Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2016 | 19:16

Afrekskylfingar úr GKG hittu stórstjörnur í æfingabúðum

Hluti af meistaraflokki GKG er núna í æfingabúðum í Orlando í Flórída og æfir þar við frábærar aðstæður.

Þessi ferð er að reynast hið besta ævintýri en við æfingar sínar á Keene´s Point vellinum rakst hópurinn á PGA Tour stjörnuna Hideki Matsuyama frá Japan, sem var mættur á æfingasvæðið daginn eftir góðan árangur á Northern Trust mótinu í Los Angeles.