Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Mae Louise Suggs – 7. september 2016

„Golf er eins og ástarævintýri. Ef þú tekur það ekki alvarlega, þá er ekkert gaman að því, en ef þú gerir það þá mun hjarta þitt bresta. Forðist hjartabresti en daðrið við möguleikann,” er haft eftir einum helsta frumkvöðli LPGA-mótaraðarinnar, Louise Suggs. Það er Louise Suggs, sem er afmæliskylfingur dagsins. Mae Louise Suggs fæddist 7. september 1923 í Atlanta, Georgia og hefði því orðið 92 ára dag! Louise Suggs lést á síðasta ári. Hún bjó á Delray Beach í Flórída. Bob Hope uppnefndi þessa 1,68 metra háu konu “Miss Sluggs”, sem er ekki sluggsari í beinni þýðingu á íslensku heldur eitthvað meira í áttina að sleggju, því Louise Suggs var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2016 | 10:00

Golfútbúnaður: Callaway Big Bertha OS

Á markað eru að koma nýju Callaway Big Bertha OS kylfurnar. Að sögn verða fáar ef nokkrar kylfur sem eiga eftir að bæta leik manna meira en þessar nýju. Sjá má ágætis grein um nýju Big Berthu OS kylfufjölskylduna í „Bunkered“ með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2016 | 08:00

Þórður Rafn lauk keppni í Tékklandi í 16. sæti!

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, hafnaði í 16. sæti á atvinnumóti sem fram fór í Tékklandi, Beroun Czech Open og lauk sunnudaginn 4. september 2016. Þórður lék hringina fjóra á 291 höggi eða 9 höggum yfir pari vallar (75-74-72-70). Hann bætti sig alla fjóra keppnisdagana og endaði eins og áður segir í 16. sæti. Siguvegarinn lék á 282 höggum eða sex höggum undir pari. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2016 | 07:30

GK: Mannvit sigraði í vel heppnaðri fyrirtækjakeppni

Laugardaginn 03. september var haldin Fyrirtækjakeppni Keilis og tókst einstaklega vel. Mótið í ár var sérstaklega haldið vegna þeirra gríðarlegu framkvæmda sem eiga sér stað núna á Hvaleyrinni og þökkum við öllum þeim fyrirtækjum sem tóku þátt kærlega fyrir stuðningin. Eins og oft áður í sumar var veðrið að leika við okkur, en þetta sumar er búið að vera frábært fyrir kylfinga. Við spiluðum í þessu móti nýju par 3 brautina”Yfir hafið og heim” og óhætt að segja að hún sé stórgæsileg og lítur vel út. Veitt voru verðlaun fyrir efstu 5. sætin og leikin var betri bolti. Að sjálfsögðu voru einnig nándarverðlaun úti á velli. Matur og einn kaldur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2016 | 07:15

Af hverju er Paul Casey ekki í Ryder liði Clarke?

Paul Casey virðist vera í fantaformi þessa dagana og sjóðandi heitur á golfvellinum. Það sást núna síðast í Deutsche Bank Championship um helgina, þar sem Casey landaði 2. sætinu. Hann hefir mikla reynslu af spili í Bandaríkjunum, hefir sigrað 1 sinni á PGA Tour og 13 sinnum á Evrópumótaröðinni og verið í 3 evrópskum Ryder liðum (þar af 2 vinningsliðum) og spurningin sem vaknar hlýtur að vera: Af hverju er hann ekki í Ryder liði Evrópu? Stutta svarið við þeirri spurningu er að Casey er ekki að spila á Evrópumótaröðinni – hann hefir ekki keppnisrétt þar. Casey spilar aðallega á PGA Tour og hefir auk þess ekkert sérlega sóst eftir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2016 | 18:00

Lindsey sagði í þætti að hún væri afhuga því að giftast eftir sambandið m/Tiger

Að vera í sambandi með þekktum kvennabósa er nóg til þess að fá hvaða konu sem er til að efast um gildi giftingar. Og  Lindsey Vonn sem fram kom í survival raunveruleika þættinum Running Wild með Bear Grylls s.l. mánudag viðurkenndi þar að samband hennar við Tiger hefði gert hana afhuga því að gifta sig. Reynslan af því að vera í lífshættulegum aðstæðum ásamt hinum þekkta þjálfa Bear Grylls virðist hafa losað um málbeinið hjá Lindsey og hún sagði Grylls ýmislegt um hvernig sambönd hennar hefðu minnkað vonir hennar um að finna hina einu sönnu ást. Hafi maður verið brenndur einu sinni forðast maður eldinn og Lindsey hefir brennt sig tvívegis Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Smári ——- 6. september 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhann Smári Jóhannesson. Hann er fæddur 6. september 1935 og á því 81 árs afmæli í dag! Jóhann Smári er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hann tekur enn þátt í ýmsum opnum mótum m.a. tók hann þátt í 1. maí mótinu á Hellu í fyrra (2015). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Jóhann Smári (81 árs – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dow Finsterwald, 6. september 1929 (87 ára); Sigríður Margrét Gudmundsdottir (66 ára) Jakob Helgi Richter, GK, 6. september 1951 (65 ára); Jóhannes Bjarki Sigurðsson 6. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2016 | 13:30

Eimskipsmótaröðin 2016 (7): Ragnhildur og Henning fengu nándarverðlaun Bose

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR og Henning Darri Þórðarson úr GK fengu glæsilega vinninga fyrir nákvæm innáhögg á lokahringum á Nýherjamótinu á Eimskipsmótaröðinni ,sem lauk í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. Ragnhildur og Henning fengu þráðlaus Bose heyrnartól í verðlaun, sem ættu að nýtast vel við æfingarnar á næstu misserum. (Texti hingað: GSÍ) Bæði Ragnhildur og Henning stóðu sig framúrskarandi í þessu 7. móti Eimskipsmótaraðarinnar á árinu 2016. Ragnhildur landaði 2. sætinu í kvennaflokki  – var á samtals 16 yfir pari, 226 höggum (80 75 71) og spilaði sífellt betra með hverjum deginum! Henning varð T-5 þ.e. jafn Sissó í 5. sætinu á 1 yfir pari, 211 höggum (67 71 73) – og leiddi Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2016 | 13:00

LET: Tvær skærustu kvengolfstjörnur Þjóðverja – klúbbmeistarar í sama klúbb

Nú í vikunni fer fram Ladies Euroepean Masters og er það mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna. Spilað verður í Golf Club Hubbelrath í Düsseldorf, Þýskalandi. Það vill svo skemmtilega til að Sandra Gal og Caroline Masson, sem eru tvær skærustu golfstjörnur Þjóðverja hafa báðar orðið klúbbmeistarar í þessum klúbb; Gal 2001-2003 og Masson 2004. Masson, 27 ára,  innsiglaði nú um sl. helgi fyrsta sigur sinn á LPGA á Manulife LPGA Classic og virðist sjóðandi heit í augnablikinu. Minna hefir borið á W-7 módelinu, Gal, 31 árs, að undanförnu, en hún á þó einnig í beltinu 1 sigur á LPGA, þ.e. á Kia Classic 2011. Gaman verður að fylgjast með hvernig Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2016 | 07:00

PGA: Flottur örn Louis Oosthuizen á lokahring Deutsche Bank – Myndskeið

Louis Oosthuizen sýndi flott tilþrif á Deutsche Bank Championship. Hann setti m.a. niður örn á lokahring mótsins. Örninn kom á par-5 2. holu TPC Boston, en Oosthuizen átti frábært 218 yarda aðhögg og síðan var arnarpúttið og eftirleikurinn auðveldur. Sjá má myndskeið af erni Louis Oosthuizen með því að SMELLA HÉR:  Oosthuizen lauk keppni T-8 á samtals 9 undir pari (71 69 64  71).