rafrænt fréttabréf til allra skráðra kylfinga á Íslandi, til viðbótar við hefðbundna útgáfu tímaritsins Golf á Íslandi. Það er von mín fréttabréfið gefi þér betri innsýn í störf golfhreyfingarinnar á Íslandi en þeim allra hörðustu bendi ég á að fundargerðir stjórnarfunda má alltaf nálgast Lesa meira