Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2016 | 15:30
GO: Icelandair einn af styrktaraðilum Evrópumóts kvenna

Icelandair og Golfklúbburinn Oddur undirrituðu fyrr í mánuðnum samstarfssamning sem felur í sér að Icelandair verður einn af stuðningsaðilum Evrópumóts kvennalandsliða í golfi sem fram fer á Urriðavelli í júlí á þessu ári. Evrópumót kvenna verður stærsta alþjóðlega golfmót sem fram hefur farið á Íslandi til þessa og er mikill heiður fyrir Golfklúbbinn Odd og golfhreyfinguna á Íslandi að standa að baki mótinu. Von er á bestu áhugakylfingum Evrópu til leiks í mótinu. „Samstarf okkar við Icelandair í kringum Evrópumót kvennalandsliða í golfi í sumar mun hafa mikla þýðingu fyrir Golfklúbbinn Odd og ekki síst Evrópumótið í heild sinni. Þetta er gríðarlega stórt verkefni fyrir okkur hjá Oddi og það Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2016 | 15:00
GL: Ingi Fannar og Eiríkur sigruðu í Húsmótinu

Í dag fór fram Húsmótið á Garðavelli á Akranesi. Þátttakendur voru 34 (allt karlkylfingar – hvar eru kvenkylfingarnir á Skaganum?), en mótið var innanfélagsmót. Keppnisfyrirkomulagið var hefðbundið – veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og fyrir besta skor. Á besta skori mótsins var Ingi Fannar Eiríksson, 73 höggum. Ingi Fannar varð líka efstur í punktakeppninni með 39 punkta og þar af 18 á seinni 9, en hann gat ekki tekið við verðlaunum í báðum flokkum. Þeir sem voru í næstu sætum á eftir Inga Fannari í punktakeppninni hafa því væntanlega tekið verðlaun í punktakeppninni, en það voru: 1 Eiríkur Karlsson GL 23 16 39 punktar 2 Vilhjálmur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2016 | 13:00
PGA: Sjáið Justin Rose nota dræver út á braut

Justin Rose tekur þátt í Zurich Classic mótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Í dag ákvað hann að nota dræver út á miðri braut en slíkt heitir á ensku: „to hit a driver off the deck.“ Svona til skýringar fyrir þá sem eru að byrja í golfi eða þekkja ekki vel til golfíþróttarinnar, þá er dræver kylfa, sem kylfingar nota venjulega bara af teig, til þess að slá upphafshöggið/teighöggið með, en dræverinn er venjulega ekki notaður úti á braut. Rose virtist sjálfsöruggur, en eftir að boltinn hafði verið sleginn var erfitt að horfa á áframhaldið, hann sópaði bara brautina og fór síðan í trén. Sá sem lýsti mótinu sagði Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2016 | 12:30
LET Access: Ólafía Þórunn lauk keppni T-24 á ASGI-mótinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék lokahringinn á ASGI Ladies Open á 3 yfir pari, 75 höggum og rann við það niður skortöfluna að nýju í 24. sætið en hún var T-10 eftir frábæran hring í gær upp á 69 högg. Samtals lék Ólafía Þórunn á parinu, 216 höggum (72 69 75) Niðurstaðan var 24. sætið, en taka ber fram að þetta mót var afar sterkt. Það voru 48 sem komust í gengum niðurskurð þannig að Ólafía varð einhvers staðar í miðjunni af keppendum. Í fyrra varð Ólafía í 5. sæti í sama móti með skor upp á 70 66 75. Fyrir lokahringinn þá var hún í fyrsta sæti og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2016 | 12:00
Bandaríska háskólagolfið: Bjarki og Gísli T-6 e. 2. dag MAC

Þeir Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB eru aldeilis að standa sig vel á MAC Championship mótinu, en það stendur dagana 28.-30. apríl 2016. Mótið fer fram í Highland Meadows, Sylvania, í Ohio. Þátttakendur eru 45 sterkust kylfingarnir á svæðinu frá 9 háskólum. Eftir 2. keppnisdag er Gísli T-6i búinn að spila fyrstu þrjá hringina á samtals 4 yfir pari, 217 höggum (71 72 74). Bjarki er einnig T-6 búinn að spila á 4 yfir pari, 217 höggum. Kent State lið þeirra Gísla og Bjarka er í 1. sæti í liðakeppninni fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í kvöld. Til þess að sjá stöðuna eftir fyrstu 2 hringi mótsins SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2016 | 11:00
Evróputúrinn: Aguilar og Bjerregård efstir e. 3. dag

Það eru þeir Felipe Aguilar frá Chile og Daninn Lucas Bjerregaard sem eru efstir og jafnir á Volvo China Open, móti vikunnar á Evrópumótaröðinni. Báðir hafa þeir spilað á 16 undir pari, 200 höggum; Aguilar (68 65 67) og Bjerregaard (68 67 65). Fjórir kylfingar deila síðan 3. sætinu, allir 2 höggum á eftir forystumönnunum, en það eru þeir Alex Noren frá Svíþjóð, Belginn Nicolas Colsaerts, Englendingurinn Tyrrell Hatton og Li Haotong frá Kína. Til þess að sjá hápunkta frá 3. degi Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2016 | 10:00
GKB: Opnun Kiðjabergsvallar frestast til 6. maí

Veðrið hefur ekki alveg verið eins og vonir stóðu til og því verðum við að tilkynna að formleg opnun Kiðjabergsvallar mun frestast um viku, eða fram til föstudagsins 6. maí. Hins vegar er félagsmönnum heimilt að spila völlinn um helgina. Þrátt fyrir lengri sólargang þá hefur frost verið í jörðu undanfarnar nætur og því hefur ekki verið mikill gróandi í vellinum. Þess vegna urðum við að hætt við opnun fyrir almenning um helgina, en útlitið er hins vegar ekki slæmt fyrir sumarið og virðist völlurinn koma vel undan vetri. Búið er að taka holur og slá flatir og teiga og er því hægt að spila inn á allar sumarflatir fyrir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2016 | 07:00
PGA: Lovemark og Vegas efstir e. 2. dag Zurich Classic

Jhonattan Vegas hefir ekki verið ofarlega á skortöflu í PGA Tour móti um langan tíma. Það breyttist í gær, þegar hann og Jamie Lovemark deildu efsta sætinu á Zurich Classic mótinu. Lovemark er ekki sá þekktasti sjá má eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Báðir hafa þeir Lovemark og Vegas spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum; Lovemark (67 66) og Vegas (64 69). Fresta varð hringnum vegna myrkurs og eiga því nokkrir eftir að ljúka leik, m.a. forystumaður 1. hrings Brian Stuard sem er í 3. sæti, aðeins er 1 höggi á eftir framangreindum félögum, en á 6 holur óspilaðar. Til þess að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2016 | 00:14
LPGA: Gerina Piller leiðir eftir 2. dag

Það er Gerina Piller, sem leiðir eftir 2. dag Volunteers of America Texas Shootout Prestented by JTBC. Piller er búin að spila á samtals 10 undir pari, 132 höggum (67 65). Aðeins 1 höggi á eftir er Eun-Hee Ji, en hún hefir leikið á samtals 9 undir pari, 133 höggum (67 66). Fresta varð leik vegna veðurs en Mi Jong Hur, forystukona 1. dags er meðal þeirra sem á eftir að ljúka leik (á 6 holur eftir) og er í 3. sæti á 8 undir pari og gæti því vel lokið leik á betra skori en framangreindir tveir kylfingar. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Volunteers of America Texas Shootout Prestented Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2016 | 18:30
LET Access: Ólafía Þórunn á 69 á 2. degi ASGI mótsins

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er í góðri stöðu fyrir lokahringinn á LET Access mótaröðinni í Sviss. GR-ingurinn lék á 69 höggum í dag eða -3 og er hún samtals á -3 (72-69). Hún fékk 5 fugla og 2 skolla á 2. hring. Ólafía fór upp um 17 sæti í dag og er T-10 eftir 2. dag. Lokahringurinn fer fram á morgun en þetta er annað mótið hjá Ólafíu á LET Access mótaröðinni á þessu tímabil en mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu. Ólafía lék á sínu fyrsta móti á Terre Blanche mótinu í Frakklandi í lok mars og þar náði hún fínum árangri og lék á einu höggi Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

