Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2018 | 07:00

LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni í San Francisco á morgun!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefur næst keppni á LPGA MEDIHEAL meistaramótinu, á morgun fimmtudaginn 26. apríl 2018.

Mótið er nýtt á keppnisdagskrá LPGA mótaraðarinnar, en leikið er á Merced Golf Club, í Daly City, í San Francisco.

Mótið er 72 holur og komast 70 efstu í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi.

Alls eru 144 keppendur og margir af bestu kylfingum heims mæta til leiks á þetta mót.

Þetta verður 8. mót Ólafía Þórunnar á LPGA mótaröðinni á  þessu keppnistímabili.

Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum til þessa.

Besti árangur hennar er 26. sæti á fyrsta mótinu á Bahamas.

Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðasta móti sem fram fór á Hawaii.

Ólafía Þórunn verður í ráshóp með Briönnu Do (Sjá eldri kynningu Golf 1 á Do með því að SMELLA HÉR:) og Tiffany Joh (Sjá eldri kynningu Golf 1 á Joh með því að SMELLA HÉR:)